Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 63

Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 63
Talsmaður Tom Cruise og Katie Holmes hefur vísað því algerlega á bug að þau séu að hætta saman. Samkvæmt frétt í tímaritinu Life & Style ætla þau að búa saman þangað til barnið þeirra fæðist. Eftir það munu þau hætta öllum leikaraskapnum og fara hvort í sína áttina í sumar. Cruise er sagður ætla að kaupa hús handa Holmes skammt frá sínu svo hann geti tekið þátt í að ala upp barnið. „Þrátt fyrir illgjarnan fréttaflutn- ing Life & Style hlakkar parið til að lifa hamingjuríku lífi saman sem ein fjölskylda,“ sagði tals- maðurinn. Holmes, sem er 27 ára, og hinn 43 ára Cruise hafa verið trúlofuð síðan í júní í fyrra. Talsmaður tímaritsins segist standa fast við fréttina. Segir hann að heimild- armennirnir séu tveir ónefndir vinir Cruise. Engin sambandsslit CRUISE OG HOLMES Leikaraparið er ekki að hætta saman þrátt fyrir fregnir þess efnis. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Norska hljómsveitin Det Betales heldur tónleika á Broadway á laugardag. Det Betales er talin ein allra besta Bítlalagahljómsveit í heimi og er árlegur gestur á Bítla- hátíðinni í Liverpool. Auk heimaborgar Bítlanna hefur sveitin troðið upp um víða veröld, til að mynda í Þýskalandi, Spáni og Argentínu. Hljómsveitin Hunang hitar upp á Broadway. Húsið verður opnað á miðnætti og stígur Det Beta- les á svið klukkan eitt. Miðaverð er 1.850 krónur auk miðagjalds og fer miðasala fram á midi.is, í verslunum Skífunnar, í BT Akur- eyri og Selfossi, auk Broadway. Bítlasveit á Broadway DET BETALES Norska sveitin þykir með þeim betri í heiminum sem spila lög Bítlanna. Fréttablaðið stendur um þessar mundir fyrir kosningu um hvaða lag sé besta framlagið okkar til Eurovision-keppninnar í tilefni af því að á laugardaginn getur þjóðin valið framlag sitt til keppninnar í Grikklandi í sumar. Viðtökurnar hafa verið vonum framar en í gær höfðu hátt á annað þúsund manns kosið. Það er ljóst að hverjum þykir sinn fugl fagur en nokkur lög eru þegar farin að skera sig úr og því ljóst að það verður hörð barátta fram á síðasta dag. Úrslitin verða kunngjörð á laugardaginn í aukablaði um keppnina sem fylgir Fréttablað- inu en þar kennir margra grasa. Þátttakendur geta átt von á því að vera dregnir út og munu hinir heppnu hljóta vinning frá Senu. Kosningin gengur vel NÍNU-GENGIÐ Ekkert er gefið upp um gengi einstakra laga en það er ljóst að lagið Nína á eflaust eftir að skipa sér í efstu sætin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.