Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 27.03.2006, Qupperneq 70
ZAPPA PLAYS ZAPPA miðasala 2. apríl www.rr.is [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Þessi frábæra plata Isobel Camp- bell og Marks Lanegan hefst á lagi sem minnir mig töluvert á lagið Lovely Creature af Murder Ballads með Nick Cave. Deus Ibi Est hefur svipað þema og það, djúpraddaður sögumaður syngur yfir einfalt þjóðlagalegt gítarspil og annað slagið kemur inn dreymandi kvenmannsrödd. Munurinn er bara sá að Mark Lanegan er öllu djúpraddaðri en Cave og hljómar því mun meira eins og Satan sjálfur. Restin af plötunni er í svipuð- um stíl. Eitursvalt spaghetti- vestra kántrí blandað saman við skoska þjóðlagatóna og yndis- fagran söng Isobel. Frekari sam- líkingar við Nick Cave eru ekki fjarri lagi. Það sem kemur mest á óvart er að þessi lög eru alveg jafn svöl og bestu verk hjartagóða myrkrahöfðingjans. Áhrif frá Tom Waits leyna sér svo ekki í laginu Ramblin Man. Vanalega færu svona hlutir í taug- arnar á mér en það er svo yndis- lega augljóst að Mark og Isobel eru alls ekki að reyna stæla meist- arana, heldur bara votta þeim virðingu sína og þakka þeim fyrir að dýfa þeim ofan í lagabrunn sinn. Fyrir þá sem ekki vita þá er Mark Lanegan fyrrum liðsmaður Screaming Trees sem þótti ágæt, en átti samt bara einn alvöru smell með laginu I Nearly Lost You. Iso- bel Campbell syngur svo fyrir Belle & Sebastian. Hún hljómar alltaf örlítið eins og draugur, eins og Julie Cruise gerði í Twin Peaks. Hvernig þau náðu saman veit ég ekki. Niðurstaðan er aftur á móti skotheld plata. Hér er ekki eitt einasta lag sem gefur manni þá til- finningu að það sé einungis að fylla upp í tímaramma breiðskífu. Lögin hljóma eins og þau hafi verið samin af alúð og nærgætni. Þau eru útsett á naumhyggjulegan og smekklegan hátt, grípa mann strax og vefja örmum sínum það þægilega utan um mann að ég trúi því að þau séu komin til að vera. Ég á að minnsta kosti eftir að gefa þeim töluvert af tíma mínum. Birgir Örn Steinarsson Skoski draugurinn og djúpraddaða tréð ISOBEL CAMPBELL & MARK LANEGAN: BALLAD OF THE BROKEN SEAS NIÐURSTAÐA: Isobel Campbell og Mark Lanegan ná að fanga sömu töfra og Nick Cave og Tom Waits eru þekktir fyrir. Bæta svo sínu eigin bragði við og framkalla afbragðsplötu. Leikarinn Randy Quaid hefur höfðað mál gegn framleiðendum kvikmyndarinnar Brokeback Mountain. Heldur hann því fram að hann hafi verið plataður til að sam- þykkja lægri launagreiðslur en vanalega fyrir hlutverk sitt í myndinni. Telur Quaid að fram- leiðendurnir hafi sagt honum að litlum peningi yrði eytt í gerð myndarinnar og því yrði hann að taka á sig launalækkun ef hann vildi hreppa hlutverkið. Quaid, sem er 55 ára, krefst rúmlega 700 milljóna króna í skaðabætur. Brokeback Mountain hlaut þrenn óskarsverðlaun á dög- unum og hefur þénað tæpa 12 milljarða króna víðs vegar um heiminn síðan hún var frumsýnd. Quaid hefur leikið í vinsælum myndum í gegnum tíðina á borð við Independence Day, National Lampoon´s Christmas Vacation og Kingpin. Quaid krefst skaðabóta RANDY QUAID Randy fór með aukahlutverk í myndinni Brokeback Mountain. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Leikarinn Gary Oldman hefur loksins skrifað undir samning um að fara aftur með hlutverk Siríusar Black, guðföður Harrys Potter, í næstu kvikmynd um galdrastrák- inn mikla. Nefnist hún The Order of Phoenix og verður sú fimmta í röðinni. Framleiðendur myndarinnar buðu Oldman fyrst ekki að endur- taka hlutverk sitt í myndinni en þeim virðist hafa snúist hugur, aðdáendum Oldmans til mikillar gleði. Oldman leikur Black GARY OLDMAN Leikarinn Gary Oldman leikur í næstu Harry Potter-mynd. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 TRISTAN & ISOLDE kl. 5.45, 8 og 10.20 THE NEW WORLD kl. 10 BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 6 og 8 THE PRODUCERS kl. 8 og 10.45 BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 5.50 og 8 RENT kl. 5.20 B.I. 14 ÁRA CAPOTE kl. 8 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 10.10 B.I. 12 ÁRA CONTANT GARDENER kl. 5.20 og 10.20 B.I. 16 ÁRA WALK THE LINE kl. 5.15, 8 og 10.45 THE PRODUCERS kl. 5.20, 8 og 10.45 SÝND Í Í LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.45 BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 YOURS MINE AND OURS kl. 4 og 6 RENT kl. 8 og 10.45 B.I. 14 ÁRA SKEMMTU ÞÉR VEL Á FRÁBÆRRI FJÖLSKYLDUMYND! UPPLIFÐU MAGNAÐAN SÖNGLEIKINN!! STÚTFULL AF STÓRKOSTLEGRI TÓNLIST! 2 FYRIR 1 FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR ÓSKARS- VERÐLAUNIN sem besta leik- kona í aðalhlut- verki - Reese Witherspoon ÓSKARSVERÐLAUNIN Besta leikkona í aukahlutverki Rachel Wisz - DÖJ, kvikmyndir.com ÓSKARSVERÐLAUNIN sem besti leikari í aðalhlutverki Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum - SV MBL.IS WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur fyrir XY félaga - L.I.B - TOPP5.IS - S.K. - DV 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STEVE MARTIN KEVIN KLINE JEAN RENO BEYONCÉ KNOWLES SPRENGHLÆGILEGUR SÖNGLEIKUR FRÁ GRÍNSNILLINGNUM MEL BROOKS!!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.