Fréttablaðið - 03.03.2006, Page 32

Fréttablaðið - 03.03.2006, Page 32
[ ] Húsgögn og handunnar gjafa- vörur frá Indónesíu eru aðals- merki verslunarinnar Bungu. Á horni Laugavegar og Klappar- stígs, þar sem verslunin Hygea var áður, er nú komin ný búð. Hún heitir Bunga - Handicraft gallery. „Bunga þýðir blóm,“ segir afgreiðslumaðurinn brosandi. Hann heitir Einar Þór Ólason og reynist vera eigandi verslunarinn- ar, ásamt konu sinni Lucky R. Óla- son. Þarna eru gjafavörur úr kopar, messingi, áli, taui og fleiri efnum. Að sögn Einars er ekkert af verksmiðjuframleiddum munum í búðinni heldur eru vör- urnar handunnar. Vegleg húsgögn úr tekki og mahóní fást líka í Bungu og boðin er frí heimsend- ing á þeim. „Okkur finnst sjálf- sagt að láta flytja vörurnar heim til fólks þegar um jafn þunga hluti og húsgögn er að ræða,“ segir Einar. Einungis er flutt inn eitt stykki af hverju húsgagni þannig að engin tvö eru eins. „Þegar við förum út að ná í meira komum við með eitthvað alveg nýtt,“ lofar Einar Þór. Bunga þýðir blóm Koparljós á veggina kostar 11.500. Þessi guli lampi er óneitanlega glæsilegur. Hann kostar 36.000. Koparvasar fást í ýmsu formi í Bungu og kosta frá 8.500. Salatsett úr áli kostar 5.800 Eigendur Bungu, þau Einar Þór Ólason og Lucky R. Ólason, fara sjálf út til Indónesíu að velja vörurnar í verslunina. Lopapeysur Stuttar, þröngar með rennilás Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 • sími: 552 1890 www.handknit.is Full búð af vorfatnaði Laugaveg 56 • Sími 551 7600 Diza Ingólfsstræti 6 • www.diza.is opið 11-18 virka daga • 12-16 laugardaga Diza ehf er lífsstílsverslun sem selur bútasaumsefni, prjónagarn og fatnað fyrir konur sem vilja skapa sér og sínum huggulegt umhverfi og fallegan fatnað til að njóta þess í. Tilboðsverð á bútasaumsbókum föstudag og laugardag. Síðustu afsláttardagar á Lopa! SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5 SÍMI 551 5215 Vor vörurnar komnar 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Afgreiðslutími Á löngum laugardegi er opið lengur en vanalega í miðbænum eins og nafnið gefur til kynna. Verslanirnar eru opnaðar ýmist klukkan tíu eða ellefu að morgni og verður ekki lokað fyrr en fimm síðdegis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.