Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 6

Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 6
6 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR á mann í tvíbýli á Hotel Moskva, 16.–20. mars. Allar upplýsingar á www.icelandair.is/serferdir +Bókaðu á www.icelandair.is ÍSLENSK FARARSTJÓRN MEÐ PÉTRI ÓLA PÉTURSSYNI PÉTURSBORG HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ FLUG OG GISTING Í 4 NÆTUR FRÁ 72.800 KR. ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S I C E 3 1 3 9 8 0 2 /2 0 0 6 KJÖRKASSINN Gafstu blóm í tilefni Valentínus- ardagsins? Já 7,9% Nei 92,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Óttastu að fuglaflensan berist hingað til lands? Segðu þína skoðun á Vísir.is eftir 2 daga ! LETTLAND Neðanjarðarhagkerfið er gríðarlega stórt í Lettlandi og virðist ekki fara hratt minnka ndi. Samkvæmt opinberum tölum er Lettland fátækasta ríkið innan Evrópu- sambandsins. Ieva Pukit- se, blaðamað- ur á stærsta dagblaði Lett- lands, Diena, segir að stór hluti viðskipta séu á svörtu og fólk fái gjarnan launin sín greidd í peningum fram hjá kerfinu án þess að njóta félags- legra réttinda eða greiða skatta. Lífskjör fólks eru ágæt í Lett- landi, að minnsta kosti í höfuð- borginni Ríga. Bilið milli þeirra fátæku og þeirra ríku eykst stöðugt en Ieva segir að millistétt sé þó að myndast. Þeir efnuðu eru gjarnan gaml- ir stjórnmálamenn eða fólk sem hefur tekist að skara eld að sinni köku á þeim umbrotatímum sem hafa verið í landinu frá því það öðlaðist sjálfstæði fyrir fimmtán árum. Verðbólgan í Lettlandi er um 20 prósent á ársgrundvelli en hag- vöxturinn er hraður þar eins og í hinum Eystrasaltsríkjunum. Allir sem vilja geta fengið vinnu en margir Lettar hafa farið utan, aðallega til Írlands þar sem enskumælandi Lettar eiga auðvelt með að fá vel launaða vinnu. ■ GÖTUMYND FRÁ RÍGA Hagvöxturinn er hraður í Lettlandi og þar er auðvelt að fá vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS Verðbólga er há og atvinnuleysi lítið í Lettlandi: Hagkerfið stórt neðanjarðar FRÉTTABLAÐIÐ Í LETTLANDI GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is STÓRIÐJA Straumi var hleypt á fyrstu kerin í nýjum áfanga Norð- uráls á Grundartanga í gær. Hinir nýju kerskálar álversins hafa samtals 260 ný ker og munu þau auka framleiðslugetu Norðuráls úr 90.000 tonnum í 220.000 tonn þegar stækkuninni lýkur seinna á þessu ári. Aukning framleiðslugetu verk- smiðjunnar veitir að minnsta kosti 160 nýjum starfsmönnum atvinnu og með þeim talið verða starfsmenn Norðuráls rúmlega 350 talsins. Miðað við áætlað með- alverð áls reiknað nokkur ár fram í tímann þá mun þessi stækkun verksmiðjunnar auka útflutn- ingstekjur þjóðarinnar um sextán milljarða á ári. Þessi nýja framleiðsluein- ing álversins á Grundartanga er eingöngu knúin jarðvarmaorku frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja. Þetta eru tímamót þar sem eining af þessu tagi hefur aldrei áður verið knúin jarðvarmaorku eingöngu. Fram- kvæmdum við Norðurál á Grund- artanga lýkur árið 2008 og verður þá framleiðslugetan 260.000 tonn. Heildarkosnaður við þennan áfanga er 30 milljarðar króna og tíma- og kostnaðaráætlanir við framkvæmdirnar stóðust. - shá Straumi hleypt á fyrstu kerin í nýjum áfanga Norðuráls: Alls 130.000 tonna aukning NORÐURÁL Á GRUNDARTANGA Svona kemur álverið til með að líta út eftir að stækkun þess er lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stakk föður sinn Maður með geð- ræn vandamál stakk föður sinn í bakið eftir að þeim varð sundurorða. Grunur leikur á að maðurinn hafi neytt fíkni- efna. Hann er nú í gæsluvarðhaldi. Árekstur á Snorrabraut Harður árekstur varð á mótum Snorrabrautar og Egilsgötu laust fyrir klukkan hálf fimm í gær. Tvær bifreiðar skullu saman þegar önnur þeirra ók yfir á rauðu ljósi. Eldri hjón voru flutt á slysadeild með minni- háttar meiðsl. LÖGREGLUFRÉTTIR Grunur um bilun Þota frá flugfélag- inu Delta lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag vegna gruns um bilun í hreyfli. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 767, var á leiðinni frá Frankfurt vestur um haf með 77 manns um borð. FLUG SVEITASTJÓRNARMÁL Aldís Haf- steinsdóttir, oddviti Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn í Hveragerði, segir líklegt að samningur við Eykt um byggingu um 900 íbúða, sem var samþykktur af meiri- hluta á fundi bæjarstjórnar í gær, verði kærður. Ef að til kæru kemur er það í þriðja skipti sem minnihluti kærir uppbyggingarstarf bæjarstjórnar til félagsmálaráðuneytisins og því um hefðbundin viðbrögð að ræða, að sögn Orra Hlöðverssonar bæj- arstjóra í Hveragerði. Úrskurð- ur ráðherra var meirihluta í vil í bæði skiptin. - sdg Átök um Eykt í Hveragerði: Samingurinn líklega kærður SAKAMÁL Jón Þór Ólafsson og Brenda Salinas Jovel voru að fara af veitingastað í hverfinu Zona Rosa í San Salvador þegar síðast sást til þeirra, segir blaða- maðurinn Carlos Henriquez sem fjallað hefur um þetta sakamál í El Salvador. Jón Þór og Brenda fundust látin á sunnudagsmorgun. Þeim hafði verið ráðinn bani. Henriques kom á vettvang þegar lögregla var að flytja líkin af vettvangi. Hann segir að þau hafi verið með skotsár á höfði og bringu. Ekki er vitað hvort þau hafi verið tekin af lífi þar sem þau fundust í veg- arbrúninni um klukkan hálf sjö að sunnudags- morgni. Þau voru ekki með skilríki á sér svo þau voru færð í líkhús í Santa Ana og eftir að fregnin um morð- in barst út fóru ættingjar Brendu og báru kennsl á hana og eftir það voru kennsl borin á Jón Þór. Að sögn lögreglumanns sem Fréttablaðið talaði við er búið að setja á laggirnar nefnd sem starfa mun fyrir utanríkisráðuneytið í El Salvador. Nefndin mun rann- saka málið með rannsóknarlög- reglunni í El Salvador. Krufning er hafin en ekki fengust fregnir af því hvort sú rannsókn hefði leitt eitthvað nýtt í ljós. Violeta Polanco, fjölmiðlafull- trúi lögreglunnar í El Salvador, segir sex til átta morð vera fram- in í landinu að meðaltali á degi hverjum. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað vegna glæpagengjanna Mara Salvatrucha sem þekkt eru fyrir illræmd glæpa- og ofbeldis- verk þar í landi en ekkert hefur komið fram að sögn lögreglunar sem getur tengt þetta voðaverk við þau. Lög hafa verið sett í land- inu sem nefnd eru La mano super dura eða „með mjög harðri hendi“ sem heimila lögreglu að hand- taka hvern þann sem grunaður er um að vera meðlimur í La Mara Salvatrucha. Henriquez segir að þetta mál hafi vakið mikla athygli í landinu jafnvel þó hrottaverk sem þessi séu ekki fátíð. „Við erum vön að heyra fregnir af því að lík landa okkar finnist svona útleikin en það hefur vakið athygli að útlendingur verði fyrir þessu,“ segir hann. Helgi Ágústsson, sendiherra í Bandaríkjunum, sem einnig sinn- ir þessu svæði, segir að verið sé að aðstoða ættingja við að flytja lík Jóns Þórs heim en getur þó ekki um það sagt hvenær það muni verða. - jse@frettabladid.is Lögregla í El Salvador rannsakar morðin á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Jovel. Um sex til átta morð eru framin í landinu að meðaltali á degi hverjum. Utan- ríkisráðuneytið í El Salvador ætlar að skipa nefnd til aðstoðar við rannsóknina. Á VETTVANGI Skömmu eftir að líkin tvö fundust við vegarbrúnina var þessi mynd tekin. Lögreglan flutt þau í líkhús í Santa Ana. ó EL SALVADOR San Salvador Santa Ana Steingrímsfjarðarheiði ófær Ófært var um Klettsháls, Eyrarfjall og á Steingrímsfjarðarheiði í gær og hálka var víða á Austurlandi. Ferðaveður var slæmt víða um land. SAMGÖNGUR JÓN ÞÓR ÓLAFSSON Morðin vekja mikla athygli í El Salvador EL SALVADOR Lík Jóns Þórs og Brendu fundust við þjóðveginn sem liggur á milli Santa Ana og San Salvador.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.