Fréttablaðið - 16.02.2006, Side 49

Fréttablaðið - 16.02.2006, Side 49
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Vorl ínan er ko min ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 13 16 02 /2 00 6 Nýja Útilífsbúðin í Kringlunni opnar í mars Fyrir nokkrum árum opnaði Björn Bjarnason, núverandi dómsmála- ráðherra og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, nýja heimasíðu. Þessi síða er afar vel úr garði gerð þar sem hún hentar mjög vel þeim sem til dæmis þurfa að nota stórt letur eða annan búnað til þess að geta lesið það sem þar stendur. Mættu marg- ir taka Björn sér til fyrirmyndar í þessum efnum enda vann hann ötullega að upplýsingasamfélag- inu þegar hann var menntamála- ráðherra. Þannig vill til að ég hef fylgst með Birni í návígi nokkrum sinn- um þegar ég hef setið borgar- stjórnarfundi á vegum F-listans sem varaborgarfulltrúi. Þá geri ég það stundum að gamni mínu að hlusta á borgarstjórnarfundi á netinu og eins útsendingar frá Alþingi. Að undanförnu hefur mér lítt verið skemmt yfir skrifum Björns og uppátækjum hans á net- inu. Þegar tillaga Ólafs F. Magn- ússonar borgarfulltrúa F-listans um verndun Þjórsárvera var sam- þykkt í borgarstjórn 17. janúar sl. greiddu fulltrúar R-listans henni atkvæði. Sjáfstæðismenn sátu hjá með bókun sem sagði það eitt að enn skyldi þráast við að leita uppi fleiri vatnsaflsvirkjanir. Það var óvenju þungt yfir sjálfstæðis- mönnum á borgarstjórnarfund- inum og mikill geðvonskublær enda áttaði ég mig á því að Björn Bjarnason var í hópi þeirra. Á heimasíðu sinni fór Björn offari í garð Ólafs eftir borgar- stjórnarfundinn. Talaði hann um sýndartillögu og fleira í þeim dúr. Björn fór einnig offari þegar Ólaf- ur F. Magnússon flutti tillögu um það í borgarstjórn 1. nóvember sl. að létta ábyrgðum af Reykvíking- um vegna fyrirhugaðrar sölu á eignarhlut borgarinnar í Lands- virkjun. 23. janúar sl. þegar 33 ár voru liðin frá eldgosinu í Heimaey gaus svo upp úr Birni á heima- síðunni hans. Líkaði honum það illa að Sigurjón Þórðarson, einn þingmanna Frjálslynda flokksins, hafði í þinginu gagnrýnt fjáraust- ur frambjóðanda forsætisráð- herra í borgarstjórnarprófkjöri framsóknarmanna og spurt hvort s-hópurinn væri að styrkja fram- bjóðandann. Á heimasíðu sinni lét Björn þess einnig getið að Ólafur F. Magnússon hefði ákveðið það einn að leiða lista Frjálslyndra og óháðra í komandi sveitarstjórnar- kosningum og vonandi yrði það flokknum ekki dýrkeypt. Ætli Björn viti það ekki mæta vel að Ólafur lýsti því yfir að hann vildi leiða F-listann í borginni áfram og að allur borgarstjórnarflokkurinn studdi þann vilja Ólafs eindregið. Síðan hefur miðstjórn flokksins samþykkt það einróma að Ólafur leiði listann í kosningunum í vor ásamt Margréti Sverrisdóttur. Það er gott að Björn finni dulinni góðmennsku sinni þennan farveg í skrifum sínum að senda pólitísk- um andstæðingum hlýjar kveðjur. Hann minnir á gamlan fíl, en þeir eru sagðir geðstirðir með aldrin- um og verða sumir hættulegir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Gos á heimasíðu Björns Bjarnasonar UMRÆÐAN DÓMSMÁLA- RÁÐHERRA OG F-LISTINN GÍSLI HELGASON FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2006 29 Ein af forsendum þess að byggð eflist á landsbyggðinni er bættar samgöngur. Þar eru samgöngur til og frá höfuðstað Norðurlands, Akureyri, engin undantekning. Flýta þarf gerð Vaðlaheiðarganga og þurfa ríkisvaldið og samgöngu- yfirvöld að koma að því máli sem allra fyrst. Vaðlaheiðargöng styrkja ferðaþjónustu og eru til þess fallin að bæta vegasamgöng- ur austur á land verulega. Millilandaflug um Akureyr- arflugvöll er afar mikilvægt og í raun nauðsynlegt til að byggja megi upp ferðaþjónustu á heilsárs- grundvelli þar sem ferðamenn geta átt eftirminnilegar stundir á Norð- urlandi. Miðhálendisvegur styttir vegalengdir til suðvesturhornsins og með tilkomu hans skapast líka möguleiki á hringleið um þjóðveg 1 og nýjan veg t.d. yfir Kjöl. Það er flestum ljóst að þjóðvegur 1, lífæð- in út á land, er víða illa farinn og þolir illa þá umferð sem á hann er lögð í dag. Bætt viðhald er nauð- synlegt og löngu tímabært. Þá er ótalið mikilvægi þess að koma á millilandafraktsiglingum til og frá Akureyri. Slíkt myndi efla þjónustu og verslun á Norð- urlandi, á því leikur enginn vafi. Verslunarfólk á Akureyri gerir sér eflaust ljóst mikilvægi þess að íbúar úr dreifðum byggðum Norð- urlands nýti sér þá þjónustu sem til boða er á Akureyri. Stytting þjóðvegar 1 suður til höfuðborg- arsvæðisins er líka afar mikilvæg framkvæmd, þannig aukast líkur á að fólk geri sér oftar ferðir til Akureyrar og njóti þess sem þar er að finna. Miðhálendisvegur mun opna á möguleika til þess að markaðssetja megi miðhálendið yfir vetrartímann, auk þess að fjölga afþreyingarmöguleikum fólks á sumrin. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar litið er til þess að erlendum ferðamönnum mun fjölga á landinu öllu á næstu árum og þá verður að bjóða upp á vel skipulagða afþreyingu á svæðum sem rúma þá auknu umferð sem framundan er. Allt þetta mun styrkja stoðir atvinnulífsins, ef heimamenn eru vakandi fyrir þeim tækifærum sem verða í boði. Framtíð landsbyggðarinnar velt- ur m.a. á góðum samgöngum. Efl- ing Akureyrar styrkir byggð við Eyjafjörð og Norðurland. Byggð á þeim svæðum treystir verslun og viðskipti á Akureyri. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Framsóknar- flokksins á Akureyri. Akureyri og samgöngur UMRÆÐAN SAMGÖNGUR ELVAR ÁRNI LUND Það er flestum ljóst að þjóðveg- ur 1, lífæðin út á land, er víða illa farinn og þolir illa þá um- ferð sem á hann er lögð í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.