Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 28

Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 28
[ ] Haust- og vetrarlína Custo Barceolona var sýnd á tísku- vikunni í New York. Áhrif frá fimmta, sjötta og sjöunda áratuginum voru greinileg. Merkið Custo Barceolona var stofnað árið 1996. Það voru bræð- urnir Custo og David Dalmau sem áttu heiðurinn að hönnuninni en þá höfðu þeir starfað saman í hartnær tuttugu ár. Þeir ákváðu að láta strax reyna á bandaríska markaðinn og Custo-flíkurnar urðu samstundis vinsælar meðal Hollywood-stjarnanna. Custo Barceolona hefur hlotið fjöldamörg verðlaun og er orðið fastur liður á tískuvikunni í New York. Í liðinni viku var haust- og vetrarlínan sýnd í New York og að vanda var mikið af litrík- um og ævintýralegum flíkum. Bræðurnir sóttu innblásturinn að þessu sinni í fimmta, sjötta og sjöunda áratuginn. Sem dæmi um áhrif fimmta áratugsins voru aðsniðnar flíkur sem drógu fram línur líkamans þó þær væru ekki þröngar. Einnig fíngerð mynstur, mjaðmabuxur og -pils og Péturs Pan-kragar og -skikkjur. Sjötti áratugurinn kom fram í víðum jökkum, stuttum regnfrökkum og jafnvel kúrekaskyrtum. Flott stígvél passa við allan fatnað og öll tækifæri. Sömu stíg- vélin geta bæði verið tilvalin í vinnuna við gallabuxur og á árshátíðina við fínan kjól. Áhrif frá miðri síðustu öld Hlíðarsmára 11 • Kóp • S: 517 6460 • Laugavegur 66, 2. hæð • S: 578 6460 Opið mán. - fös. 11-18, lau. 11-15 • www.belladonna.is Vertu þú sjálf – vertu Bella donna Hl íða rsmára 11 • Kópavog i • s ím i 517 6460 • www.be l l adonna . i s Erum að taka upp nýjar vörur Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 Úrval af gallafatnaði Ný lína 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.