Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 32
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR6 ,,Ég hef aldrei efast. Það er um slíka sérstöðu og gæðavöru að ræða. Það væri annað ef ég væri að koma með enn ein kúrekastígvélin,“ segir Berglind Gestsdóttir, sem opnaði verslunina Trippen á Rauðarárstíg 14 fyrir tæpri viku. Áhugi fólks hefur verið mikill og skóbirgðirn- ar í búðinni minnka stöðugt. Trippen er þýskt fyrirtæki sem framleiðir skó ásamt fáeinum töskum. Aðeins eru til níu Trippen- verslanir í heiminum, fjórar í Japan, fjórar í Þýskalandi og núna ein á Íslandi. Skórnir eru allir handunnir og hver búð fær einungis eitt til tvö pör af hverju skó- númeri. Ekkert færiband er að finna í verksmiðjunni í Þýskalandi og heldur engan lager. Það er því ekki fyrr en verslanirnar panta til sín skópör að skósmiðirnir taka til við að sauma. ,,Ég hef ekki enn fengið alla sending- una til mín því þeir hafa ekki undan að sauma,“ segir Berglind, sem fær skóna til sín glænýja og nánast heita úr kassanum. Tveir Þjóðverjar, sem eru jafn- framt eigendur Trippen, standa á bak við hönnun skónna. Ákveðið þema er á skóm hverrar árstíðar en í búðinni hérlend- is er bæði að finna vetrar- og sumarlínuna. ,,Í vetur var mikið hugsað um íþróttir og fyrirmyndin meðal annars glímuskór og motocross-stígvél. Sumarlínan er dálítið grísk og rómantísk. Enn frem- ur eru þar minni úr ævintýrum svo sem Aladdín.“ Það vakti athygli blaða- manns að hvergi var að finna háhælaða skó í búðinni. ,,Hverju skópari fylgir lesefni um það hvernig fara skuli með fæturna sína og af hverju þú átt ekki að vera í háhæluðum skóm. Einnig eru þar leiðbeiningar um meðferð skónna,“ segir Berglind, sem virðist ekki minna heilluð af skónum en blaðamaðurinn sjálfur. mariathora@frettabladid.is Hárvörur fyrir rautt og lita› rautt hár 4 verð í gangi 500 - 1000 - 1500 - 2000 Komdu og gerðu langbestu kaupin í bænum! Frábært úrval á kvenfatnaði í öllum stærðum MÖRKINNI 1 - REYKJAVÍK Gjöfin handa henni Gerið góð kaup Verðdæmi Sloppur 17.800,- nú 8.900,- Jakki 8.640,- nú 1.990,- GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Engir skór til á lager Skóbúðin Trippen hefur vakið verðskuldaða athygli hérlendis. Trippen er þýskt merki sem leggur áherslu á gæði fremur en gróða. NFS ER Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.