Fréttablaðið - 05.05.2006, Síða 6
6 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
����������������
�����������������������������������������������������������������
������
�������
�� ���
�
������
�
������
���
HOLRÆSAGJALD Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykja-
vík, segir það vera vilja borgar-
stjórnar að lækka holræsagjaldið,
sem sett var inn í fasteignagjöld
hjá Reykjavíkurborg árið 1995, í
áföngum. „Við höfum í tvígang
lækkað holræsagjaldið og það er
okkar markmið að lækka það í
áföngum. Það má ekki, samkvæmt
lögum, innheimta gjaldið nema
fyrir stofnkostnaði. Gjaldið er
komið til þess að vera í einhverri
mynd næstu árin, meðan verið er
að borga stofnkostnað við fram-
kvæmdir niður.“
Holræsagjaldið er innheimt
með fasteignagjöldum, sem ákveð-
ið hlutfall af fasteignamati íbúða
og húsa.
Tekjur sveitarfélaganna af hol-
ræsagjaldinu hafa aukist mikið á
síðustu fimm árum, meðal annars
vegna hækkandi fasteignaverðs,
en fjögur stærstu sveitarfélög
landsins höfðu rúmlega milljarði
hærri tekjur af holræsagjaldinu
árið 2005 heldur en árið 2000.
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri í Seltjarnarnesbæ, sagði í
viðtali við Fréttablaðið í gær að
álitaefni væri hvort innheimtan á
holræsagjöldunum væri sanngjörn
þar sem hún væri tengd fasteigna-
mati húsnæðis. „Ég held að þessi
leið sé ekki óréttlátari en aðrar
sem til greina koma. Það þarf að
hafa einhverja viðmiðun og fast-
eignamatið held ég að sé ekkert
verra en hvað annað,“ sagði Stein-
unn Valdís. magnush@frettabladid.is
Tekjur Reykjavíkurborgar af holræsagjaldinu árið 2005 voru 1200 milljónir króna:
Gjaldið lækkað í áföngum
STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Holræsa-
gjaldið var upphaflega sett á árið 1995
vegna hreinsunar strandlengjunnar og
uppsetningar nýs holræsakerfis.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
BYGGÐAMÁL Alþýðusam-
band Íslands telur hæpið
að þörf sé á að halda úti
sérstökum sjóði til að
sinna atvinnuþróun á
landsbyggðinni.
Í umsögn ASÍ um
frumvarp iðnaðarráð-
herra um sameiningu
I ð n t æ k n i s t o f n u n a r,
Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarsins og
Byggðastofnunar undir
hatti Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands segir, að eðlilegra hefði
verði að allar eignir fjármögnun-
arhluta Byggðastofnunar rynnu í
Nýsköpunarsjóð.
Umsögn ASÍ hefur verið kynnt
iðnaðarnefnd Alþingis sem hefur
frumvarp iðnaðarráðherra til
umsagnar.
ASÍ styður smeiningu Iðn-
tæknistofnunar og Rannsóknar-
stofnunar byggingariðn-
aðarins. „ASÍ leggst hins
vegar eindregið gegn
sameiningu ofannefndra
rannsóknarstofnana við
óskylda starfsemi eins
og þá fjármálafyrir-
greiðslu sem fram fór
hjá Byggðastofnun. Hætt
er við að hagsmuna-
árekstrar komi upp þegar
innan sömu stofnunar er
að finna tæknirannsókn-
ir, samkeppnissjóð og sjóð sem á
að sinna hagsmunum landsbyggð-
arinnar (Byggðasjóð),“ eins og
segir orðrétt í umsögninni.
Alþýðusambandið leggst auk-
heldur gegn því að höfuðstöðvar
Nýsköpunarmiðstöðvarinnar
verði á Sauðárkróki eins og kveðið
er á um í frumvarpinu. „Það er
afleitt að höfuðstöðvar rannsókn-
arstofnana, þjónustufyrirtækja og
fjármögnunarsjóða, sem eru með
meginstarfsemi sína á höfuðborg-
arsvæðinu, sé flutt á brott með
þessum hætti.“
Alþýðusamband Íslands hefur
jafnframt skilað umsögn til efna-
hags- og viðskiptanefndar um
breytingar á Nýsköpunarsjóði
atvinnulífsins. Álitið er samið í
samvinnu við Samtök atvinnulífs-
ins, Samtök fiskvinnslustöðva,
LÍÚ og Samtök iðnaðarins.
Það er sameigninlegt álit sam-
takanna að breyta eigi Nýsköpun-
arsjóði í hlutafélag og að farin
verði svipuð leið og ráðgert er að
fara um stofnun hlutafélags um
Áfengis- og tóbaksverslun ríkis-
ins. Að öðru leyti leggjast samtök-
in sameiginlega gegn auknu
áhrifavaldi ráðherra í störfum
sjóðsins eins og þrjár greinar
frumvarpsins beri með sér.
johannh@frettabladid.is
ASÍ hafnar byggða-
sjóði landsbyggðar
Alþýðusamband Íslands telur enga þörf fyrir sérstakan byggðasjóð fyrir lands-
byggðina. Í umsögn sinni um umdeilt frumvarp iðnaðarráðherra segir ASÍ að
eðlilegra hefði verið að eignir Byggðastofnunar rynnu í Nýsköpunarsjóð.
BYGGÐASTOFNUN Á SAUÐÁRKRÓKI „Hæpið er að þörf sé á að halda úti sérstökum sjóði til að sinna atvinnuþróun landsbyggðarinnar,“
segir í umsögn ASÍ.
VALGERÐUR SVERRIS-
DÓTTIR RÁÐHERRA
BYGGÐAMÁLA
KJARAMÁL Í nýliðnum kjarasamn-
ingum gerði Sunnuhlíð, hjúkrun-
arheimili aldraðra í Kópavogi,
hagstæðara samkomulag við sitt
ófaglærða starfsfólk en önnur
dvalar- og hjúkrunarheimili
gerðu.
Í yfirlýsingu frá Jóhanni Árna-
syni, framkvæmdastjóra Sunnu-
hlíðar, segir að launakjör starfs-
fólks í eldhúsi verði skoðuð
sérstaklega til hækkunar og einn-
ig varð að samkomulagi að komi
til endurskoðunar kjarasamninga
í nóvember vegna verðbólgu,
muni það ekki hafa áhrif á launa-
hækkanirnar nú. Einnig er skjal-
fest að þeir sem hafa unnið í þrjú
og fimm ár á Sunnuhlíð fái eins
launaflokks viðbótarhækkun.
Þessar hækkanir verða þó að rúm-
ast innan hækkana sem ætlaðar
eru til samræmingar við kjara-
samning Reykjavíkurborgar.
Þórunn Tyrfingsdóttir, tals-
maður starfsfólks á Sunnuhlíð,
segir að með ótrúlegri samstöðu
hafi náðst að hækka lægstu
grunnlaun starfsfólks í eldhúsi til
jafns við alla aðra eða í tæpar 135
þúsund krónur. „Við hefðum
aldrei gefið þessa kröfu eftir
vegna þess að barátta okkar snér-
ist ekki síst um þennan hóp. Ég
held að margar á hinum dvalar-
heimilunum hafi samið af sér og
ég veit um nokkrar sem eru mjög
óhressar.“ - shá
Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi:
Starfsfólk náði betri kjörum
ÞÓRUNN TYRFINGSDÓTTIR Talsmaður
starfsfólks í Sunnuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJÖRKASSINN
Á að herða refsingar vegna
ofsaaksturs?
Já 83%
Nei 17%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Stendur íslenskt efnahagslíf
traustum fótum?
Segðu skoðun þína á visir.is
MEXÍKÓ, AP Vicente Fox, forseti
Mexíkó, ákvað á miðvikudag að
skrifa ekki undir lagabreytingar,
sem þingið hafði þegar samþykkt.
Telja fréttaskýrendur ástæðuna
vera þrýsting frá Bandaríkjunum,
en nýju lögin hefðu gert það ósak-
hæft að vera með lítið magn eitur-
lyfja á sér.
Fox bað þingmenn um að end-
urskoða lagatillöguna svo að eng-
inn vafi léki á því að eiturlyf væru
bönnuð í Mexíkó. Þó telur þing-
maðurinn Jorge Zermeno að hægt
verði að koma lögunum í gegn ein-
faldlega með því að taka orðið
„notandi“ út og setja „eiturlyfja-
fíkill“ í staðinn. - smk
Mexíkó lætur undan þrýstingi:
Eiturlyf ekki
gerð lögleg