Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2006, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 27.03.2006, Qupperneq 73
MÁNUDAGUR 27. mars 2006 29 FÓTBOLTI Chelsea segir að ekkert sé hæft í þeim fréttum sem birtust í nokkrum ensku götublaðana í gær sem segja að Sven-Göran Eriksson muni taka við stjórn liðs- ins á næsta tímabili. Sagt var að Eriksson, sem Chelsea vildi fá til sín áður en Mourinho var ráðinn fyrir tveimur árum, væri að leita að félagslið til að stjórna og hefði lítinn áhuga á því að taka við lands- liði. Og þar sem Eriksson er lík- legur til að geta valið úr tilboðum eftir HM þyrfti Chelsea hugsan- lega að fórna Mourinho til að missa ekki af þjónustu Svíans. Chelsea var ekki lengi að bregð- ast við þessum fregnum og sendi frá sér harðorða yfirlýsingu strax um hádegisbilið þar sem öllu var vísað á bug. Því var haldið fram að tilgangur þessara frétta væri aðeins til að koma höggi á félagið og skapa óreiðu hjá liði sem hefur tekið alla spennu úr ensku úrvals- deildinni vegna yfirburða sinna. „Þetta er í síðasta sinn sem Chelsea mun svara fyrir svona fréttir en rétt er að ítreka einu sinni enn að Chelsea og Jose Mour- inho eru rétt að byrja í samstarfi sem báðir aðilar vonast til að end- ist í mörg ár. Fréttir sem segja annað eru einfaldlega rangar,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. - vig Forráðamenn Chelsea eru æfir vegna frétta sem birtust í enskum blöðum í gær: Eriksson mun ekki taka við Chelsea STJÓRARNIR Mourinho er ekki að hætta hjá Chelsea, þrátt fyrir að bresku blöðin hafi haldið því fram í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Varnarmenn Bröndby hindruðu Hörð Sveinsson í að skora fyrir Silkeborg í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Bröndby sigraði 3-1 og komst á topp deildarinnar. Bæði Hörður og Bjarni Ólafur Eiríksson léku allan leikinn og fékk Bjarni að líta gula spjaldið. Guðmundur Stephensen úr Víkingi og Kristín Hjálmarsdóttir úr KR urðu á laugardag Grand-Prix meistarar ársins þegar þau báru sigur úr býtum á lokamóti tímabilsins. Guðmundur lagði bróður sinn Matthías í úrslitaviðureign- inni í þetta sinn, 4-0, en Kristín marði stöllu sína frá KR, Guðrúnu Björnsdóttur, 4-3. Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson lék á ný með liði sínu Torrevieja í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina þagar það tapaði fyrir Algeciras á útivelli, 28-27. Einar Örn hefur verið frá vegna meiðsla í hné og náði ekki að skora mark á þeim stutta tíma sem hann kom við sögu í leiknum. Barcelona endurheimti toppsæti deildarinnar með öruggum sigri á Altea, 32-23. Jermain Defoe, sóknarmaðurinn knái hjá Tottenham, segist ekki vera í þeim hugleiðingum að fara fram á sölu frá félaginu, en hann hefur verið sterklega orðaður við nokkur lið í Englandi á síð- ustu dögum. Defoe hefur lítið fengið að spila að undan- förnu en þrátt fyrir það segir hann að hjarta sitt sé hjá Tottenham. „Það er auðvitað erfitt þegar maður fær ekki að spila en þegar ég spila þá elska ég það. Ég skil ekki af hverju ég ætti að fara. Liðið er á mikilli uppleið og gæti komist í Meistaradeild- ina á næsta ári sem er draumur hvers knattspyrnumanns,“ segir Defoe. Jakob Sigurðarson skoraði sjö stig fyrir lið sitt BG Leverkusen sem sigraði Bonn á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta á laugardagskvöld, 82-78. Þá skoraði Logi Gunnarsson 13 stig fyrir Bayreauth sem bar sigurorð af Lich, 89- 77, í 2. deild syðri í Þýskalandi. Rógvi Jacobsen var í miklu stuði og skoraði þrennu fyrir KR þegar það lagði Þór að velli í deildabikarnum um helgina. Leikurinn endaði 4-0 fyrir KR og það var Dalibor Pauletic sem komst einnig á blað hjá KR. Þá gerðu Breiðablik og Grindavík 1-1 jafn- tefli í sömu keppni á laugardag þar sem Ragnar Heimir Gunnarsson skoraði fyrir Breiðablik en Jóhann Þórhallsson fyrir Grindavík. Forráðamenn Newcastle neituðu því í gær að félagið hefði náð samkomu- lagi við Martin O´Neill um að taka við liðinu á næstu leiktíð en News of the World greindi frá því að skoski þjálfarinn myndi taka við liðinu. „Algjört bull,” sagði í yfirlýsingu frá Newcastle. ÚR SPORTINU Iceland Express-deild karla: NJARÐVÍK - KR 101-65 Stig Njarðvíkur: Jeb Ivey 26 (9 stoðs.), Friðrik Stef- ánsson 15 (11 frák.), Jóhann Árni Ólafsson 15 (7 frák.), Kristján Sigurðsson 14, Brenton Birming- ham 9, Egill Jónasson 8, Halldór Karlsson 5, Elías Kristjánsson 3, Ragnar Ragnarsson 2, Guðmundur Jónsson 2. Örvar Kristjánsson 2. Stig KR: Pálmi Sigurgeirsson 19, Fannar Ólafsson 13, Níels Dungal 10, Melvin Scott 8, Brynjar Þór Björnsson 5, Skarphéðinn Ingason 4, Eldur Ólafs- son 3, Steinar Kaldal 2, Ljubodrag Bogovac 1. Njarðvík leiðir einvígið, 1-0. DHL-deild karla: VÍK/FJÖ - HK 27-32 Leik Hauka og ÍR var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Meistaradeildin í handbolta: CIUDAD REAL - FLENSBURG 31-22 Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad. F. VESZPRÉM - PORTLAND SAN ANT. 29-27 EFH-keppnin í handbolta: CREITÉL - GÖPPINGEN 30-26 Bjarni Fritzson skoraði 10/4 mörk fyrir Creitél. ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.