Fréttablaðið - 03.03.2006, Page 24

Fréttablaðið - 03.03.2006, Page 24
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.403 -1,75% Fjöldi viðskipta: 633 Velta: 4.506 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 55,30 -1,43% ... Alfesca 4,00 -2,44%... Atorka 6,05 -1,63% ... Bakkavör 52,00 -3,17% ... Dagsbrún 6,53 -2,83% ... FL Group 26,00 -2,26% ... Flaga 3,85 +0,00% ... Íslandsbanki 20,10 -1,47% ... KB banki 921 -1,715% ... Kögun 66,50 +0,00% ... Landsbankinn 28,00 -1,75% ... Marel 68,30 -0,73% ... Mosaic Fashions 17,10 -1,16% ... Straumur-Burða- rás 19,00 -1,55% ... Össur 110,50 -3,91% MESTA HÆKKUN HB Grandi +0,51% MESTA LÆKKUN Össur -3,91% Bakkavör -3,17% Dagsbrún -2,83% VIÐSKIPTI Brú Venture Capital, fjárfestingarfélag í eigu Straums -Burðaráss fjárfestingabanka, hefur selt 38 prósenta hlut sinn í tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Kaup- andi er NP ehf., félag í eigu Novat- ors, fjárfestingarfélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Björgólfur Thor á stóran hlut í Straumi-Burðarási. Söluverðið er ekki gefið upp en Gísli Hjálmtýsson, framkvæmda- stjóri Brúar, segir söluna í sam- ræmi við þá stefnu að selja eignir úr eldra eignasafni félagins, sem er í raun tvískipt. Eldri hlutinn var stofnaður upp úr Íslenska hug- búnaðarsjóðnum, Talentu og fleir- um, en svo er sjóðurinn Brú 2, sem er í eigu Straums og lífeyrissjóða og leggur áherslu á nýjar fjárfest- ingar. Aðalfundur CCP, sem bjó til netleikinn EVE Online, verður haldinn síðar í þessum mánuði og má þá búast við mannaskiptum í stjórn, að sögn Gísla, en eignar- hlutur Brúar hefur tryggt félag- inu tvo af fimm stjórnarmönnum. „Við óskum nýjum eigendum til hamingju með kaupin, enda teljum við CCP eiga mikla mögu- leika og bjarta framtíð,“ segir Gísli og áréttar að tekist hafi að tryggja rekstrarstöðu CCP bæði á kostnaðarhliðinni, en einkum með fjölgun áskrifenda, sem nú séu yfir 100 þúsund talsins. - óká 38 prósent hlutafjár í fyrirtækinu sem framleiðir Eve Online skiptir um hendur: Novator kaupir CCP af Brú HILMAR V. PÉTURSSON Hilmar er fram- kvæmdastjóri CCP, sem hyggur á landvinn- inga á heimsvísu og horfir sérstaklega til Kína í þeim efnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lítil útgáfa ríkisvíxla vinnur á móti vaxta- hækkunum Seðlabank- ans. Ríkissjóður á nóg af peningum og Lánasýsla ríkisins gefur því ekki út víxla nema til að halda í horfinu. Vextir ríkisvíxla eru komnir undir vexti á reikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum. „Auðvitað er þetta mjög bagalegt og truflar miðlunarferli peninga- stefnunnar þegar ekki eru til þau bréf sem vextir Seðlabankans þurfa að miðlast í gegnum og alvarlegt vandamál fyrir peninga- stefnuna,“ segir Arnór Sighvats- son, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Í síðasta útboði ríkisvíxla, sem fram fór í byrjun vikunnar lækk- uðu vextir þeirra um 50 punkta. Skortur á ríkispappírum hefur valdið því að vextir þeirra fara langt undir vexti á millibanka- markaði og staðan er nú þannig að vextir á ríkis- víxlum eru komnir undir vexti á reikningi ríkis- sjóðs í Seðlabankanum. „Það má hins vegar segja að ríkið hafi ákveðnar skyld- ur á þessu sviði og sjái til þess að fljótandi markaður sé með þessi bréf. Þá er ákveðið vandamál að ríkisstjórnin skuli ekki hafa þörf fyrir þessa útgáfu, en það gæti verið þess virði að halda þessum markaði í gangi. Útgáfan má ekki eingöngu taka mið af þörfum rík- issjóðs, heldur þarf líka að taka mið af þörfum markaðarins,“ segir hann og bætir við málið sé enn til umræðu innanhúss í Seðlabankan- um. Þórður Geir Jónasson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, segir lánsfjár- þörf ríkisins nálægt því enga og því sé ekki þörf á útgáfu ríkis- víxla. „Þetta er velgengnisvanda- mál fyrir skuldabréfaútgáfu. Í ár gefum við ekki út neinar nýjar skuldir heldur höldum bara í horf- inu og breytum samsetningunni á lánasafninu þannig að við styrkjum þessa tvo mark- flokka ríkisbréfa. Til þess færum við einhverja 10 milljarða króna úr ríkisvíxl- um yfir í ríkisbréf, af skamm- tímamarkaði á langtímamark- að,“ segir Þórður og kveður þetta skapa ákveðin vandamál fyrir fjárfesta sem þurfa að hafa rík- isvíxla í eignasafni sína, eins og til dæmis verðbréfa- sjóði. „Þarna er því hörð samkeppni og í raun svo hörð að kjörin á víxlunum sem við erum nú að bjóða eru þannig að vextir sem við greiðum af þeim eru lægri en vextir sem við fáum á reikn- ingi ríkisins í Seðlabankanum.“ Þórður Geir segist ekki telja að lágir vextir í útboði ríkisvíxla hafi teljandi áhrif á peningastefnu Seðlabankans. „Þetta er ekki mikið magn, einhverjir fimm milljarðar. Bankastofnanir og aðrir eiga þess kost að kaupa innstæðubréf í Seðlabankanum sem bera töluvert hærri vexti en þetta. Fyrir bank- ana sjálfa eru þessi bréf ekki í neinni samkeppni við stýritæki Seðlabankans. Þessi markaðs- brenglun kemur meira til, að ég tel, vegna verðbréfasjóðanna.“ Hann segir stöðuna í útgáfu ríkis- víxla hafa verið rædda í nóvember og desember síðastliðnum og stefnan ákveðin fyrir árið. „Þá stóð valið á milli þess að halda skuldabréfamarkaði í sæmi- legu gengi og styrkja mark- flokka ríkisbréfa, eða horfa frekar á skamm- tímamarkaðinn,“ segir hann og bætir við að niður- staðan hafi verið sú að skuldabréfamarkaðurinn skipti meira máli. „Ríkisjóður er bara í mjög góðri stöðu og þá verð- ur að vega og meta hvort afla eigi fjár sem fer svo bara að sofa í Seðlabankanum.“ olikr@frettabladid.is Ríkið truflar peninga- stefnu Seðlabankans Í SEÐLABANKANUM Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, svarar spurning- um þegar síðast voru kynntar breytingar á stýrivöxtum meðan Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri horfir á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jón Þorsteinn Jónsson, einn af eig- endum Saxhóls og stjórnarfor- maður í SPV, vísar því algörlega á bug að félagið hafi fjármagnað kaup annarra aðila á stofnfjárhlut- um í SPH eins og kemur fram í gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum og birti á fimmtu- daginn. Í tilkynningu frá Fjármálaeft- irlitinu til ríkislögreglustjóra eru ábendingar um möguleg brot A. Holding SA og Haga, dótturfélaga Baugs, Byggs ehf., Saxhóls ehf. og Íslensk-ameríska ehf. og beinist rannsókn efnahagsbrotadeildar á meintum ólöglegum viðskiptum beinist meðal annars að því. Saxhóll keypti tvo stofnfjár- hluti í SPH í nóvember fyrir 180 milljónir króna sem samsvarar rúmum 4,5 prósentum stofnfjár. „Við greiðum fyrir þá á lögmanns- stofu [Lögmanna Laugardal] og ég fékk greiðslukvittun fyrir kaupunum. Síðan átti að málið að fara fyrir stjórn SPH til sam- þykkis.“ Lögmannsstofan var milliliður milli kaupanda og selj- enda. Einhverjar tafir urðu á því að ganga frá endanlegu framsali, sem fór fyrir stjórn SPH, og telur Jón að Fjármálaeftirlitið hafi ekki viljað heimila frekari framsöl. Fjármálaeftirlitið óskaði eftir skýringum frá Saxhóli og fékk greiðslukvittunina í hendur. „Við áttum einungis viðskipti með stofnbréf eins og gengur og gerist á hverjum degi á Íslandi. Þetta er bara fjárfesting, enda er Saxhóll fjárfestingafélag.“ - eþa Hafna ásökunum um misferli í SPH Eigendur Saxhóls vísa á bug ásökunum um að félagið hafi staðið í fjármögnun á kaupum annarra í SPH. Áttu einungis viðskipti með tvo hluti. Vinsælt sem Ericsson Hlutabréf í FlyMe, sænska lággjaldaflugfélaginu, hafa hækkað um 300 prósent frá áramótum og hafa verið svo vinsæl meðal fjárfesta að veltan hefur verið álíka mikil og með hlutabréf í Ericsson. Gríðarlegar hækkanir á hlutabréfaverði og umfangs- mikið og flókið hlutafjárútboð hafa valdið mörgum miklum heilabrotum, meðal annars hjá fjölmörgum íslenskum fjárfestum og verðbréfamiðlurum. Þá var hlutaféð tífaldað og fengu þeir, sem áttu forkaups- rétt, að kaupa ný bréf á genginu þrír aurar sem var verulegur afsláttur frá þáverandi markaðsgengi. Margir sem keyptu sér hlutabréf í FlyMe á þessum tíma gerðu sér ekki grein fyrir því að þátttökuréttur í útboðinu var liðinn og keyptu því köttinn í sekkn- um. Þeir sem seldu áttu hins vegar „kaupréttinn“ – seldu hátt og keyptu lágt! Óttinn við breytingar Gömlu hlutabréfin og þau nýju hafa ekki runnið saman í eitt en það gerist á næstunni. Þannig eru tvenns konar viðskipti í gangi á sænska Nýja-Mark- aðnum þótt um sömu bréfin sé að ræða. Gömlu bréfin kosta 8 aura en nýju hlutabréfin 6 aura. Þannig er hægt að kaupa nýju bréfin á 25 prósenta lægra verði. Afslátturinn var reyndar mun meiri í síðustu viku þegar nýju bréfin seldust á 7 aura en þau gömlu á ellefu. Hlutabréfa- sérfræðingur segir í viðtali við Dagens Industri að óvissan við breytinguna þegar öll hlutabréf FlyMe renna saman í eitt kunni að skýra þennan mark- aðsbrest; fjárfestar átti sig ekki á því hvert gengi bréfanna verði eftir samrunann. Peningaskápurinn... Magnús V. Snædal, sem starfaði sem sölustjóri hjá Þekkingu, hefur verið ráðinn nýr forstjóri Tækni- vals og tekur við af Sigrúnu Guð- jónsdóttur. „Þetta er mjög spenn- andi tækifæri. Við höldum að Tæknival eigi mikið inni og sjáum fram á aukna veltu og sölu á lausn- um fyrir fyrirtæki.“ Að sögn Stefáns Jóhannesson- ar, stjórnarformanns Eignarhalds- félagsins Byrs sem keypti Tækni- val ásamt öðrum fjárfestum, vænta nýir eigendur þess að fyrir- tækið skili hagnaði á þessu ári. Umtalsvert tap varð á rekstri félagsins á síðasta ári til viðbótar við tap fyrri ára. Stefán segir að efnahagur félagsins verði styrkt- ur, enda muni viðsnúningur kosta peninga. Velta félagsins var um 1,1 milljarður á síðasta ári. Áfram verður unnið að þeim aðgerðum sem ráðist var í undir stjórn fyrri eigenda. Félagið mun einbeita sér að fyrirtækjamarkaði og lausnum fyrir þau. Leigu- samningur Tæknivals í Skeifunni er laus og er í skoðun að flytja höfuðstöðvar félagsins. - eþa Tæknival ætti að skila hagnaði í ár Beinn eignarhlutur FL Group ásamt framvirkum samningum er kominn í 9,4 prósent af hlutafé Finnair. FL Group hefur verið að auka hlut sinn jafnt og þétt í finnska flugfélaginu undanfarnar vikur. Næststærsti hluthafinn í Finnair er Straumur með um ell- efu prósenta hlut þannig að íslensku fyrirtækin eiga nú um fimmtung alls hlutafjár í finnska flugfélaginu. Finnska ríkið er eftir sem áður stærsti eigandinn en hlutur þess er um 58 prósent. - eþa Fimmtungur í Finnair STEFÁN JÓHANNESSON STJÓRNARFORMAÐUR OG MAGNÚS V. SNÆDAL NÝR FORSTJÓRI Nýir eigendur og stjórnendur Tæknivals koma meðal annars frá Þekkingu. MARKAÐSPUNKTAR Hagnaður fasteignafélagsins Stoða hf. nam rúmum 2 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er 766 milljónum króna minna en árið á undan. Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,50 prósentum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að þremur stærstu bönkum landsins hafi tekist á síðast- liðnum þremur árum að bregðast með betri hætti við sveiflum á gengis- og vaxtamarkaði hér á landi. Þá ítrekar matsfyrirtækið fyrra mat sitt á lánshæfismati ríkissjóðs þar sem horfur breyttust úr stöðugum í neikvæðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.