Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 75

Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 75
MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2006 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 3 3 0 FÓTBOLTI David Beckham mun framlengja samning sinn við Real Madrid áður en tímabilið er úti. Þessi þrítugi miðjumaður hefur verið orðaður sterklega við end- urkomu í ensku úrvalsdeildina og hafa Madrídingar meðal annars viðurkennt áhuga enskra liða á Beckham en núverandi samning- ur hans rennur út árið 2007. „Ég mun hefja viðræður um nýjan samning fyrir sumarið og það er ekki vafi á því að ég verði hér áfram,“ sagði Beckham en búist er við því að enski landsliðs- fyrirliðinn skrifi undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum. „Real veit að ég vil vera hér áfram og ég veit að þeir vilja hafa mig áfram. Þetta er einn stærsti klúbbur heims og af hverji ætti ég að vilja fara héðan? - hþh David Beckham ekki á förum: Framlengir við Real Madrid DAVID BECKHAM Ekki á förum frá Real Madrid NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES BORÐTENNIS Guðmundur E. Step- hensen borðtenniskappi stendur sig mjög vel hjá sænska liðinu Malmö FF í borðtennis en Íslands- meistarinn er atvinnumaður hjá þessu sterka liði. Malmö er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en Guðmundur stóð sig vel í síð- asta leik liðsins gegn Kalmar BTK sem Malmö vann örugglega með fimm vinningum gegn engum. Guðmundur spilaði einn leik sem hann vann mjög örugglega, 3-1 en gangur leiksins var 11-7, 7- 11, 11-3, og 11-9. Niðurstaðan því öruggur sigur Guðmundar sem er lykilmaður liðsins sem er í harðri baráttu um sænska meistaratitil- inn. - hþh Guðmundur E. Stephensen: Enn einn sigur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.