Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 35

Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 35
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2006 9 Luxemburg er klassískt og vin- sælt stell hjá Villeroy og Boch. Fá stell státa af jafn mörgum mis- munandi hlutum og stellið Lux- emburg. Innan þess finnast hátt í fimmtíu fylgihlutir, þar af eru að minnsta kosti fjórir nýir á mark- aðnum: ferkantaðir diskar, eld- föst mót, krúsir og sultukrukkur. Luxemburg er elsta stellið sem hið þýska fyrirtæki Villeroy og Boch byrjaði framleiðslu á, árið 1748, og hefur stellið verið undir- staða velgengni þess. Enn heldur Luxemburg sínum vinsældum, enda vandað og sígilt. Sama fínlega blómið prýðir alla hlutina, sem þó eru með mismunandi lagi. Diskarnir eru mynstraðir. STELLIÐ: LUXEMBURG Bollarnir fást í þremur stærðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Brátt verður hægt að fá vörur frá hollenska hönnunarfyrirtæk- inu Moooi í versluninni Lumex. Vöruúrval eykst brátt til muna í versluninni Lumex. Þar verð- ur þegar í mars hægt að fá vörur frá hollenska fyrirtækinu Moooi, sem þekkt er fyrir fram- úrstefnulega hönnun. Að sögn Inga Más Helgasonar hjá Lumex er Moooi mest spennandi hönn- unarfyrirtæki dagsins í dag. Moooi hefur verið starfrækt síðan 2001 undir listrænni stjórn hönnuðarins Marcel Wanders. Hann hefur svo fengið til liðs við sig hönnuði á borði við Ross Lovegrove, Li Edelkoort, Erwin Olaf, Josep van Lieshout og Jurgen Bey. Ingi Már segir að þau í Lumex hafi viljað bæta við úrval verslunarinnar og fyrir stuttu hafi náðst samningar við Moooi. Fyrstu vörurnar koma í mars og verða það aðallega ljós, næsta sending þar á eftir kemur í apríl. Þegar eru farnar að ber- ast pantanir í vörurnar. Bæði er um að ræða ljós og húsgögn. Það er nýjung hjá Lumex að selja húsgögn en fyrirhuguð er mikil stækkun á verslunarrými Lumex og á henni að vera lokið í haust. Áhugasamir geta skoðað síð- una www.moooi.nl til að fá hug- myndir um hönnun Moooi. Ný hönnun í Lumex Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallerí Húsgögn Sími 554 5333 Gerum nú ennþá betur Heilsuhitapoki fylgir hverju sófasetti Gildir til 25. febrúar eða á meðan birgðir endast. útsala útsala útsala útsala útsala útsala útsala útsala Moooi er þekkt fyrir framúrstefnulega hönnun. Evíta Hárgreiðsla og gjafavörur Starmýri 2, 108 Rvík, s. 553-1900 www.evita.is Full búð af fallegum vörum á betra verði. Gefðu heimilinu fallega gjöf Hárþjónusta á frábæru verði, gerið svo vel að panta tíma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.