Fréttablaðið - 27.03.2006, Page 4

Fréttablaðið - 27.03.2006, Page 4
4 27. mars 2006 MÁNUDAGUR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express DAVID BECKHAM Í LONDON David Beckham stofnaði nýverið fótboltaskóla í sínu nafni þar sem strákum og stelpum á aldrinum 13-15 ára gefst tækifæri til þess að æfa fótbolta við bestu aðstæður undir leiðsögn nokkurra af reyndustu þjálfurum yngri flokka á Englandi. Flug og skattar, íslensk fararstjórn, allar rútuferðir, skólinn sjálfur, sokkar, stuttbuxur, bolur, fótboltaskór og íþróttagalli, allt merkt David Beckham fótboltaskólanum, ásamt öllu fæði. Hægt er að vera í 3 daga eða 5 daga í skólanum. FÓTBOLTASKÓLI 79.900 kr. 99.900 kr. INNIFALI‹: VERÐ: 3 dagar, brottför 26. júlí 5 dagar, brottför 30. júlí Bandaríkjadalur 73,3 73,64 Sterlingspund 127,01 127,63 Evra 87,7 88,2 Dönsk króna 11,754 11,822 Norsk króna 11,005 11,069 Sænsk króna 9,359 9,413 Japanskt jen 0,62 0,6236 SDR 105,12 105,74 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 24.3.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 122,9995 SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins nefna flestir Reykvíkingar nafn Vilhjálms Þ. Viljálmssonar, spurð- ir hvern þeir vilji sjá sem næsta borgarstjóra. 40,5 prósent þeirra sem taka afstöðu segjast nú vilja að Vilhjálmur verði borgarstjóri en 37,9 prósent nefndu nafn hans í síðustu könnun blaðsins sem gerð var 21. janúar. Fylgi Vilhjálms hefur því aukist um 2,6 prósentu- stig. Heldur fleiri karlmenn vilja að Vilhjálmur verði borgarstjóri en konur, eða 47,8 prósent karla og 31,6 prósent kvenna. Líkt og í könnun blaðsins í jan- úar nefna nú næstflestir nafn Dags B. Eggertssonar. Nú segjast 36,4 prósent vilja fá Dag sem næsta borgarstjóra en í síðustu könnun voru það 21 prósent. Fylgi Dags hefur því aukist um 15,4 prósentustig, en prófkjöri Sam- fylkingar var ekki lokið þegar síðasta könnun var framkvæmd. Líkt og spáð hafði verið þegar könnun blaðsins var birt í janúar, fer megin þungi stuðnings sem áður var við Steinunni Valdísi og Stefán Jón til Dags, sem efsta mann á lista Samfylkingar. Fleiri konur vilja að Dagur en Vilhjálm- ur verði næsti borgarstjóri. 41,9 prósent kvenna nefndu Dag, en 31,7 prósent karla. Mikill munur er á efstu tveim mönnum og þeim sem koma þar á eftir. Í þriðja sæti er Stefán Jón Hafstein, sem hefur 4,7 prósenta fylgi nú, en 10 prósent nefndu nafn hans í síðustu könnun. Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, núver- andi borgarstjóri, er í fjórða sæti og nefna 3,8 prósent nafn hennar. Í fimmta sæti er Gísli Marteinn Baldursson og nefna 3,5 prósent nafn hans. Í sjötta sæti er svo efsti maður Framsóknarflokks, en 3,2 prósent nefna nafn Björns Inga Hrafnssonar. Ef einungis er litið til þeirra fimm sem oftast eru nefndir, eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks nefnd- ir í 44 prósentum tilvika, en full- trúar Samfylkingar nefnd í 44,9 prósentum tilvika. Ef reiknaður er stuðningur við hvern flokk vilja tæp 47 prósent að einhver flokksbundin samfylk- ingarmanneskja verði næsti borg- arstjóri. Tæp 46 prósent nefna ein- hvern úr hópi sjálfstæðismanna. Þetta er mjög svipað hlutfall og í síðustu könnun blaðsins. Rúm þrjú prósent nefna nafn framsóknarmanns. Rúm tvö pró- sent nefna einhvern úr hópi Vinstri grænna og tæpt prósent vill fá einhvern úr Frjálslynda flokkn- um. Tæpt eitt og hálft prósent nefna einhvern sem ekki starfar fyrir stjórnmálaflokk. Hringt var í 600 Reykvíkinga laugardaginn 25. mars og skiptust svarendur jafnt milli kynja. Spurt var „Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri í Reykjavík?“ 56,8 prósent tóku afstöðu til spurning- arinnar, aðeins fleiri en í síðustu könnun þegar 51,5 prósent tóku afstöðu. svanborg@frettabladid.is Flestir Reykvíkingar vilja Vilhjálm Þ. sem borgarstjóra Flestir Reykvíkingar nefna Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita Sjálfstæðisflokks, þegar spurt er hvern þeir vilji sjá sem næsta borgarstjóra. Næstflestir nefna Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingar. Tæplega sex prósent nefna nafn einhvers sem starfar í Framsóknarflokknum eða Frjálslynda flokknum. ÞESSI VORU LÍKA NEFND Björn Ingi Hrafnsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Davíð Oddsson Svandís Svavarsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir Össur Skarphéðinsson Steingrímur J. Sigfússon Þórólfur Árnason Guðrún Ásmundsdóttir Sjón Ögmundur Jónasson Ólafur F. Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Dagur B. Eggertsson Stefán Jón Hafstein Gísli Marteinn Baldursson HVER VILT ÞÚ AÐ VERÐI NÆSTI BORGARSTJÓRI? 18 ,0 % 37 ,9 % 40 ,5 % 4, 3% 21 ,0 % 36 ,4 % 20 ,8 % 10 ,0 % 4, 7% 10 ,9 % 13 ,9 % 3, 8 % 23 ,9 % 5, 2% 3, 5% Könnun 29. ágúst 2005 Könnun 21. janúar 2006 Könnun 25. mars 2006 Peningum stolið Brotist var inn í Sölufélag A-Húnvetninga á Blönduósi í fyrrinótt. Peningum var stolið og rúða brotin. Enginn liggur undir grun og er málið í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR SVEITARSTJÓRNARMÁL Börnum undir 18 mánaða verður tryggð leik- skólavist ef Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði nær forystu í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þetta var meðal þess sem kom fram á kynningarfundi flokksins í gær. Af öðrum kosningaloforð- um flokksins má nefna að nýtt hjúkrunarheimili verður byggt á Völlum, miðstöð öldrunarþjón- ustu komið á fót á Sólvangi og kvikmyndahús og skautahöll byggð. Enn fremur verði félags- leg heimaþjónusta stórefld og átak gert í samgöngumálum í og við Hafnarfjörð. Fyrsta sæti listans skipar Har- aldur Þór Ólason framkvæmda- stjóri og bæjarfulltrúi. Í öðru sæti situr Rósa Guðbjartsdóttir framkvæmdastjóri og Almar Grímsson varabæjarfulltrúi í því þriðja. - mþþ Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði: Kvikmyndahús aftur í bæinn STEFNUMÁLIN KYNNT Almar Grímsson, Har- aldur Þór Ólason og Rósa Guðbjartsdóttir skipa efstu sæti listans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Baugur Group heldur áfram að auka hlut sinn í bresku verslunarkeðjunni Woolworths og hefur nú eignast tíu prósent hluta- fjár. Markaðsvirði hlutarins er um sjö milljarðar króna. Woolworths birtir uppgjör á næstu dögum og er því spáð að félagið skili 50-60 milljóna punda hagnaði fyrir síðasta ár. Sérfræðingar á breskum mark- aði telja ekki ólíklegt að Baugur auki við hlut sinn á næstunni. Áhugi Íslendinga á Woolworths takmarkast ekki bara við Baug því KB banki hefur keypt nokkur pró- sent fyrir sína viðskiptavini. - eþa Umsvifamiklir í Woolworths: Baugur bætir við hlut sinn LOS ANGELES, AP Meira en hálf millj- ón manna tók þátt í mótmæla- göngu í Los Angeles á laugardag- inn til þess að krefjast þess að innflytjendur fái uppreisn æru. Þetta mun vera ein stærsta mót- mælasamkoma í Bandaríkjunum á síðustu áratugum. Fólkið krafðist þess að þingið í Washington falli frá áformum um að herða refsingar við ólöglegri dvöl í landinu, refsa atvinnurek- endum sem ráða ólöglega innflytj- endur, og reisa rammgirta múra meðfram landamærum Banda- ríkjanna og Mexíkó. Fjölmennir mótmælafundir hafa verið haldnir í fleiri borgum Bandaríkjanna á síðustu dögum. Í Denver tóku meira en 50 þúsund manns þátt í mótmælafundi á laugardaginn, en lögreglan hafði ekki reiknað með nema fáeinum þúsundum manna. Talið er að um 20 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum í Phoenix á föstudag og meira en 10 þúsund í Mil- waukee á fimmtudag. „Við byggjum skólana ykkar. Við eldum matinn ykkar,“ sagði rapparinn Jorge Ruiz eftir að hann kom fram á útifundi í Dallas þar sem 1.500 manns mættu. „Við erum hreyfiafl þessarar þjóðar, en fólk sér okkur ekki. Svartir og hvítir, þeir fengu sína byltingu. Þeir áttu sinn Marin Luther King. Nú er okkar tími kominn.“ - gb HÁLF MILLJÓN Í MIÐBORGINNI Gífurlegur fjöldi innflytjenda og fólks sem styður mál- stað þeirra mótmælir áformum Bandaríkja- þings um að herða refsingu við brotum á innflytjendalöggjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ein fjölmennasta mótmælaganga Bandaríkjanna síðustu áratugina: Innflytjendur vilja réttlæti Þau mistök urðu við vinnslu Kjörkassans í Fréttablaðinu í gær að niðurstöðum var víxlað. Kjörkassinn er endurbirtur í dag. LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.