Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 27.03.2006, Qupperneq 74
 27. mars 2006 MÁNUDAGUR30 Bregenz, lið Dags Sigurðssonar í aust-urríska hand- boltanum, tapaði fyrir erkifjendunum í Fivers í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar á laugardag, 35-30. Dagur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Bregenz sem með tapinu missti Fivers upp fyrir sig í efsta sæti úrslitakeppninnar. Hannes Jón Jónsson var í miklu stuði og skoraði sjö mörk fyrir Ajax sem vann Fredericia, 27-22, í dönsku úrvals- deildinni í handbolta um helgina. Gísli Kristjánsson bætti við fjórum mörkum fyrir Ajax en Fannar Þorbjörnsson komst ekki á blað hjá Fredericia. Skjern sigraði Helsinge auðveldlega, 39-26, í sömu deild þar sem Vignir Svav- arsson skoraði tvö mörk fyrir Skjern en Daníel Ragnarsson fjögur fyrir Helsinge. Vilhjálmur Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson skoruðu ekki fyrir Skjern sem er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig. GOG er langefst með 40 stig. Rúnar Kristinsson lék allan leikinn fyrir Lokeren sem sigraði Westerlo, 3-2, í belgísku úrvalsdeildinni á laugar- dag, en hvorki Arnar Grétarsson né Davíð Þór Viðarsson voru í leikmannahópi liðs- ins. Rúnar lagði upp þriðja mark Lokeren fyrir Aristide Bancé, en hann skoraði öll mörk Lokeren í leiknum. Með sigrinum komst Lokeren upp í 7. sæti deildarinnar. Ástralski sóknarmaðurinn Mark Viduka segir að Guus Hiddink sé rétti maðurinn til að taka við enska landsliðinu eftir HM í sumar, en Hiddink er einmitt þjálfari Viduka hjá ástralska landsliðinu. „Hann er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tíma unnið með,“ segir Viduka. „Ef enska knattspyrnusambandið velur hann þá get ég lofað framúrskarandi árangri. Hann myndi ná fram því besta úr liðinu og koma Englandi á þær slóðir í alþjóðlegum fótbolta sem það á að vera – í hópi þeirra allra fremstu,“ segir Viduka. Og meira af landsliðsþjálfaramálum Englands því Sam Allardyce, einn af þeim stjórum sem taldir eru líklegastir til að hreppa hnossið, segir að næsti þjálfari eigi að vera breskur. „Það var rétt að ráða Eriksson á sínum tíma en nú er aftur kominn tími á innlendan þjálfara. Ég held að margir í þessu landi yrðu fyrir vonbrigðum ef erlendur þjálfari yrði ráðinn.“ ÚR SPORTINU FÓTBOLTI Sigurinn gegn Birming- ham í gær var sá sjötti í röð hjá Man. Utd. og sem fyrr var Ruud van Nistelrooy látinn byrja á vara- mannabekknum. „Það er erfitt að breyta liði sem er á svo miklu skriði,“ sagði stjórinn Alex Fergu- son eftir leikinn en bætti því við að Nistelrooy gæti hugsanlega fengið tækifæri gegn West Ham á miðvikudaginn. Það var annars Ryan Giggs sem stal senunni af fyrirliðanum Gary Neville, sem lék sinn 500. leik fyrir þá rauðklæddu frá upphafi. Giggs skoraði fyrstu tvö mörk Man. Utd í fyrri hálfleik, það síð- ara með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu, en Wayne Rooney bætti því þriðja við á lokamínút- unum. „Við erum staðráðnir í því að ná 2. sæti deildarinnar og ég held að við munum ná því ef við höld- um áfram að spila eins og við gerð- um í dag,“ sagði Giggs í leikslok, en hann spilaði á miðjunni ásamt John O´Shea. „Þeir hafa verið að ná frábærlega saman og eiga stærstan þátt í því góða formi sem liðið er í,“ sagði Ferguson um þá félaga á miðjunni. Tveir aðrir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Her- mann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu góðan sigur á New- castle á heimavelli sínum, 3-1. Hermann lék allan leikinn fyrir Charlton og gerði mjög vel í því að halda Alan Shearer, fyrirliða New- castle, algjörlega niðri í leiknum. Það voru þeir Darren Bent og Jay Nothroyd sem skoruðu mörk Charlton auk Lee Bowyer sem skoraði sjálfsmark en Scott Parker skoraði fyrir Newcastle. „Við vorum skelfilegir í vörn- inni,“ sagði Glenn Roeder, stjóri Newcastle, öskureiður út í sína menn. „Við náum engum árangri með svona varnarleik og þetta er einfaldlega ekki bjóðandi fyrir stuðningsmenn Newcastle.“ Stuart Parnay var hetja Midd- lesbrough gegn Bolton en hann skoraði sigurmarkið í rosalegum sjö marka leik á síðustu mínút- unni. Lokatölur urðu 4-3, heima- mönnum í vil, en áður hafði Bolton náð að jafna metin eftir að hafa lent 3-1 undir. „Þetta var einn af þessum leikj- um sem eru martröð stjórans en draumur áhorfenda. Þvílík skemmtun,“ sagði Steve McLaren, stjóri Middlesbrough, eftir leikinn magnaða. „Þetta var frábær sigur fyrir okkur og mér fannst við sýna mikinn karakter með því að tryggja okkur sigur eftir að Bolt- on hafði jafnað.“ - vig Giggs minnti rækilega á sig Ryan Giggs skoraði tvö mörk og átti frábæran leik fyrir Manchester United, sem vann auðveldan sigur á heill- um horfnu liði Birmingham í gær. Með sigrinum endurheimti Man. Utd. 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. GLÆSILEGT MARK Ryan Giggs sést hér lyfta boltanum yfir varnarvegg Birmingham þaðan sem hann fór í bláhornið. Þetta var síðara mark Giggs í leiknum, en hann átti frábæran leik og var maðurinn á bak við flestar bestu sóknir Man. Utd. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Enska úrvalsdeildin: CHARLTON - NEWCASTLE 3-1 1-0 Darren Bent (23.), 1-1 Scott Parker (35.), 2-1 Lee Bowyer, sjálfsmark (38.), 3-1 Jay Bothroyd (89.). MAN. UTD. - BIRMINGHAM 3-0 1-0 Ryan Giggs (3.), 2-0 Ryan Giggs (15.), 3-0 Wayne Rooney (83.). MIDDLESBROUGH - BOLTON 4-3 0-1 Stelios Giannakopoulos (3.), 1-1 Jerrel Hassel- baink (8.), 2-1 Mark Viduka (30.), 3-1 Jerrel Hass- elbaink (47.), 3-2 Jay Jay Okocha (57.), 3-3 Radhi Jaidi (81.), 4-3 Stuart Parnaby (92.) STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: CHELSEA 31 25 3 3 60-19 78 MAN UTD 30 20 6 4 61-29 66 LIVERPOOL 32 19 7 6 45-22 64 TOTTENHAM 30 14 10 6 43-28 52 BLACKBURN 31 16 4 11 42-36 52 ARSENAL 30 15 5 10 48-23 50 ------------------------------------------------------------ WBA 30 7 6 17 27-45 27 BIRMINGHAM 30 6 6 18 23-44 24 PORTSMOUTH 30 6 6 18 24-51 24 SUNDERLAND 31 2 4 25 19-55 10 Spænska úrvalsdeildin: CELTA VIGO - MALLORCA 2-0 GETAFE - REAL SOCIEDAD 2-1 SEVILLA - VALENCIA 1-0 REAL MADRID - DEPORTIVO LA CORUÑA 4-0 1-0 Hector, sjálfsmark (10.), 2-0 Ronaldo (37.), 3- 0 Sergio Ramos (70.), 4-0 Julio Baptista (83.). Real Madrid sýndi allar sínar bestu hliðar í leikn- um og unnu mjög sannfærandi. Liðið er nú komið með 57 stig í öðru sæti deildarinnar, 11 stigum á eftir toppliði Barcelona. ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.