Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 70
 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR Í Háskóla Íslands fara fram kosningar til Stúdentaráðs og Háskólaráðs 8. og 9. febrúar næstkomandi. Þrír listar eru í framboði: Háskólalistinn, Röskva og Vaka. Vaka er félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta og er það elst af þessum 3 félögum, stofnað árið 1935. Röskva, sem er samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, var stofnað árið 1988. Háskólalistinn, framboð á eigin forsendum, var stofnað árið 2003. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands, sem er málsvari háskólastúd- enta, sitja 20 manns og á síðasta tímabili höfðu Röskva og Vaka 9 manns hvort í ráðinu en Háskóla- listinn 2. Arndís Anna Gunnarsdóttir, lögfræðinemi, er formannsefni Háskólalistans til Stúdentaráðs í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún kemur nálægt kosningum en hún var í 1. sæti listans árið 2005. Einnig hefur hún setið í framkvæmdastjórn Ungra jafn- aðarmanna. Arndís segir helstu málefni Háskólalistans vera það að virkja Stúdentaráð og auka trúverðugleika og sýnileika þess út á við. Hún nefnir einnig að hækka þurfi grunnfærslu náms- lánanna. Að mati Arndísar þarf að bæta aðstöðuna í skólanum og gera hann samkeppnishæfan sem vinnustað en segir að þetta sé ekki hægt að laga nema með meira fjármagni: „Númer eitt, tvö og þrjú þarf meiri peninga. Háskólinn er að standa sig fárán- lega vel miðað við þann fjárhag sem hann hefur. Hugmyndir rík- isstjórnarinnar um skólagjöld eru sprottnar af því að háskólann hefur verið sveltur og neyddur út í slíkt.“ Dagný Ósk Aradóttir er á öðru ári í lögfræði og skipar 1. sæti framboðslista Röskvu til Stúd- entaráðs árið 2006. Hún hefur ekki verið áður í framboði en hefur verið í stjórn Röskvu í eitt og hálft ár. Dagný hefur mikinn áhuga á hagsmunabaráttu stúd- enta en að hennar mati er staða Háskólans ekki eins góð og hún ætti að vera og því af mörgu að taka. „Ég tel að mikið af góðu fólki sé í Röskvu sem er tilbú- ið að vinna vel að hagsmunum nemenda, og er ég ein af þeim.“ Dagný segir að Röskva vilji jafn- rétti fyrir alla til náms og gera Stúdentaráð að því þrýstiafli sem það á að vera og þrýsta á stjórn- völd til að Háskólinn fái meira fjármagn. Samkeppnismál eru Dagnýju ofarlega í huga og vill hún að samkeppnisstaða skól- anna sé skoðuð. Hún vill einnig sjá aukinn kraft í Stúdentaráð því þá verði auðveldara að beita sér fyrir því sem betur þarf að fara. Dagný hvetur stúdenta til að kynna sér málefnin og nýta sér kosningaréttinn. Harald Björnsson, á öðru ári í viðskiptafræði, skipar 1. sæti framboðslista Vöku til Stúdenta- ráðs í ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Harald tekur þátt í hagsmunabar- áttu stúdenta. Hann langar til að bæta Háskólann og segir að ef það tekst vel eykst verðmæti mennt- unar Háskólans: „Eftir 10-20 ár væri mjög gott að geta sagst vera úr Háskóla Íslands og það væri einhvers virði. Orðspor skólans skiptir þar miklu máli.“ Harald segir að einnig þurfi að beita sér fyrir málum sem efst eru á baugi í dag, eins og að bæta námslánin og aðstöðu Háskólans. Einnig eigi að bjóða upp á endurtektarpróf í janúar og júní og birta próftöfl- urnar í byrjun annar. Að sögn Haralds eru einkunnarorð Vöku framkvæmd og vill flokkurinn framkvæma hlutina en ekki ein- ungis benda á vandamálin og bíða eftir því að Háskólinn leysi þau. Harald hvetur stúdenta til að nýta kosningarétt sinn. -hbv Hart barist í Háskóla Íslands TILBÚIN Í SLAGINN Dagný Ósk Aradóttir, Harald Björnsson og Arndís Anna Gunnardóttir munu berjast í stúdentakosningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Má spara þér sporin?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.