Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 2
2 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
BANDARÍKIN Bandarísk yfirvöld
búa yfir gagnagrunni sem hefur
að geyma nöfn 325 þúsund manna
sem grunaðir eru um aðild eða
stuðning við hryðjuverk. Frá
þessu greinir bandaríska dagblað-
ið Washington Post.
Blaðið hefur eftir nafnlausum
heimildarmönnum hjá banda-
rísku leyniþjónustunni að fjöldi
fólks á listanum hafi fjórfaldast
frá árinu 2003 en getur þess þó að
líklega séu nokkuð margir skráð-
ir undir nokkrum nöfnum og því
nái listinn yfir um 200 þúsund
manns. Flestir þeir sem eru á
listanum eru sagðir erlendir rík-
isborgarar. ■
Hryðjuverkavarnir vestra:
Yfir 200.000 á
lista grunaðra
LÖGREGLUMÁL Þrír piltar, fjórtán,
fimmtán og sextán ára, réðust inn á
stjórnarfund hjá félagi dagforeldra
í Kópavogi í fyrrakvöld og ógnuðu
þeim sem á fundinum voru með
skærum.
Tveimur kvennanna tókst að
yfirbuga einn piltanna og náðu af
honum því sem hann hafði tekið af
konunum sem fundinn sátu.
Fyrr um kvöldið höfðu sömu
piltar gert tilraun til þess að ræna
konu á sjötugsaldri sem var að taka
peninga út úr hraðbanka í bensín-
stöð Select í Smáranum í Kópavogi.
Piltarnir þrír höfðu ekki erindi sem
erfiði þar sem konan varðist ráns-
tilrauninni fimlega og hlupu pilt-
arnir á brott í kjölfarið.
Rúmlega klukkutíma seinna
ruddust piltarnir með látum inn á
stjórnarfund hjá félagi dagforeldra
og kröfðust þess að fá afhenta alla
þá peninga sem stjórnarmeðlimir
voru með á fundinum.
Enginn í stjórn félags dagfor-
eldra vildi tjá sig undir nafni við
Fréttablaðið, en mikil hræðsla
greip um sig hjá þeim sem á fundin-
um voru þegar piltarnir þrír rudd-
ust inn.
Lögreglan í Kópavogi vissi ekki
hvers vegna piltarnir réðust inn
á fund dagforeldra en svo
virðist sem þeir hafi ákveðið með
skömmum fyrirvara að ráðast inn
á stjórnarfundinn. Barnaverndar-
nefnd var fljótt kölluð til eftir að
lögreglan hafði handsamað piltana
og mun hún áfram vinna að málinu
í samstarfi við foreldra þeirra.
Kolbrún Ögmundsdóttir, starfs-
maður félagsþjónustunnar í Kópa-
vogi, segir starfið meðal annars
felast í því að skoða hvað það er sem
veldur því að börn fara út á braut
afbrota. „Lögreglan kallar okkur
til þegar börn og unglingar brjóta
af sér. Við reynum að nálgast málin
með það að markmiði að skoða vel
það sem að baki brotunum liggur og
bregðast við aðstæðum ef við telj-
um þess þörf.“
Piltarnir sem voru að verki hafa
margsinnis komið við sögu
lögreglu áður fyrir ýmis
minni háttar afbrot.
magnush@frettabladid.is
Vopnaðir unglingar
heimtuðu peninga
Þrír unglingspiltar í Kópavogi reyndu að ræna konu á sjötugsaldri og ruddust
inn á stjórnarfund dagforeldra í fyrrakvöld. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir
allir komið við sögu lögreglu áður. Barnavernd vinnur nú í máli piltanna.
RÚSSLAND, AP Hið þráláta ofbeldi
sem viðgengst í rússneska
hernum á sér rætur í samfélagi
sem er gegnsýrt af glæpum og
hnignandi siðferði. Þetta sagði
rússneski varnarmálaráðherrann
Sergei Ivanov í gær, en hann vildi
með þessum orðum beina sök frá
hernum í kjölfar þess að uppvíst
varð um hroðalegan níðingsskap
sem nýliðar í hernum mega þola.
Ivanov ræddi nýliðamisþyrm-
ingar í hernum í svörum við fyr-
irspurnum í neðri deild rússneska
þingsins. Tilefnið var það sem
hinn átján ára gamli nýliði Andrei
Sychev mátti þola í skriðdreka-
herdeildarskóla í Úralfjallaborg-
inni Tsjeljabinsk um áramótin.
Það þurfti að taka af honum báða
fætur og kynfærin eftir misþyrm-
ingar eldri hermanna.
„Já, það áttu sér stað hneyksl-
anleg atvik sem gengu fram af
öllu sómakæru fólki. Já, því miður
eiga glæpir og misþyrmingar sér
stað í hernum, og við víkjumst
ekki undan ábyrgð,“ sagði Ivanov.
„En það er óhjákvæmilegt að geta
þess að þessir glæpir eiga sér stað
að minnsta kosti að hluta til vegna
þess að herinn er hluti af rúss-
nesku þjóðfélagi í heild. Í landi
voru byrja hinir eldri að níðast
á hinum yngri strax í leikskóla,“
sagði ráðherrann. - aa
IVANOV SVARAR ÁSÖKUNUM Tjáði þing-
heimi að rætur níðingsháttar í hernum
lægju í rússnesku samfélagi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Varnarmálaráðherra Rússlands um þrálátar misþyrmingar í hernum:
Segir níðingshátt landlægan
BRETLAND, AP Breska þingið sam-
þykkti í gær frumvarp til laga
sem banna mönnum að lofsyngja
hryðjuverk, en þar með náði Tony
Blair forsætis-
ráðherra mikil-
vægum áfanga-
sigri í baráttu
sinni fyrir ráð-
stöfunum sem
hann telur nauð-
synlegar til að
koma í veg fyrir
hryðjuveraárás-
ir í landinu.
Neðri deildin
samþykkti frumvarpið með 315
atkvæðum gegn 277 og sendu það
þar með aftur til lávarðadeildar-
innar sem hafði áður hafnað því
að í því væri talað um „lofsöng“
hryðjuverka.
„Menn sem lofsama hryðjuverk
hjálpa til við að skapa andrúms-
loft þar sem hryðjuverk eru álitin
að einhverju leyti réttmæt,“ sagði
Charles Clarke innanríkisráðherra
í umræðum fyrir atkvæðagreiðsl-
una í gær. ■
Bresk hryðjuverkavarnalög:
Banna lofsöng
hryðjuverka
TONY BLAIR
HÚSIÐ SEM PILTARNIR RUDDUST INN
Í Piltarnir ruddust inn með látum og
ógnuðu þeim sem sátu fund dagfor-
eldra. Áður reyndu þeir að ræna eldri
konu við hraðbanka í Smáranum.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
ÁSTRALÍA, AP Myndum af meintum
pyntingum bandarískra hermanna
á íröskum föngum í Abu Ghraib
fangelsinu var sjónvarpað í Ástralíu
í gær. Að sögn talsmanna SBS sjón-
varpsstöðvarinnar eru þær frá árinu
2003 og hafa ekki verið birtar áður.
Arabíska sjónvarpstöðin al-Jaz-
eera sýndi nokkrar af myndunum í
gær, og má búast við að þær ali enn
frekar á reiðinni í garð Vesturlanda
sem þar blossar nú. Yfir 25 fyrrver-
andi meðlimir Bandaríkjahers dúsa
nú í fangelsi vegna meðferðar sinnar
á föngum í Abu Ghraib fangelsinu.
- smk
Pyntingum sjónvarpað:
Bandaríkjaher
er ásakaður
PYNTINGAR Áströlsk sjónarpsstöð sýndi í
gær myndir af meintum pyntingum banda-
rískra hermanna á íröskum föngum í Abu
Ghraib fangelsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS
Aldís, á að setja þennan
samning á ís?
„Tvímælalaust og geyma hann kyrfilega
læstan ofan í dýpsta frysti hjá Kjörís.“
Aldís Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðis-
manna í Hveragerði og framkvæmdastjóri
Kjöríss, hefur eindregið lagst gegn samningi
sem meirihlutinn í bæjarstjórn hefur sam-
þykkt um sölu lands til byggingar 900 íbúða
í bænum.
ALNÆMI Alls hafa 183 greinst með
alnæmissmit hér á landi, 141 karl
og 42 konur. Þetta kemur fram í
svari heilbrigðisráðherra við fyr-
irspurn Guðrúnar Ögmundsdótt-
ur, Samfylkingunni.
Helmingur þeirra sem greinst
hafa með alnæmi hefur smitast
við kynmök samkynhneigðra.
Um þriðjungur hefur smitast við
kynmök gagnkynhneigðra og einn
af hverjum tíu hefur smitast við
fíkniefnaneyslu í æð.
Aðeins fjórir undir tvítugu
hafa greinst með alnæmissmit,
þar af eitt barn sem smitaðist af
móður sinni. - jh
Alnæmissmitaðir hér á landi:
Karlar þrefalt
fleiri en konur
STARFSMANNALEIGUR Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur hefur sýknað
verktakafyrirtækið Impregilo og
portúgölsku starfsmannaleiguna
Nett af því að greiða 20 milljóna
króna skuld ásamt vöxtum vegna
félagsgjalda og gjalda í orlofs- og
sjúkrasjóð hjá Afli – starfsgreina-
félagi Austurlands vegna starfs-
manna á Kárahnjúkum.
Héraðsdómur hefur einn-
ig sýknað verktakafyrirtækið
Impregilo og portúgölsku starfs-
mannaleiguna Select I. Servic-
ios af kröfu um greiðslu skuldar
ásamt vöxtum upp á rúmlega 15
milljónir króna vegna félagsgjalda
og gjalda í orlofs- og sjúkrasjóð af
starfsmönnum á Kárahnjúkum.
Magnús Norðdahl, lögfræðing-
ur ASÍ, segist undrandi á niður-
stöðunni því að allt launafólk eigi
rétt á sjúkratryggingum á vinnu-
markaði, félagsaðild í stéttarfé-
lagi hafi ekkert með það að segja.
„Við erum ekki sammála þess-
ari niðurstöðu og erum að ráða
ráðum okkar í framhaldinu.
Ágreiningurinn er áfram til stað-
ar,“ segir hann. - ghs
IMPREGILO SÝKNAÐ Impregilo og tvær starfsmannaleigur þurfa ekki að greiða í sjúkrasjóð
samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Impregilo og starfsmannaleigur sýknaðar í Héraðsdómi Reykjavíkur:
Sleppa við 20 milljóna gjöld