Fréttablaðið - 16.02.2006, Síða 64
44 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI 11 af þeim 30 leik-
mönnum sem myndað hafa kjarna
íslenska landsliðsins í handbolta
undanfarið ár vilja helst sjá Alfreð
Gíslason, fyrrum þjálfara Magde-
burg og verðandi þjálfara Gum-
mersbach í Þýskalandi, taka við
landsliðinu af Viggó Sigurðssyni,
sem nýlega sagði upp störfum.
Þetta eru niðurstöður könnunar
sem Fréttablaðið gerði í vikunni.
Sjö leikmenn vildu helst að
Geir Sveinsson yrði næsti lands-
liðsþjálfari og fimm vildu að Júlí-
us Jónasson tæki við liðinu. Þessir
þrír höfðu nokkra yfirburði í vali
landsliðsmannana, en tveir leik-
menn vildu fá Dag Sigurðsson,
einn vildi fá Atla Hilmarsson og
einn vildi að allt yrði gert til að
halda í Viggó Sigurðsson. Tveir
af þeim leikmönnum sem rætt
var við kusu að deila ekki skoðun
sinni og einn hafði ekki skoðun á
málinu.
Könnunin var gerð á þann veg
að haft var samband við þá 30
leikmenn sem spiluðu flesta lands-
leiki á síðasta ári og þeir spurðir:
„Hvern viltu sjá sem næsta lands-
liðsþjálfara?“ Gerð var krafa um
aðeins eitt nafn á þjálfara og var
valið ekki takmarkað að neinu
leyti, þ.e. velja mátti hvern sem er
í starfið. Fullri nafnleynd var lofað
og því er ekki opinberað hvaða
þjálfara hver og einn leikmaður
vill sjá taka við landsliðinu.
Athygli vakti að margir leik-
manna landsliðsins vilja helst að
það verði teymi tveggja þjálfara
sem stjórni liðinu. Þannig töldu
fimm leikmenn að Geir Sveinsson
og Dagur Sigurðsson yrðu best
til þess fallnir að taka við liðinu
saman. Helstu rökin sem helst
voru nefnd í því samhengi var að
þar fara tveir fyrrum leikmenn
sem hvor hefur sínar áherslur í
íþróttinni og myndu bæta hvor
annan upp að því leyti. Ekki virð-
ist mikið traust vera borið til Dags
sem eina þjálfara liðsins, en eins
og áður segir vilja aðeins tveir
leikmenn sjá hann sem næsta
þjálfara. Fjórir leikmenn vildu sjá
Geir mynda þjálfarateymi lands-
liðsins með Júlíusi og einn vildi að
Dagur og Júlíus tækju saman við
liðinu.
Leiða má líkur að því að Alfreð
hefði fengið fleiri atkvæði í könn-
uninni en raun ber vitni hefði
starfslokum hans hjá Magdeburg
verið öðruvísi háttað. Nokkrir
aðspurðra töldu Alfreð ekki raun-
hæfan valkost vegna samninga
hans við Magdeburg og Gum-
mersbach og völdu því að eigin
frumkvæði annan þjálfara í hans
stað – þjálfara sem HSÍ ætti raun-
hæfan möguleika á að ráða. Könn-
unin var hins vegar gerð áður en
Fréttablaðið sagði frá því í gær
að Alfreð væri að vinna í því að fá
starfslokasamning hjá Magde-
burg til þess að hann ætti mögu-
lega kost á því að taka við íslenska
landsliðinu. Það má því ætla sem
svo að Alfreð hefði verið með mun
meiri yfirburði í kjörinu hefðu
sumir aðspurðra leikmanna ekki
útilokað hann að fyrra bragði.
vignir@frettabladid.is
Flestir leikmenn vilja fá Alfreð
Stærstur hluti þeirra leikmanna sem leikið hafa með landsliðinu í handbolta síðasta ár vill sjá Alfreð Gísla-
son sem næsta þjálfara liðsins. Geir Sveinsson er næstur á óskalista leikmanna og Júlíus Jónasson þriðji.
ALFREÐ GÍSLASON Var í fyrstu ekki talinn
raunhæfur kostur fyrir HSÍ en er nú að
skoða möguleikana á því að gera starfs-
lokasamning við Magdeburg.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LANDSLIÐSMENNIRNIR Hafa langflestir sterkar skoðanir á því hvern þeir vilja fá sem næsta
þjálfara sinn. Alfreð Gíslason er efstur á óskalista flestra.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ATKVÆÐI ÞJÁLFARA
Alfreð Gíslason 11
Geir Sveinsson 7
Júlíus Jónasson 5
Dagur Sigurðsson 2
Atli Hilmarsson 1
Viggó Sigurðsson 1
*Tveir leikmenn vildu ekki segja sína skoð-
un og einn leikmaður hafði ekki skoðun.
> Auðun meiddur
Það vakti athygli margra
að Eyjólfur Sverrisson
landsliðsþjálfari
skyldi ekki velja
Auðun Helgason,
fyrirliða FH, í
landsliðshóp sinn
en Auðun lék
frábærlega með
landsliðinu og FH á
síðasta ári. Að sögn
Ólafs Jóhannessonar,
þjálfara FH, er Auðun
meiddur á hné og
getur ekki leikið
næstu þrjár vikurnar
og þar af leiðandi
kom hann aldrei til
greina í landsliðshóp
Eyjólfs.
KR mætir Krylia í dag
KR mætir rússneska félaginu Krylia
Sovetov í æfingaleik á La Manga á
Spáni í dag en leikinn ber upp á 107.
afmælisdag KR. Með Krylia leikur meðal
annars Andrey Kanchelskis sem gerði
garðinn frægann með Manchester Unit-
ed á árum áður. Leikurinn hefst klukkan
17.00 og verður lýst í KR útvarpinu á
tíðninni FM 98,3.
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í
knattspyrnu fellur um eitt sæti
á nýjum styrkleikalista FIFA
sem birtur var í gær. Liðið nálg-
ast óðum 100. sæti á listanum
en Ísland er í 96. sæti, á undan
Úganda en á eftir Sýrlandi. Fimm
efstu þjóðirnar eru sem fyrr Bras-
ilía, Tékkland, Holland, Argentína
og Frakkland en Spánverjar sem
eru með Íslandi í riðli í undan-
keppni EM eru í sjötta sæti.
Af öðrum þjóðum sem eru með
Íslendingum í riðli í undankeppni
EM eru Danir og Svíar í fjór-
tánda og fimmtánda sæti, Lettar
í 67. sæti, Norður-Írar í því 102.
og Liechtenstein er neðst, situr í
124. sæti.
Trínidad og Tóbagó sem Ísland
mætir í vináttulandsleik í lok
febrúar er í 51. sæti listans og fell-
ur um eitt sæti.
- hþh
Nýr heimslisti FIFA:
Ísland fellur
um eitt sæti
FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Bran-
islav Milicevic er loksins kom-
inn til Keflavíkur eftir langa bið
en nokkurn tíma hefur tekið að
fá atvinnuleyfi fyrir leikmann-
inn og þarf staðfestingu frá KSÍ
á því að leikmaðurinn sé í raun
knattspyrnumaður því fjölmargir
virðast sækja um atvinnuleyfi á
þeim forsendum að þeir séu knatt-
spyrnumenn að því er fram kemur
á heimasíðu Keflavíkur.
Þar með er nánast komin
endanleg mynd á leikmanna-
hóp Keflavíkur fyrir sumarið en
Buddy Farah kemur í lok mars
eða byrjun apríl og Bandaríkja-
maðurinn Geoff Miles verður
síðan til reynslu hjá félaginu í lok
vikunnar en hann er Bandaríkja-
maður sem lék með Haukum.
- hbg
Branislav Milicevic:
Kominn til
Keflavíkur
Íslenski hópurinn sem keppir á
Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu lifir í
vellystingum á staðnum samkvæmt
Guðmundi Jakobssyni aðalfararstjóra
hópsins. „Hér er allt til fyrirmyndar í alla
staði, við erum í fljúgandi gír og mjög
ánægð með lífið hérna í Sestriere,“
sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær
þegar hópurinn var að fagna glæsilegum
árangri Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur
sem náði 23. sæti í brunkeppninni.
„Það er mikið álag á keppendurnar,
sérstaklega eftir brunið þar sem þung
högg leggjast á keppendur en lífið hér
gengur mjög mikið út á æfingar. Við
vöknum fyrir sex á morgnana og erum
komin í fjallið um átta. Eftir æfingar
dagsins fer hópurinn og hjólar aðeins
áður en sjúkraþjálfararnir taka við og
nudda þreytuna úr hópnum og gera
menn tilbúna í slaginn á ný,“ sagði Guð-
mundur og bætti við að Sestriere væri í
1800 metra hæð og því væri nauðsyn-
legt að fara aðeins niður til Tórínó til að
jafna sig á loftlagsbreytingunni.
Keppnisaðstaðan er eins og búast
mátti við, öll hin glæsilegasta fyrir
íslenska hópinn. „Brekkurnar eru
virkilega góðar og þannig úr garði gerðar
að það skiptir ekki höfuðmáli hvar þú
ert í rásröðinni eins og stundum er þar
sem brautin breytist lítið sem ekkert á
milli keppanda sem
er virkilega mikill
kostur,“ sagði Guð-
mundu,r en liðið býr vel
á hóteli í Sestriere.
„Við erum í lokuðu
umhverfi á mjög góðu hóteli. Stærri
liðin eru svo í sérstöku þorpi sem var
byggt fyrir leikana en það er í Tórínó og
ég hef eitthvað heyrt af því að menn
séu að kvarta undan aðstæðum þar
en það er annað uppi á teningnum hjá
okkur. Maturinn er mjög fjölbreyttur
og góður eins og Ítölunum sæmir og
því lifum við hér í vellystingum auk
þess sem það tekur okkur aðeins fimm
mínútur að komast út í brekkuna sem
munar öllu fyrir keppendurnar,“
sagði Guðmundur að lokum, en
bætti við að allur hópurinn væri
mjög þéttur og samstilltur og
hefði það einstaklega gott á
leikunum.
ÍSLENSKI HÓPURINN HEFUR ÞAÐ GOTT Á VETRARÓLYMPÍULEIKUNUM Í TÓRÍNÓ:
Lifa í vellystingum í Tórínó
HANDBOLTI Kjartan Steinbach,
fyrrverandi formaður dómara-
nefndar evrópska handknatt-
leikssambandsins, EHF, segir
að menn hjá sambandinu líti
ummæli serbnesku leikmann-
anna, sem héldu því fram að
þeim hefði verið skipað að tapa
gegn Króötum af þjálfara serb-
neska liðsins, Veselin Vujovic, og
forráðamönnum serbneska hand-
boltasambandsins, mjög alvar-
legum augum.
„Ég hafði samband við félaga
mína hjá sambandinu í morgun
og þeir sögðust vera að rannsaka
málið. Það verður áhugavert að
sjá til hvaða bragðs þeir taka því
ég man ekki eftir neinum reglu-
gerðum sem taka á slíku athæfi,“
sagði Kjartan sem hefur staðið
lengi í eldlínunni og séð ýmis-
legt en hann man ekki eftir álíka
uppákomu. „Þetta er alveg skelfi-
legt ef satt reynist og maður
hallast að því að svo sé því ekki
fara þessir menn að ljúga upp á
sjálfa sig.“ Það var markvörð-
urinn Arpad Sterbik, sem leikur
með Ólafi Stefánssyni hjá Ciudad
Real, sem leysti frá skjóðunni og
þeir eru fáir sem efast um sann-
leiksgildi orða hans.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, sagði að
engin ákvörðun hefði verið tekin
af hálfu HSÍ hvernig bregðast
ætti við þessum fréttum. „Málið
er mjög alvarlegt og við munum
fylgjast með framgöngu þess
áður en við tökum ákvörðun um
framhaldið,“ sagði Einar. - hbg
Handknattleikssamband Evrópu rannsakar meint svik Serba gegn Króötum:
Alveg skelfilegt ef satt reynist
LEIKURINN UMDEILDI Serbinn Arpad Ster-
bik, sem greindi frá gjörðum þjálfara síns,
sést hér að verja víti í leiknum umdeilda
sem fram fór í St. Gallen.NORDICPHOTOS/AFP
Hefur
sé› DV
í dag?
flú
Sex lið berjast
um Bjarna
Guðjóns
Á LEIÐ HEIM TIL ÍSLANDS
2x10-l sið 15.2.2006 20:23 Page 1