Fréttablaðið - 27.03.2006, Side 78

Fréttablaðið - 27.03.2006, Side 78
 27. mars 2006 MÁNUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HRÓSIÐ ...fær Danielle Kvaran sem hefur unnið markvisst að skráningu á ferli listamannsins Erró frá árinu 1998 en fljótlega kemur út bókin Erró í tímaröð sem byggir á rannsóknarvinnu hennar. LÁRÉTT: 2 glans 6 þys 8 mælieining 9 gerast 11 tveir eins 12 nafnbætur 14 háls 16 tveir eins 17 gláp 18 impra 20 gylta 21 flokka. LÓÐRÉTT: 1 löngun 3 í röð 4 planta 5 fiskur 7 möttull 10 skammstöfun 13 hluti kynfæra 15 faðmlag 16 belja 19 smáorð. LAUSN: Þriðja apríl klukkan níu um morguninn ættu aðdáendur sápu- óperunnar The Bold and the Beautiful að halda niðri í sér andanum en þá mun Stöð 2 spóla áfram um tvö og hálft ár á einu bretti. Þeir þurfa þó engu að kvíða, Brooke verður enn á lífi og Stephanie heldur uppteknum hætti við að vernda fjöl- skylduna sína. Þrátt fyrir „ótrúlega“ fordóma gagn- vart sápum, sem margir segja vera langlokur um sama hlutinn, á ýmislegt eftir að ganga á í heimi hinna frægu og ríku. The Bold and the Beauti- ful hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 frá árinu 1995 en þeir hófu göngu sína í banda- rísku sjónvarpi árið 1987 og voru því sjö hundruð þættir liðnir áður en íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu að kynnast Forreste. Sápu- óperan á sér fjölda aðdáenda hér á landi en að sögn Ernu Kettler, dagskrárstjóra erlends efnis hjá Stöð 2, liggja að baki bæði hag- kvæmar ástæður sem og „skyn- samlegar“. „Þótt ótrúlegt megi virðast hafa framleiðendur þátt- anna misst eignarréttinn á tónlist þeirra þátta sem við erum með í gangi,“ útskýrir hún en þeir eru fimm ára gamlir. „Þeir vildu enn fremur beina því til okkar að „stærri“ stjörnur léku stór hlutverk í nýjustu þáttaröðunum og okkur fannst kominn tími til að færa þá ögn nær nútím- anum,“ segir hún en meðal þeirra sem birtast á skjánum eru Patrick Duffy, betur þekktur sem Bobby í Dallas, Lorenzo Lamas úr Falcon Crest og Lesley Ann Warren sem hefur leikið í frægum „sápum“ á borð við Days of our Lives. Erna segir að Bold and the Beautiful eigi sér traustan aðdáendahóp sem láti í sér heyra ef eitthvað fer úrskeiðis eða þættir detta út. „Þá verður allt brjálað hjá okkur,“ segir hún en varúðarráðstafanir hafa þegar verið gerðar. „Við höfum fengið ágrip af því sem gerist á þessum rúmlega tveim árum og fólk getur hringt í þjónustuverið og beðið um að fá það sent,“ segir hún en Erna bjóst við því að einhverjir ættu eftir að nýta sér þá þjónustu. Hvort Erna sjálf væri háð þessum sjónvarpsþáttum viðurkenndi hún að detta nokkrum sinnum inn í atburðarásina. „Þetta er alveg ótrúlega vanabindandi,“ segir hún. Stöð 2: Spólar áfram um tvö ár í sápu Aðdáendurnir þurfa engu að kvíða PATRICK DUFFY Er betur þekktur sem Bobby í Dallas en hann mun brátt birtast aftur á skjá landsmanna eftir nokkurt hlé. ERNA KETTLER Aðdáendur The Bold and the Beautiful eru ótrúlega margir hér á landi en sápan hefur verið sýnd á Stöð 2 frá árinu 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Karl Pétur Jónsson er hættur hjá upplýsinga- og almannatengsla- fyrirtæki sínu Inntaki. Karl Pétur var í þann mund að kveðja vinnu- félagana þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sat með bjór í hendi. „Það er ekki boðið upp á svar við því í dag,“ svaraði Karl þegar hann var inntur eftir því hvað tæki við næst. „Það verður ákveðið á næstu vikum en ég er að tala við menn og menn eru að tala við mig,“ bætir hann við og hefur greinilega reynslu af því að láta ekki of mikið uppi í samskiptum við fjölmiðla. Karl Pétur stofnaði fyrirtækið árið 1999 ásamt tveimur félögum sínum og segir þetta hafa verið góður tími en nú sé einfaldlega komið að krossgötum. „Ég hef verið að fylgjast með öðrum gera eitthvað og haft litla stjórn á fram- vindunni. Núna hef ég áhuga á að komast í hringiðuna sjálfur,“ útskýrir Karl Pétur. „Ég vildi stofna almannatengslafyrirtæki sem hefði ákveðin gæði og finnst það hafa tekist. Ég skil við það í góðum höndum og miðað við við- brögð viðskiptavina eru þeir bara fegnir að losna við mig,“ sagði hann og hló. Aðspurður hvort Karli fyndist hann ekki ómissandi í vinn- unni sagði hann að það ætti kannski bara við heima fyrir en Karl Pétur er sem kunnugt er giftur Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn. Enginn er ómissandi KARL PÉTUR Er hættur hjá fyrirtæki sínu Inntaki og hyggst reyna fyrir sér á nýjum vettvangi. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN LÁRÉTT: 2 gljá, 6 ys, 8 mól, 9 ske, 11 ll, 12 titla, 14 kverk, 16 kk, 17 gón, 18 ýja, 20 sú, 21 raða. LÓÐRÉTT: 1 lyst, 3 lm, 4 jólarós, 5 áll, 7 skikkja, 10 etv, 13 leg, 15 knús, 16 kýr, 19 að. �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ���� ���������������� ���������� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������������ � ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI „Ætli ég verði ekki að segja Neil Young og The Crazy Horse á Hróarskeldu fyrir nokkrum árum,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson á Rás 2 um bestu tónleika allra tíma. „Það var bara eitthvað magnað í andrúmsloftinu. Þetta var Neil Young eins og hann gerist bestur og þegar hann er í stuði er hann betri en allir aðrir.“ Óli Palli man líka vel eftir tónleik- um Radiohead á Glastonbury árið 1997. „Þeir voru aðalnúmerið á stóra píramídasviðinu og það var stórkost- leg upplifun. Þeir vita það sem hafa upplifað töfrastund á tónleikum að í svona mannhafi verður til stemning sem er álíka erfitt að útskýra eins og hvernig þú hafir eytt jólunum þegar þú varst barn. Þeir þekkja það sem hafa upplifað það. Þú verður hluti af einhverju miklu stærra og það bara gerist eitthvað,“ segir Óli Palli. Hérna heima eru tónleikar Sigur Rósar í Fríkirkjunni fyrir nokkrum árum eftir- minnilegastir. „Ég man að ég sat á 2. bekk vinstra megin fyrir aftan foreldra Jónsa. Undir það síðasta vissi ég ekki hvernig ég ætti að vera, ég bara hló eins og fáviti og átti erfitt með mig. Þetta var svo magnað eitthvað og einhver ótrúlegur galdur í gangi. Síðan átti ég margar töfrastundir með Bubba Morthens þegar ég var yngri að byrja að fara á tónleika heima á Hótel Akranesi, bara fimmtán ára gutti að fylgj- ast með honum.“ SÉRFRÆÐINGURINN ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON OG BESTU TÓNLEIKAR ALLRA TÍMA Neil Young á Hróarskeldu og Sigur Rós FRÉTTIR AF FÓLKI Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, segir á heimasíðunni sinni kallarnir.is að hann sé kominn í fjölmiðlabann. „Undanfarna tvo mánuði hefur varla verið hægt að rífa upp blað nema að skítuga gríman á mér hafi verið þar,“ skrifar Egill sem greinilega er orðinn þreyttur á sífelldri umfjöllun um sjálfan sig. „Ég hef verið að ræða við umboðsmanninn minn og við erum sammála um að þetta sé fín tímasetning fyrir Neggerinn að skella sér í fjölmiðlabann,“ bætir hann við. Egill ætlar að einbeita sér enn frekar að Akademíunni, prinsessunni, æfingunum og þjálfuninni auk þess sem hann er hættur í keppninni um næstu útvarpsstjörnu KISS FM. „...þar af leiðandi eru hinir keppendurnir núna komnir með mögu- leika á að vinna þessa keppni,“ skrifar Egill af sinni alkunnu hógværð. Sveitarstjórnarkosningarnar eru greinilega á næsta leiti og sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins myndi Sjálfstæðisflokkur fá hreinan meirihluta ef gengið væri til atkvæða í dag. Fjöldi óákveðinna var töluverður en athygli vakti að Framsóknarflokkurinn mældist minnstur en bæði Frjálslyndi flokkur- inn og Vinstri grænir reyndust stærri. Björn Ingi Hrafnsson, leiðtogi flokksins í Reykjavík, telur þessa flokka hafa gengið á bak orða sinna með auglýsingaher- ferðum að undanförnu. Vinstri grænir hafi gagnrýnt persónudýrkun Ingibjargar Sólrúnar hvað mest en nú standi þeir sjálfir fyrir auglýsinga- og greinaherferð sem byggist á því að tíunda mannkosti oddvita listans, Svandísar Svavarsdóttur. Þá telur Björn Ingi að það skjóti skökku við að Frjálslyndi flokkurinn hafi birt heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær þótt enn séu rúmlega tveir mán- uðir til kosninga. „Ætli það hefði ekki heyrst hljóð úr horni ef einhver annar flokkur t.d Framsóknar- flokkurinn hefði byrjað auglýsingaherferð sína í dag,“ skrifar Björn Ingi og bætir við. „Ætli Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins muni kveðja sér hljóðs á Alþingi vegna máls- ins, eins og hann gerði í prófkjöri Framsóknarflokks- ins?“ - fgg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.