Fréttablaðið - 03.03.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 03.03.2006, Síða 66
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR50 David Beckham sagði í gær að eitt-hvert yfirnáttúrulegt afl hefði leitt hann í gegnum lífið og haft stór áhrif á allar þær ákvarðanir sem hann hefur tekið á knattspyrnuferlin- um. „Það er eitthvað þarna sem fylgist með mér og dæmir gjörðir mínar. Ég trúi því að einhver yfirnáttúrulegur kraftur búi í öllum,“ sagði Beckham. Christian Christianssen, danski sóknarmaðurinn í herbúðum Fylkis, er handarbrotinn og verður frá æfingum og keppni næstu 10 daga. Christianssen er með brotna pípu sem þykir minni háttar handarbrot. Englandsmeistarar Chelsea leiða kapphlaupið um heitasta fenginn fyrir næsta sumar, miðjumanninn Michael Ballack. Þjóðverjinn verður samningslaus í sumar og mun yfirgefa Bayern München sem hann kom til árið 2002 frá Leverkusen. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við munum halda áfram að ræða við Chel- sea. Það er mikill áhugi hjá báðum aðil- um og Chelsea er líklegasti kosturinn,“ segir umboðsmaður leikmannsins. Þó að flest bendi til þess að Sir Alex Ferguson og Roy Keane hafi skilið í illu þá stöðvar það ekki Fergie frá því að mæra gamla fyrirliðann sinn í bak og fyrir og spá honum miklum frama sem knattspyrnustjóra. „Hann er mjög hvetjandi og ákveð- inn karakter. Ég sé margt af mér í Roy og öfugt. Hann stóð sig frábærlega hjá mér og er sá besti sem ég hef þjálfað,“ sagði Ferguson. ÚR SPORTINU KÖRFUBOLTI Stórstjarnan Allen Iverson var ekki valin í 22 manna æfingahóp bandaríska körfu- boltalandsliðsins fyrir HM í körfu- bolta sem fram fer næsta sumar. 15 munu síðan fara á HM en mótið fer fram í Japan að þessu sinni. „Ég var einfaldlega ekki val- inn. Ég er hvorki bitur né svekkt- ur. Í staðinn fæ ég að eyða meiri tíma með fjölskyldunni í sumar sem er frábært. Ég vona samt að liðið næli í gullverðlaun,“ sagði Iverson sem fór fyrir liði Banda- ríkjamanna sem olli gríðarlegum vonbrigðum á Ólympíuleikunum í Aþenu. - hbg Allen Iverson: Komst ekki í landsliðið ALLEN IVERSON Spilar ekki með landsliðinu á HM í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Intersport-deild karla: GRINDAVÍK-NJARÐVÍK 116-112 Stig Grindavíkur: Jeremiah Johnson 44, Þorleif- ur Ólafsson 30, Páll Axel Vilbergsson 22, Nedsad Biberovic, Davíð Hermannsson 6, Páll Kristinsson 3, Björn Brynjólfsson 3, Helgi Jónas Guðfinsson 2. Stig Njarðvíkur: Jeb Ivey 30, Brenton Birmingham 23, Jóhann Ólafsson 18, Friðrik Stefánsson 13, Guðmundur Jónsson 12, Egill Jónasson 7, Halldór Karlsson 6, Ragnar Ragnarsson 3. SNÆFELL-KR 59-63 Stig Snæfells: Magni Hafsteinsson 21 (5 af 7 í þriggja), Igor Belenski 15 (11 fráköst) Stig KR: Pálmi Sigurgeirsson 18 (5 stolnir), Melvin Scott 17 (10 frák., 7 stoðs.). HÖTTUR-SKALLAGRÍMUR 87-98 Stig Hattar: Milojica Zekovic 23, Eugene Cristop- her 21, Peter Gecelovsky 19(6 varin ), Loftur Þór Einarsson 13, Viðar Örn Hafsteinsson 10. Stig Skallagríms: Jovan Zdravevski 30, Dimitar Karadzovski 30, Pétur Már Sigurðsson 16. HAMAR/SELFOSS-ÞÓR 87-85 Stig Hamars/Selfoss: Clofton Cook 32, Friðrik Hreinsson 12. Stig Þórs: Helgi Margeirsson 23, Hrafn Jóhannes- son 10. KEFLAVÍK-FJÖLNIR 97-91 Ekki fengust upplýsingar um stigahæstu menn áður en blaðið fór í prentun. ÍR-HAUKAR 83-80 Ekki fengust upplýsingar um stigahæstu menn áður en blaðið fór í prentun. STAÐAN: NJARÐVÍK 20 16 4 1763-1451 32 KEFLAVÍK 20 16 4 1816-1668 32 KR 20 14 6 1674-1556 28 GRINDAVÍK 20 13 7 1939-1732 26 SKALLAGR. 20 13 7 1779-1598 26 SNÆFELL 20 12 8 1669-1589 24 Intersport-deild kvenna: HAUKAR-KR 102-51 Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 23, Pálína Gunn- laugsdóttir 15, Sigrún Ámundadóttir 15. Stig KR: Vanja Pericin 15. LOGI MEÐ 43 STIG Logi Gunnarsson var í miklu stuði og skoraði 43 stig fyrir lið sitt Bayeruth í þýsku 2. deildinni í fyrrakvöld en þá sigraði liðið Breitengusbach 111- 105. Logi var langstigahæstur á vellinum. ÚRSLIT GÆRDAGSINS KÖRFUBOLTI Grindvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og öllu heppnari en Njarðvíkingar en þeim gekk illa að láta skot sín rata rétta leið. Grindvíkingar voru bar- áttuglaðari en fyrsti leikhluti var jafn og spennandi. Í öðrum leik- hluta dró meira í sundur hjá liðun- um þar sem Grindvíkingar tóku yfirhöndina og voru þeir ávallt skrefinu á undan. Þjálfarar liðanna voru báðir óhressir með dómarana á köflum en spennustigið var hátt, innan sem utan vallar. Þessir erkifjend- ur börðust af miklum krafti og ósjaldan hentu menn sér á eftir boltanum sem skipti oft sköpum. Áhorfendur tóku engan þátt í leiknum fyrr en undir lok annars leikhluta þegar Grindvíkingar röðuðu niður körfunum en í honum skoruðu þeir 36 stig gegn 22 stig- um Njarðvíkinga. Jeremiah Johnson fór fyrir Grindvíkingum allan leikinn og spilaði frábærlega. Auk þess að skora 44 stig stal hann boltanum, tók fráköst og fann samherja sína hvað eftir annað. Njarðvíkingar réðu ekkert við Bandaríkjamann- inn sem lék við hvern sinn fingur og var lykillinn að sigri Grindvík- inga. Njarðvíkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik en Grind- víkingar gáfu ekkert eftir. Gest- irnir löguðu stöðu sína með betri varnarleik í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi og Jeb Ivey jafnaði úr þriggja stiga skoti þegar átta sek- úndur oru eftir og tryggði Njarð- víkingum framlengingu þar sem spennan var í algleymingi. Njarðvíkingar byrjuðu betur og jafnt var á nánast öllum tölum en Grindvíkingar höfðu þrem stig- um yfir þegar hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar gátu jafnað en tvö þriggja stiga skot þeirra geiguðu og Grindvíkingar tryggðu sér sigurinn. „Við vorum lélegir í venjuleg- um leiktíma. Varnarleikurinn var slakur og ég er alls ekki ánægður með það. Það voru margir skrítnir dómar í þessum leik og ég var sér- staklega ósáttur í framlenging- unni en heilt yfir voru þetta lík- lega jafn mörg mistök á báða bóga,“ sagði Einar Árni Jóhanns- son, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik- inn. „Þetta var rosalegur körfu- boltaleikur sem bauð upp á allt sem góður íþróttaviðburður hefur upp á að bjóða. En ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur af mínu liði að stíga upp. Svona leikir gefa körfuboltanum aukið gildi fyrir áhorfendur og það er alltaf gaman að vinna svona leiki, það er jafn skemmtilegt og það er leiðinlegt að tapa þeim,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. hjalti@frettabladid.is Grindavík hafði betur í rosalegum körfuboltaleik Grindvíkingar unnu topplið Njarðvíkur í Iceland-Express deild karla í gærkvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram lokaúrslitin, 116-112. FÓTBOLTI Framarar eru Reykja- víkurmeistarar í knattspyrnu eftir sannfærandi 2-0 sigur á Víkingi í Egilshöllinni í gær- kvöld. Sigur Fram var sann- gjarn og eftir að hafa náð 2-0 forystu í fyrri hálfleik varðist liðið fimlega í þeim síðari og hélt hreinu. Það var Þorbjörn Atli Sveins- son sem skoraði fyrsta markið af stuttu færi þegar skammt var liðið af leiknum en Ingvar Óla- son bætti við öðru markinu með skoti beint úr aukaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Fram, sem spilar í 1. deildinni á næstu leiktíð, var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik gegn úrvalsdeildarliðinu Vík- ingi en dæmið snerist við í þeim síðari þar sem þeir röndóttu reyndu sitt besta til að minnka muninn, án árangurs. Næstur komst Grétar Sigfinnur Sigurðs- son en skot hans hafnaði í stöng- inni um miðbik hálfleiksins. Úrslitin í Reykjavíkurmótinu í fótbolta réðust í gær: Fram sigraði örugglega REYKJAVÍKURMEISTARAR Gunnar Sigurðsson og Helgi Sigurðsson tóku glaðbeittir á móti sigurlaununum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JEB IVEY Var bestur Njarðvíkinga í gærkvöldi og skoraði 30 stig. Hér sést hann skora eina af körfum sínum án þess að Páll Axel Vilbergsson komi vörnum við. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.