Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 72

Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 BYRJAR Í KVÖLD KL 21:00 FYLGSTU MEÐ! X-FILES ���������� ���������� Mataræði Íslendinga er ekki nógu gott. Offita fer vaxandi hér á landi og tíðni áunninnar syk- ursýki eykst mikið. Við borðum allt of mikinn sykur. Og við sem áður nærðumst á fiski erum hætt því. VIÐ Íslendingar borðum allra þjóða minnst af grænmeti og ávöxtum. Það hefur verið rann- sakað. Og það er ekki vegna þess að krökkum finnist ávextir og grænmeti vont. Alls ekki. Flestum finnst það gott. ÉG held að ástæðan fyrir þessu sé fyrst og fremst verðið. Þetta er svo ógeðslega dýrt hér á landi. Fólk tímir ekki að kaupa þetta. Og svo eru gæðin ekki alltaf góð. Fyrsta flokks vörur kosta svaka- lega mikið. Ódýrt er oft bara annað orð yfir lélegt. Epli er ekki alltaf það sama og epli. Og margir hafa brennt sig á að kaupa innpakkaða ávexti sem líta vel út en reynast svo linir og myglaðir þegar pakk- inn er opnaður. Ég veit ekki af hverju þetta er svona dýrt en mig grunar að það sé vegna tolla og kostnaðar við innflutning. ÞAÐ þarf að auka fræðslu um matreiðslu á grænmeti. Það er nefnilega hægt að matreiða það á ýmsa vegu. Það þarf ekki endi- lega að sjóða það. Það er hægt að steikja rófur. Ég er til dæmis bara nýverið búinn að uppgötva sætar kartöflur. Oft kaupi ég líka frosið grænmeti og steiki það á pönnu upp úr indverskri sósu. Það er mjög gott. NEYSLA á ávöxtum og grænmeti bætir heilsu okkar og vellíðan. Grænmeti og ávextir eru góður matur. Það er algjörlega fáránlegt að þessar vörur skuli vera svona dýrar. Það sem ríkið græðir á toll- um af grænmeti og ávöxtum tapar það margfalt aftur í offitu og heil- brigðisvandamálum. Ég held að ríkið myndi græða mest á því að niðurgreiða grænmeti og ávexti. Væri ekki hægt að flytja tollana af grænmeti og ávöxtum yfir á sykur og tilbúna rétti? Ég held að heilsu- far þjóðarinnar myndi þá skána mikið. MATARÆÐI barna er á ábyrgð foreldra. Margir foreldrar hugsa mikið um eigin heilsu, æfa stíft og borða hollt en hafa ekki sama áhuga á börnunum sínum. Ég skora á foreldra og stjórnvöld að krefjast breytinga á þessu. Heils- an okkar er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Börnin okkar eiga rétt á því að fá almennilegan mat að borða. Grænmeti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.