Fréttablaðið - 16.02.2006, Qupperneq 27
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
GÓÐAN DAG!
Í dag er fimmtudagurinn
16. febrúar, 47. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 9.20 13.42 8.05
Akureyri 9.12 13.26 17.42
Rúna í eftirlætiskápunni sem er bæði hlý og flott. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Rúna á forláta kápu sem hún er mikið í.
Hún er hrifin af tískunni í dag og lýsir henni
sem rómantískri og fjölbreyttri.
,,Það er eins og maður sé kominn undir sæng
þegar maður fer í kápuna,“ segir Rúna Gerður
Stefánsdóttir söngkona um eftirlætisflík sína.
,,Þetta er yndisleg kápa sem ég keypti í Oasis.
Hún er úr þveginni ull og kraginn úr mongólsku
lambaskinni.“ Rúna hefur átt þessa flík í fimm ár
og notar hana afskaplega mikið. Bæði því hún er
smart og einnig þar sem hún er hlý í hálsinn, sem
er söngvurum nauðsynlegt. ,,Mér þykir bara svo
vænt um hana og held ég muni eiga þar til hún
dettur í sundur,“ segir Rúna glöð í bragði.
Rúna segir tískuna í dag bæði fallega
og fjölbreytta. ,,Mér finnst þetta eitt
skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað
í fatatísku. Tískan í dag er augnakonfekt. Það
er gaman að sjá hvað yngri krakkarnir eru
rómantískt klæddir með allar þessar keðjur,
kúlur og hálsmen og pilsin svo falleg,“ segir
Rúna brosandi en bætir því við að tískan fyrir
nokkrum árum síðan hafi verið heldur síðri.
,,Konur áttu helst ekki að vera í neinu. Tískan
í dag er sexí þó svo fólk sé ekki allsbert, í því
felst einmitt galdurinn.“
Rúna hefur varla undan við að sinna vinnum
sínum. Hún syngur á ýmsum fögnuðum
með hópnum Prímadonnunum, starfar í
gleraugnaversluninni Ég C og mun syngja á
næstunni ásamt Árna Scheving og hljómsveit
hans. Enn fremur tekur hún þátt í forkeppni
Eurovision en úrslitin munu liggja fyrir
næstkomandi laugardagskvöld. ,,Þá skipti ég
um dress, mér finnst bara nauðsynlegt fyrir
áhorfandann að fá að sjá eitthvað nýtt,“ segir
Rúna spennt. mariathora@frettabladid.is
Tískan í dag er
augnakonfekt
Buxnadragtir eru að koma
mjög sterkar inn enn og aftur.
Þar sem tískan er búin að vera
mjög kvenleg upp á síðkastið er
kominn tími á smá töffaraheit. Á
tískusýningum fremstu fatahönn-
uða heims má sjá buxnadragtir í
ýmsum útfærslum, jafnt einlitar
sem teinóttar.
Reykingar íslenskra unglinga
hafa dregist verulega saman
síðustu ár og á síðasta ári voru
reykingar nemenda í 10. bekk í
sögulegu lágmarki samkvæmt
frétt á vef Lýðheilsustöðvar,
www.lydheilsustod.is.
Gallery Turpentine á Ingólfs-
stræti sérhæfir sig í samtímalist
og nú stendur yfir sýning á
verkum Eyjólfs Einarssonar sem
lýkur 25. febrúar. Næsta sýning
þar á eftir verður á verkum JBK
Ransu en meðal þeirra sem sýnt
hafa í gallerýinu eru Hallgrímur
Helgason, Jón Laxdal og Húbert
Nói Jóhannesson.
ALLT HITT
TÍSKA, HEILSA OG HEIMILI
HÚFUR OG HATTAR
Höfuðföt af ýmsu tagi hafa sótt á
í tískunni í vetur. TÍSKA 4
HANDSMÍÐAÐAR
KLUKKUR
Leikfangasmiðjan í Garði selur
handsmíðaðar klukkur. HEIMILI 7
SÍFELLT FÆRRI GREINAST NÚ MEÐ KLAMYDÍU EFTIR AÐ
FJÖLDI TILFELLA NÁÐI HÁMARKI ÁRIN 2001-2002.
Klamydíutilfellum árið 2005 fækkaði verulega
frá árinu á undan samkvæmt upplýsingum frá
Landlæknisembættinu en tíðni sýkingarinnar hefur farið
lækkandi jafnt og þétt síðan 2003. Árin 2001-2002 náði
fjöldi klamydíusýkinga hámarki en virðist nú aftur vera
orðinn svipaður og fyrir þann tíma. Fjöldi sýna sem
rannsökuð eru hefur verið svipaður síðustu ár en sífellt
færri þeirra greinast nú með klamydíu sem bendir til
þess að tilfellum sé að fækka.
Flest klamydíutilfelli greinast hjá aldursflokknum
20-24 ára og næstflest hjá aldursflokknum 15-19 ára
en aukningin 2001-2002 var aðallega hjá þessum
aldursflokkum. Klamydíusmit getur verið einkennalaust
en ef það er ekki
meðhöndlað
tímanlega getur
það valdið
ófrjósemi.
Klamydíutilfellum fer
aftur fækkandi
Flest klamydíutilfelli
greinast hjá ungu
fólki á aldrinum
15-24 ára.