Fréttablaðið - 16.02.2006, Síða 47
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2006
Myrkrið sem hefur grúft yfir Lýð-
veldinu Kongó kann að vera á und-
haldi. Þorri 25 milljóna skráðra
kjósenda guldu nýrri stjórnarskrá
jáyrði sitt á dögunum og sýndi það
von og vilja þjóðarinnar til að snúa
endanlega baki við styrjaldarátök-
um og reisa nýtt Kongó.
Í júní verða fyrstu fjölflokka-
kosningar í Kongó, þriðja stærsta
landi Afríku, frá árinu 1960. Kosn-
ingarnar hafa kveikt nýja von sem
ætti að hlúa að með áþreifanlegri
aðstoð. Á hverjum einasta degi
deyja 1.200 manns í Kongó af
völdum eftirkasta borgarastríðs;
vannæringar, sjúkdóma og umróts.
Þetta er álíka fjöldi á hálfu ári og
lést í flóðbylgjunni á Indlandshafi.
Nú þegar frjálsar kosningar eru
við sjóndeildarhringinn höfum við
besta tækifæri nokkru sinni til að
lina þjáningar milljóna Kongóbúa.
Á mánudag verður ýtt úr vör í
Brussel aðgerðaáætlun í mannúðar-
málum fyrir Kongó að andvirði
43 milljarða króna (682 milljónir
dollara). Þetta er vissulega ekki
lág upphæð. En þetta er sú upphæð
sem það kostar að stöðva að þjóð-
inni blæði út og hjálpa henni til að
geta aflað brýnustu þarfa.
Kongó er tröllaukið land, stærra
en Þýskaland, Frakkland, Pólland,
Úkraína og Hvíta-Rússland sam-
anlagt, en þar eru fáir vegir með
bundnu slitlagi og fá samgöngu-
mannvirki. Þúsundir kílómetra
ógreiðfærra frumskóga eru á milli
höfuðborgarinnar Kinshasa og
austurhéraðanna þar sem neyð-
in er stærst. Oft og tíðum hindra
ofbeldisverk aðgang að fólki sem
líður skort. En Kongó hefur einn-
ig mikla möguleika sem hægt er
að þróa og efla. Á fáum stöðum á
jörðu er jafn mikið bil á milli þarfa
fólksins og fáanlegs lífsviðurvær-
is. En jafnframt eru fáir staðir á
jörðu þar sem hægt væri að snúa
ástandinu við með jafnafgerandi
hætti og í Kongó.
Á aðeins sex árum (1998-2004)
er talið að 3,9 milljónir manna hafi
látist af völdum afleiðinga styrj-
aldar. Þetta er mannskæðasta stríð
á jörðinni frá lokum síðari heims-
styrjaldar. Þúsundir barna hafa
látist af völdum sjúkdóma sem ætti
að vera hægt að koma í veg fyrir
og lækna, svo sem niðurgangs og
malaríu. Eftir sex ára bardaga er
heilbrigðiskerfi landsins í rúst,
fólk hefur misst lifibrauð sitt og
vannæring er landlæg.
Árið 2002 var komið á brothætt-
um friði. Bráðabirgðastjórn nýtur
stuðnings alþjóðasamfélagsins og
viðveru friðargæslu Sameinuðu
þjóðanna. Framþróun hefur orðið
nokkur undir hennar stjórn og hún
nær sífellt betri tökum á vígahóp-
um í austurhéruðunum. En harm-
leiknum er ekki lokið. Hver einasta
fjölskylda í landinu hefur orðið
fyrir barðinu á ofbeldi. Þar eystra
verða tugir þúsunda manna að
flýja að heiman í hverjum mánuði.
Framtíð milljóna kongóskra barna
er í veði en þau skortir lágmarks
heilsugæslu, tækifæri á skólagöngu
og aðgang að hreinu drykkjarvatni.
Konur hafa líka þjáðst gríðarlega.
Kynferðislegu ofbeldi hefur verið
beitt af öllum stríðandi fylkingum
og heldur enn áfram í austurhluta
Kongó. Vígamenn komast upp með
að nauðga, misþyrma kynferðis-
lega og pynta refsilaust. Konur sem
verða fórnarlömb kynferðisofbeld-
is eru oft gerðar útlægar frá fjöl-
skyldum sínum og eru skildar eftir
með jafnt sálræn sem líkamleg sár.
Um það bil fimmta hvert fórnar-
lamb er sýkt af HIV-veirunni.
Ólíkt fórnarlömbum flóðöld-
unnar á Indlandshafi hefur athygli
heimsins ekki beinst að þjáning-
um Kongó. Í Bandaríkjunum var
aðeins varið sex mínútum í frétta-
tímum stóru sjónvarpsstöðvanna
í málefni Kongó á síðasta ári. Nú
er loks komið að tímamótum. Við
getum og viljum gera meira til að
lina þjáningar kongósku þjóðarinn-
ar. Nú er tími til kominn að láta til
skarar skríða. Kongó mun kannski
aldrei fá aftur jafn gott tækifæri
og nú til að ganga til móts við frið-
sæla framtíð. Og við fáum sjaldan
ef nokkru sinni jafn gott tækifæri
til að hjálpa kongósku þjóðinni til
að flýja örbirgð og angist.
Við þurfum að lyfta grettistaki
og veita þá mannúðaraðstoð sem
þarf í samræmi við hinar miklu
þarfir landsins og þau miklu tæki-
færi sem aðstoð myndi skapa. Við
hvetjum veitendur aðstoðar til að
auka verulega fjárfestingu þeirra
og fjármagna að fullu Mannúðar-
ákall Sameinuðu þjóðanna. Það er
hægt að bjarga mannslífum og það
gerist ef við bregðumst fljótt og
rausnarlega við.
Að baki mannúðarákallinu
standa stofnanir Sameinuðu þjóð-
anna og alþjóðleg og staðbundin
félagasamtök og auðveldar það veit-
endum aðstoðar að setja þarfirnar
undir einn hatt. Með því móti er
hægt að greina heildstæða, skýra
mynd af þörfum og því myndast
ekki göt í aðstoðina, að ekki sé talað
um óþarfa tvíverknað. Ákallið
miðar að því að efla heimamenn og
gera þá sjálfbjarga.
Kongóska þjóðin hefur sýnt af
sér ótrúlegt hugrekki og þraut-
seigju frammi fyrir ólýsanlegum
þjáningum. Þjóðin getur nú bjargað
landinu - hún á skilið að fá hjálp.
Jan Egeland er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna á sviði mannúðaraðstoðar.
Louis Michel fer með þróunarmál
og mannúðaraðstoð í framkvæma-
stjórn Evrópusambandsins.
Sætum lagi og stöðv-
um þjáningarnar
UMRÆÐAN
KONGÓ
JAN EGELAND OG LOUIS MICHEL
Ólíkt fórnarlömbum flóðöld-
unnar á Indlandshafi hefur
athygli heimsins ekki beinst að
þjáningum Kongó. Í Banda-
ríkjunum var aðeins varið sex
mínútum í fréttatímum stóru
sjónvarpsstöðvanna í málefni
Kongó á síðasta ári.
FRÁ KONGÓ Fáir staðir á jörðu eru þar sem hægt væri að snúa ástandinu við með jafn
afgerandi hætti og í Kongó, segja greinarhöfundar.
aukaafsláttur
af lítranum með
ÓB-frelsi
16 stöðvar
sæktu um á
www.ob.is
H
im
in
n
o
g
h
af / SÍA
13:00–13:10 Setning
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri
13:10–13:30 Breyttar áherslur í jafnréttismálum
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir formaður
jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar
13:30–13:50 Stefna Háskóla Íslands gegn mismunun
Baldur Þórhallsson dósent í stjórnmálafræði
13:50–14:10 Skilningur á jafnréttishugtakinu
Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur
14:10–14:30 Jafnrétti og minnihlutahópar
Rannveig Traustadóttir prófessor
14:30–15:00 Kaffihlé
15:00–15:20 Jafnrétti og þjónusta sveitarfélaga – er hægt að
þjónusta alla jafn vel?
Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri
þjónustumiðstöðvarinnar Vesturgarðs
15:20–16:10 Jafnrétti út frá mínum sjónarhóli
Kristín Tómasdóttir nemi, Sigursteinn R. Másson
formaður Öryrkjabandalagsins, Amal Tamini
fræðslufulltrúi, Viðar Eggertsson leikari,
Stefán Benediktsson arkitekt
16:10–16:30 Umræður og fyrirspurnir
Fundurinn er
öllum opinn og
aðgangur ókeypis
Fundarstjóri er
Þóra Arnórsdóttir,
fréttakona
jafnrétti fyrir alla
Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar
heldur fund á Hótel Sögu
föstudaginn 17. febrúar 2006
S p o r n u m g e g n m i s m u n u n
– s t u ð l u m a ð þ á t t t ö k u