Fréttablaðið - 16.02.2006, Side 33

Fréttablaðið - 16.02.2006, Side 33
[ ] Bára Grímsdóttir tónlistar- maður safnar uglum í ýmsu formi. Hún ætlar samt ekki að syngja um þær í Norræna húsinu í kvöld heldur eitthvað þjóðlegra. „Þetta byrjaði með því að þegar ég varð 25 ára fékk ég stóra uglu- styttu í afmælisgjöf frá félögum mínum í hljómsveit sem ég var í þá og hét Frílist. Upp úr því fór ég að gefa uglum gaum ef þær urðu á vegi mínum og þá fyrstu keypti ég á götumarkaði í Amster- dam. Síðan hefur þeim fjölgað í kringum mig,“ segir Bára um uglusafnið sitt og heldur áfram: „Eysteinn sonur minn hefur verið mér hjálplegur. „Mamma, þú verður að koma og sjá þessa,“ segir hann stundum ef hann hefur komið auga á álitlega uglu í búð.“ Ekki kveðst Bára samt eyða miklu í þetta áhugamál og í stað þess að safna einungis styttum hefur hún keypt ýmsa nytjahluti með uglum. Ein er snagi, önnur sykurkar og salt- og piparbauka á hún með vísdómsfuglinum mikla. Í Belgíu varð fyrir henni uglusparibaukur úr leðri og á Írlandi fann hún uglu- penna. „Mér finnst skemmtilegra að hafa þetta blandað,“ segir hún brosandi og sýnir eina mjúka. „Ég var lasin um daginn og þá rétti yngsti sonur minn mér þessa og spurði hvort ég vildi ekki hafa hana hjá mér!“ Að lokum tekur hún fram forláta taktmæli með uglu sem hún fékk að gjöf frá syni og sambýlismanni og kemur sér vel fyrir tónlistarmanninn. Ekki segir Bára samt uglur koma við sögu á tónleikunum sem hún ætlar að halda í kvöld kl. 20 í Norræna húsinu ásamt breska söngvaran- um Chris Foster, enda verða þeir á þjóðlegum nótum og ekki mikið til um uglur í íslenskum kveðskap. „Við Chris ætlum að syngja og kveða um sama efni á okkar móður- málum,“ segir Bára og bætir við til skýringar: „Ég syng um hesta á íslensku og Chris á ensku.“ Á taktmæli með uglu Meðal þess sem Leikfanga- smiðjan í Garði selur er hand- smíðaðar klukkur. „Þetta eru allt handsmíðaðar vörur,“ segir Viktor Þór Reynis- son, sem ásamt eiginkonu sinni Önnu Kristínu Kristófersdóttur rekur fyrirtækið Leikfangasmiðj- una í Garðinum. Auðvelt er að skoða framleiðslu fyrirtækisins á vefnum www.leik- fangasmidjan.is. Þar getur meðal annars að líta fagrar klukkur sem flestar kosta á bilinu 3.500 til 6.500 nema hvað brúðarklukkan kostar 15.000 enda stór í sniðum og sér- smíðuð með nöfnum hjónanna. Viktor segir hana þó meðal vinsælustu vara fyrirtækisins. Íslandsklukkan og fleiri sem eru einkennandi fyrir landið eiga orðið sinn sess í ferðamannaversl- unum en hinar fást enn einungis með því að panta þær á netinu netið. Að sögn Viktors er fyrir- tækið ársgamalt og eins og nafn þess ber með sér eru meðal ann- ars framleidd þar leikföng en hér eru það klukkurnar sem fókusinn er settur á. Allt handsmíðað Bára á alls konar uglur. Þá stærstu fékk hún á 25 ára afmælinu og þá útskornu lengst til vinstri í jólagjöf frá syni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Brúðarklukkan er sérsmíðuð og birtir nöfn og giftingardag brúðhjónanna. Mótorhjól eru draumur margra. Engill sem vakir. Rúmteppi eru góð lausn í barnaherbergi þar sem engin rúmfatageymsla er. Börn komast fljótt upp á lagið með að búa um rúmið þannig að þau geti leikið sér á því. Opið frá 11-18 virka daga. Laugardaga 11-15 Hlíðarsmára 11, Kópavogi s: 565 1504 Silkiblóm og gjafavara FERMING 2006 SILKIBLÓM Gerberur frá 140 kr Kringlunni - sími : 533 1322 Vandaðar heimilis- og gjafavörur Nýkomnir hvítir Damaskdúkar 3. stærðir Vandaðar og gjaf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.