Fréttablaðið - 27.03.2006, Side 13

Fréttablaðið - 27.03.2006, Side 13
MÁNUDAGUR 27. mars 2006 13 Einn þekktasta þjóðvegasjoppa landsins, Blönduskálinn á Blöndu- ósi, heyrir nú sögunni til. Skálinn var rifinn á dögunum og brakinu komið haganlega fyrir á ruslahaug- um bæjarins. Blönduskálinn var reistur um eða upp úr 1980 og var vinsæll áningarstaður ferðalanga, hvort heldur þeir voru á norður- eða suð- urleið. Norðurleiðarútan stoppaði þar og var skálinn svo að segja mið- stöð mannlífs á Blönduósi um tíma. Þar kraumuðu ófáar pylsurnar í potti og bensín rann um slöngur. Reksturinn gekk lengst af vel en síðar tók að halla undan fæti. Nokkrir önnuðust reksturinn á síð- ustu árum en á endanum var end- anlega skellt í lás. Undir lokin voru uppi einhverjar vangaveltur um annars konar rekstur í húsinu en þær urðu ekki að veruleika. Fyrir nokkrum árum var bens- ínstöðinni breytt í sjálfsafgreiðslu- stöð ÓB. Nú þegar Blönduskálinn er farinn verður betur búið að dæl- unum og skýli byggt yfir þær. -bþs 4 1 3 3 6 4 2 9 7 5 3 1 10 8 6 4 2 9 7 5 3 1 12 10 8 6 4 2 11 9 7 5 3 1 5 7 9 6 4 2 2 4 6 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 1 3 5 7 9 8 6 4 2 1 3 5 Da lak ur Gó ða ku r Vesturakrar Ár ak ur Akra brau t Br eið ak ur By gg ak ur Frj óa ku r Gu lla ku r 9 10 8 9 7 Nánari upplýsingar um lóðirnar, stærð þeirra og nýtingu ásamt upplýsingum um hvernig væntanlegir kaupendur bera sig að við tilboðsgerð er að finna á vefsíðu Akralands, www.akraland.is Mikilvægt er að tilboðsgjafar kynni sér vel öll tilboðs- gögn, s.s. tilboðsskilmála, tilboðsskrá, sölu- og skipulagsskilmála en öll tilboð taka mið af þessum skilmálum. Akraland ehf. er nú að hefja sölu lóða í 2. áfanga Akrahverfis í Garðabæ. Um er að ræða 35 lóðir undir einbýlishús. Framkvæmdir og uppbygging í Akrahverfinu hófust 2005. Þar er að rísa glæsilegt hverfi þar sem mikill metnaður ræður ríkjum varðandi hönnun, arkitektúr og alla uppbyggingu í metnaðarfullu sveitarfélagi. Lóðirnar eru frábærar eignarlóðir og hverfið er vel staðsett á grónu svæði á besta stað í Garðabæ. Þetta eru góðar byggingarlóðir á frjósömu svæði mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru staðsettar rétt við greiðar og fljótfarnar umferðar- æðar sem liggja til allra átta. Tilboðum í lóðirnar skal skila eigi síðar en 6. apríl 2006 kl. 15:00. Tilboðunum skal skila á skrifstofu Akralands í Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar um lóðirnar. Fasteignasalan Borgir mun einnig annast milligöngu um sölu lóðanna og geta þeir sem hafa áhuga snúið sér þangað. gullmolinn á höfuðborgarsvæðinu Akraland ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík sími 599 4000, fax 599 4001 Tilboðsfrestur 6. apríl, kl.15.00 hz et a w w w . a k r a l a n d . i s TILLÖGURNAR 124 ■ Aðalþing, ■ Auðlind, ■ Austurbær, ■ Austurþing, ■ Álvík, ■ Árþing, ■ Ásborg, ■ Ásbyggð, ■ Ásbyrgi, ■ Ásbær, ■ Ásverja- byggð, ■ Bakkavík, ■ Bláskógahérað, ■ Eystribyggð, ■ Fagraborg, ■ Fagrabyggð, ■ Fagribær, ■ Fjallabyggð, ■ Fjallaþing, ■ Flóabyggð, ■ Framtíðarbyggð, ■ Garðars- byggð, ■ Garðarshólmi, ■ Gjúfraþorp, ■ Gljúfrabyggð, ■ Gljúfrasveit, ■ Gljúfratunga, ■ Gljúfraþing, ■ Gósenland, ■ Hafnarborgir, ■ Heiðabyggð, ■ Heimabyggð, ■ Heimskauta- byggð, ■ Hraunhafnir, ■ Hraunhöfn, ■ Húsabyggð, ■ Húsavíkurbyggð, ■ Húsavíkurbær, ■ Jöklaþing, ■ Keldubyggð, ■ Kotungabyggð, ■ Krubbur, ■ Landnáms- byggð, ■ Miklaþing, ■ Naustavík, ■ N-Austur- byggð, ■ Náttfarabyggð, ■ Norð-Austurhérað, ■ Norðausturbyggð, ■ Norð-Austurbyggð, ■ Norðausturhérað, ■ Norðaustur-Horn, ■ Norðausturland, ■ Norð-Austurland, ■ Norðaustursveit, ■ Norð-Austursveit, ■ Norðausturtunga, ■ Norð-Austurtunga, ■ Norðausturþing, ■ Norð-Austurþing, ■ Norðurborg, ■ Norðurbót, ■ Norðurbrú, ■ Norðurbyggð, ■ Norðurbær, ■ Norðurhafn- ir, ■ Norðurhjari, ■ Norður-Hjari, ■ Norður- ljósabyggð, ■ Norðurslóð, ■ Norðurströnd, ■ Norðursýsla, ■ Norðurvegur, ■ Norðurþing, ■ Núpavík, ■ Nyrstabyggð, ■ Orkan, ■ Perlan, ■ Rauðaþing, ■ Reykjaborg, ■ Reykjabyggð, ■ Reykjabær, ■ Sambyggð, ■ Samsveit, ■ Skálabær, ■ Skálavík, ■ Skeifan-Norður- sýsla, ■ Skjaldborg, ■ Skjálfandi, ■ Sléttubyggð, ■ Sléttuvík, ■ Stakkavík, ■ Stapavík, ■ Stóri-Raufarhafnarhreppur, ■ Stórþing, ■ Sunnuborg, ■ Sveitarfélag Garðars Svavarssonar, ■ Sveitarfélagið Akur, ■ Sveitarfélagið Ás, ■ Sveitarfélagið Ásbyrgi, ■ Sveitarfélagið Bjarmi, ■ Sveitarfélagið Gjögur, ■ Sveitarfélagið Gljúfrabyggð, ■ Sveitarfélagið Norðausturland, ■ Sveitarfélagið Norðurslóð, ■ Sveitarfélagið Norðurþing, ■ Sveitarfélagið Skjálfandi, ■ Sveitarfélagið Vonin, ■ Tjörneshreppur hinn meiri, ■ Víðáttusveit, ■ Víkingasveit, ■ Víkurslétta, ■ Þingborg, ■ Þingbyggð, ■ Þingbær, ■ Þingey, ■ Þingeyjarborg, ■ Þingeyjarbyggð, ■ Þingeyjarsýsla, ■ Þingeyj- arsýslubyggð, ■ Þingeyjarsýslubær, ■ Þingsalir, ■ Þjóðgarður og ■ Öxarþing. Alls bárust 124 tillögur í sam- keppni um nafn sameinaðs sveit- arfélags Húsavíkur, Keldunes- hrepps, Raufarhafnarhrepps og Öxarfjarðarhrepps. Tillögurnar eru afar fjölbreyttar og greinilegt að þátttakendur eru með eindæm- um hugmyndaríkir. Meðal tillagna sem bárust eru Sveitarfélag Garð- ars Svavarssonar, Stóri-Raufar- hafnarhreppur og Tjörneshrepp- ur hinn meiri, auk hefðbundnari nafna á borð við Austurþing, Heiðabyggð og Reykjaborg. Þá voru Álvík, Krubbur og Gósen- land meðal tillagna, sem og Norð- urborg, Norðurhjari og Norður- slóð. Verkefnisstjórn tekur tillög- urnar til athugunar, velur nokkrar úr og leitar umsagnar Örnefna- nefndar. Kosningabærir íbúa hins nýja sveitarfélags kjósa svo á milli nokkurra tillagna samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. 100 þúsund króna verðlaun verða veitt þeim er á sigurnafnið. ■ Álvík, Krubbur eða Gósenland HÚSAVÍK Hlýtur kannski nafnið Sveitarfélag Garðars Svavarssonar. BRAK OG BRESTIR Vel gekk að jafna skál- ann við jörðu. FRÉTTABLAÐIÐ/HUNI.IS NÝ MYND Svipur suðurenda Blönduóss er annar eftir að Blönduskál- inn var rifinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HUNI.IS BLÖNDUSKÁLINN EINS OG VIÐ ÞEKKTUM HANN Margir stöldruðu við í skálanum og fylltu tanka – ýmist bifreiða eða sína eigin. Búið að rífa Blönduskálann RÁÐIST TIL ATLÖGU Stórvirkar vinnuvélar brutu skálann mélinu smærra. FRÉTTABLAÐIÐ/HUNI.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.