Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 67

Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 67
Faxafen 10 • 108 Reykjavík Sími: 544 2210 • Fax: 544 2215 www.tsk.is • skoli@tsk.is Skráning�á�vorönn�hafin í�síma�544�2210,�á�vef�skólans; www.tsk.is�og�í�netpósti�á�skoli@tsk.is Næstu námskeið að hefjast: TÖK tölvunám Þetta 100 stunda námskeið hentar fólki á öllum aldri sem vill fá ítarlega þekkingu og þjálfun í öllum helstu tölvugreinunum og alþjóðlega vottun því til staðfestingar. TÖK skammstöfunin stendur fyrir alþjóðlegt prófskírteini útgefið af Skýrslutæknifélagi Íslands. Kennslugreinar: Grunnatriði upplýsingatækninnar og Windows tölvugrunnur, Word, Excel, Internet og tölvupóstur og Power Point. Einnig verða teknar fyrir stafrænar myndavélar og myndvinnsla. Kennsla hefst 14. febrúar og lýkur 28. mars. Morgunnámskeið: Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl 8.30 - 12. Kvöldnámskeið: Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 18 - 21.30 og laugardaga frá kl. 9 - 12.30. Verð kr. 65.000,- Allt námsefni innifalið. Bjóðum uppá VISA/EURO raðgreiðslur eða lán og starfsmenntalán. Vefsíðugerð - framhald Stutt og hagnýtt 31 stunda framhaldsnámskeið í Dreamweaver, HTML, CSS, og Javascript. Verð: 39.000,- Næsta kvöldnámskeið hefst 1. mars ASP.NET vefforritun Fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á gagnagrunnum og í forritun bjóðum við 31 stunda námskeið í þessu vinsæla þróunarumhverfi. Verð: 44.000,- Næsta kvöldnámskeið hefst 27. febrúar. Öryggi og vírusvarnir Stutt og sérlega hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja tryggja öryggi tölvunnar og hreinsa hana af óværum. Engrar sérfræðikunnáttu er krafist til að geta tekið þátt í nám- skeiðinu en gert er ráð fyrir að þátttakendur séu tölvuvanir. Sjá ítarlega námslýsingu á heimasíðu skólans. Verð kr. 12.000,- Tölvu og bókhaldsnám Þrautreynt og vandað 200 stunda starfsnám sem skilar strax árangri. Nám á þessari braut hentar fólki á öllum aldri sem vill styrkja stöðu sína enn frekar á vinnumarkaði með aukinni menntun. Hentar einnig vel sjálfstæðum atvinnurekendum sem vilja vera sem mest sjálfbjarga í allri tölvuvinnu og við bókhaldið. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi eða verkefni, tölvugreinunum lýkur flestum með alþjóðlegri prófgráðu. Helstu kennslugreinar: Tölvugreinar. Windows XP tölvugrunnur og skjalavarsla Word Excel Framsetning á kynningarefni í PowerPoint Stafrænar myndavélar og myndvinnsla Internetið og Outlook tölvupóstur og dagbók Viðskiptagreinar Verslunarreikningur Virðisaukaskattur, reglur og skil Bókhaldsgrunnur Tölvufært bókhald í Navision Kennsla hefst 14. febrúar og lýkur 23. maí. Morgunnámskeið: Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8.30 - 12. Kvöldnámskeið: Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 18 - 21.30 og laugardaga frá kl. 9 - 12.30. Verð kr. 136.000,- Allt námsefni innifalið. Bjóðum uppá VISA/EURO raðgreiðslur eða lán og starfsmenntalán. Bókhald I Hagnýtt 110 stunda grunnnám í hand- og tölvufærðu bókhaldi Næstu helgar- og morgunnámskeið hefjast 30. mars Verð kr. 86.000,- Tollskýrslugerð Ítarlegt 18 stunda námskeið í meðferð allra innflutningsskjala og um allar helstu reglur er varða innflutning. Næsta kvöldnámskeið hefst 21. febrúar. Verð: 24.000,- – Fáðu hana senda heim eða líttu við Námskrá skólans komin út Anna María Clausen Skrifstofustjóri hjá Gólflögnum „Ég hafði sáralitla tölvu-, bókhalds- og skrifstofufærni og hafði því litla mögu- leika á að starfa við það sem ég hafði áhuga fyrir. Ég fór í skólann til að auka möguleika mína á vinnumarkaðinum og komast í gott starf þar sem ég væri að vinna við það sem ég hefði áhuga á. Tölvu- og bókhaldsnámið nýttist mér strax, jók sjálfstraustið og opnaði fyrir mig nýjar dyr. Námið stóð fyllilega undir mínum væntingum og hefur þessi fjárfesting margborgað sig.“ ÝMIS NÁMSKEIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.