Fréttablaðið - 16.02.2006, Side 34

Fréttablaðið - 16.02.2006, Side 34
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR8 Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Begóníur eru fjölbreytt plöntuættkvísl sem útbreidd er um heittempraða beltið í öllum heimshlutum, að Ástralíu undanskilinni. Tegundafjöldinn er gífurlegur og enn er verið að uppgötva nýjar begóníur í afviknum kimum og skógum hitabeltisins. Í bænum Roche- fort í Frakklandi er sérstök stofnun: „Conservatoire du Begonia“, mikið safn og einskonar grasagarður þar sem haldið er lífi í um 1300 gerðum þess- arar ættkvíslar sem þar eru líka hafðar til sýnis. Begóníuheitið tengist hinum franska Michel Bégon (1638-1710) sem var sérlegur umboðsmaður Lúðvíks XIV (1638-1715) og landsstjóri hans í nýlendunum, fyrst á St. Domingo en síðan í Kanada. Bégon þessi var áhrifamaður sem byrjaði og endaði feril sinn með því að hafa umsjón með uppbyggingu og viðhaldi franska flotans í Rochefort-sur-Mer á tímum sólkonungsins. Í hlut Bégons kom að skaffa nokkra tugi af fullbúnum freigátum. Hver freigáta bar 74 fallbyssur og til að full- klára hvert skip þurfti fjögur þúsund vel vaxin og digur eikartré, 20 kílómetra af segldúk í seglin og aðra 2 kílómetra af vefnaði í flaggdúka og veifur. Þar að auki þurfti hundrað kílómetra af köðlum, snúrum og snærum ásamt ótal tonnum af byssupúðri, brauði, víni og öðrum vistum til að halda skipunum úti. Töff gæjar - mjúk blóm En hvernig tengist svo þessi valda- mikli áhrifamaður nafni svona mjúkra plantna? - Jú, einn af skjólstæðingum Bégons var munkurinn og grasafræð- ingurinn Charles Plumier (1646-1704) sem fór að undirlagi hans með franska flotanum vítt um franska áhrifasvæðið og nýlendur Frakka til að safna, skrá og skilgreina gróðurfar í hinu útvíkkaða ríki sólkonungsins. Plumier fann og lýsti fjölda plöntutegunda í Vestur- Indíum, meðal annars sex sem líktust hver annarri en voru þó það ólíkar að Plumier lýsti þeim hverri fyrir sig sem sjálfstæðri tegund í sérstakri ættkvísl. Og til að heiðra velgjörðarmann sinn, Michel Bégon, gaf hann þessari nýupp- götvuðu ættkvísl nafn hans. Fjölbreytileiki og genafikt Fjölbreytileiki ættkvíslarinnar er, eins og áður kom fram, afar fjölskrúðugur og henni er skipt í nokkra flokka eftir útliti og aðlögunarformum. Sumar eru lágvaxnar og skriðular, aðrar hálfgerðir runnar. Sumar begóníur eru hnúðjurtir sem visna niður að jörð um þurrkatím- ann og enn aðrar klifra eins og vínviður upp eftir trjábolum og klettaveggjum. Allir þessir flokkar eiga sína fulltrúa í pottaplöntuflórunni og um allan heim eru til klúbbar begóníusafnara sem safna og skiptast á plöntum og upplýs- ingum þvert yfir öll landamæri. Það er líka einn sérkennileiki begóníanna að þær eru afar gjarnar á að blandast sín á milli og þess vegna verið afar vinsæl- ar af fólki sem hefur áhuga á að „búa til nýjar tegundir“. Og vissulega hefur margt gott komið út úr þessu genafikti. Til dæmis Rósabegónían, sem er blendingur B. socotrana frá eynni Sókotru í mynni Arabíuflóans austan við Afríku og B. dregei frá Suður-Afríku. Reyndar hafa fleiri tegundir líka komið þarna við sögu en með úrvali og víxl- frjóvgunum þvers og kruss þar á milli. En árangurinn skilaði sér prýðilega í þessari blómríku og státnu jurt sem skartar stórum rósalíkum blómum í myndarlegum blómskúfum. Blómlitirn- ir eru í margvíslega rauðum, bleikum, gulum og eirrauðum tilbrigðum. Einnig eru fáanlegar sortir með hvítum blómum. Rósabegónía Begonia x elatior hybr. Notkun: Blómplanta Birta: Meðal birta. A-V-N-gluggar Hiti: Heittemprað - stofuhiti: 18-25°C Vökvun: Mold ávallt rök Áburðargjöf: Sjá hér að neðan Umpottun: Sjá hér að neðan Rósabegónían þarf eins mikla birtu og hægt er en þó er ekki ráðlegt að láta hana standa í sterkustu sólargeislunum í suðurglugga. Vökvið hana með volgu vatni. Þegar plantan fer að láta á sjá er henni oftast fleygt. En einnig er auðvelt að endurnýja hana með því að klippa plöntuna niður um tvo þriðju, fjarlægja veiklulega sprota og umpotta henni í góða pottamold. Hafa hana síðan á hlýjum og björtum stað og vökva með áburðarvatni þegar hún byrjar að vaxa á ný. Oftast nær blómgast plönturnar aftur eftir svo sem hálfan mánuð og geta staðið í blóma í margar vikur. Eftir hvern blómgunarkafla þarf samt að klippa gömlu blómstæðin burt, fjarlægja veiklulegar hliðargreinar og sjá til þess að gott jafnvægi sé í formi plöntunnar. Þetta getur gengið svona, koll af kolli, fram á haust. Auðvelt er að fjölga rósabegóníum með laufbútum, en varla borgar sig að standa í því í heimahúsum. Ekki borgar sig heldur að yfirvetra plönturnar inni í íbúðum, því enda þótt það sé vel gerlegt ná þær sjaldnast að skila því flúri sem til er ætlast af þeim seinna sumarið. Rósa- begónían er fáanleg í blómabúðum á flestum tímum árs, dálítið dregur samt úr framboðinu í skammdeginu. Og þrátt fyrir að geta staðið áfram í stof- unni eftir blómgun og blómgast á ný lengi og vel, er hún samt sem áður ein af þessum „er á meðan er“-plöntum, sem menn fleygja án eftirsjár þegar þær hafa skilað sínu fyrsta flóri. Rósabegónía og franskar freigátur Rósótt glös, pakkinn kostar 232 krónur. Borðbúnaður og búsáhöld eru á markaði Ásbjörns Ólafssonar í Fellsmúla 24. Heildverslun Ásbjörns Ólafsson- ar er með lagersölu í Fellsmúla 24, við hlið Góða hirðisins, og stendur hún fram á sunnudag. Þar er ýmislegt til heimilisins á vægu verði og ber mest á borðbúnaði eins og boll- um, könnum og skálum. Kerti og dúkar fást þar líka ásamt matvöru í krukkum og pökkum. Blá glerskál sem kostar 392 krónur. Ýmislegt til heimilisins Sósukanna, kartöfluskál og fat kosta hvert um sig 392 krónur. Könnur sem kosta 152 krónur stykkið. Margt er á markaðinum sem gaman er að skoða. PÍANÓSTILLINGAR Skjót og fagmannleg þjónusta • Verð frá 12.500 m/vsk Kristinn Leifsson S. 661-7909 • netfang: kristinn@pianostilling.is Laugavegi 67 • Sími: 551 8228 Útsölulok á laugardaginn allt a› 70% afsláttur NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 BORÐ FYR IR TVO K R I N G L A N ÚTSALA ENN MEIRI AFSLÁTTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.