Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2006, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 05.05.2006, Qupperneq 56
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Einn frægasti tónleikasalur í heimi lauk upp dyrum sínum fyrir almenningi þennan dag árið 1891. Carn- egie Hall í New York hefur síðan hýst fjöldann allan af tónleikum og keppa margir tónlistarmenn að því að koma fram í þessum sögufræga sal. Segja má að upphafstónleikarnir hafi gefið tón- inn fyrir það sem koma skyldi. Þeim var stjórnað af stórtónskáldinu Pyotr Ilyich Tchaikovsky og var hann gestastjórnandi í húsinu alla fyrstu vikuna. Carnegie Hall tónlistarhúsið er nefnt eftir Andrew Carnegie sem hafði veg og vanda að byggingu þess. Arkítektinn William B. Tuthill hannaði húsið sem er talið eitt það síðasta í New York sem er byggt eingöngu úr múrsteinum. Fegurð hússins, staðsetn- ing þess á horni Sjöunda breiðstrætis og 57. strætis og einstakur hljómburður eru öll talin hafa ýtt undir velgengni hússins. ÞETTA GERÐIST: 5. MAÍ 1891 Opnunartónleikar í Carnegie Hall CARNEGIE HALL Í NEW YORK ROBERT GERARD SANDS (1954-1981) LÉST ÞENNAN DAG. „Hefndin verður hlátur barnanna okkar.“ Bobby Sands var liðsmaður IRA sem dó úr hungri í fangelsi eftir að hafa verið í hungurverkfalli í 66 daga. MERKISATBURÐIR 1639 Brynjólfur Sveinsson er vígður Skálholtsbiskup. 1835 Fyrsta járnbrautin á megin- landi Evrópu er opnuð milli Brusselar og Mechelen. 1944 Mohandas Gandhi er frels- aður úr fangelsi. 1945 Guðmundur Kamban rit- höfundur er skotinn til bana í Kaupmannahöfn. 1951 Flugvél sem hafði verið á kafi í snjó á Vatnajökli í heil- an vetur lendir í Reykjavík. 1961 Alan Shepard er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fara út í geim. 1970 Eldgos hefst í Heklu. 2000 Össur Skarphéðinsson er kjörinn formaður Samfylk- ingarinnar. Mikið verður um dýrðir í félagsheimil- inu Logalandi í Reykholtsdal á morgun þegar Lilja Margeirsdóttir heldur upp á sjötíu ára afmælið og gullbrúðkaupsaf- mæli með Flosa Ólafssyni leikara. „Við höfum nú ekki haldið margar stórar veislur. Ég var erlendis þegar ég var fimmtug en er fyrirmunað að muna hvað ég gerði þegar ég varð sextug. Ætli við höfum ekki bara farið í leikhúsið,“ segir Lilja. Í ár verður því þó öðruvísi farið enda þurfa hjónin ekki að leita langt til að finna góða aðstöðu til veislu- halda. „Nú búum við uppi í Borgarfirði og rétt fyrir ofan okkur er heilt félags- heimili sem mér datt í hug að nýta fyrir veisluna. Þar verður stofnað til vinafagn- aðar þar sem við reynum að skemmta okkur sjálf enda mjög glatt og fjörugt fólk sem við eigum von á í veisluna.“ Lilja á afmæli í dag og eru því liðin akkúrat sjötíu ár frá því að hún kom í heiminn í Þórshöfn í Færeyjum. „Það var yndislegt að alast upp í Færeyjum. Þær eru nánast eins og lítið sjávarþorp hérna á Íslandi.“ Hún fluttist síðan heim til Íslands þegar stríðinu lauk og kynnt- ist Flosa hér heima á Íslandi. „Gullbrúð- kaupið okkar er ekki fyrr en í haust þótt við sláum þessu nú saman og höldum upp á bæði tímamótin. Við giftum okkur niðri í Lækjargötu 12, þar sem Glitnir er núna með bílastæði, og vorum þá búin að vera hringtrúlofuð í þrjú ár.“ Lilja og Flosi búa nú í Reykholts- dalnum og hafa gert undanfarin sautján ár. Lilja segir að þau kunni sérlega vel við sig í sveitasælunni. „Fyrst ætluðum við bara að fá okkur góðan og grösugan móa fyrir hrossin. Svo kom bara í ljós að okkur leið svo vel og vildum bara vera þarna öllum stundum og þá var ekkert erfitt að taka þessa ákvörðun.“ Reykholtsdalurinn er líka ekki svo langt frá borginni og nýta hjónin sér það til að sækja ýmislegt þangað sem ekki er svo oft í boði í sveitinni. „Frá okkur er ekki svo langt til Reykjavíkur. Við keyr- um í leikhúsið og aftur heim á einu kvöldi,“ segir Lilja en bætir við að ferðalagið virðist vera Reykvíkingum töluvert erfiðara eða leiðin frá Reykja- vík eitthvað lengri en til borgarinnar. Vinir og fjölskylda Lilju og Flosa úr Reykjavík ætla þó líklega ekki að láta það aftra sér í því að sækja veisluna. Eins og áður segir verður hún haldin í félagsheimilinu Logalandi í Reykholts- dal á morgun og hefjast herlegheitin klukkan 15. LILJA MARGEIRSDÓTTIR: SJÖTUG Í DAG Heilt félagsheimili á hlaðinu LILJA MARGEIRSDÓTTIR HELDUR UPP Á AFMÆLIÐ Á MORGUN Stór afmælisveisla verður haldin á morgun í félagsheimilinu sem stendur rétt fyrir ofan bæinn þeirra Lilju og Flosa sem grípa tækifærið og halda í leiðinni upp á gullbrúðkaupsafmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JARÐARFARIR 13.00 Helga Helgadóttir, Laugar- ásvegi 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.00 Ólafur Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. 13.30 Guðríður Björnsdóttir, Mýrarvegi 115, Akureyri, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju. 14.00 Kolbeinn Bjarnason, Stóru- Mástungu, Gnúpverja- hreppi, verður jarðsunginn frá Stóru-Núpskirkju. 15.00 Hannes Helgason, Aspar- felli 8, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 15.00 Jón Ólafsson, Prestastíg 8, Reykjavík, áður Máva- braut 12a, Keflavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. ANDLÁT Dagur Hannesson járnsmiður lést sunnudaginn 30. apríl. Sigurður G. H. Ingason, fyrrver- andi póstrekstrarstjóri, Hvassaleiti 58, lést sunnudaginn 30. apríl. Hafsteinn Hermanníusson and- aðist á heimili sínu mánudaginn 1. maí. Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir lést á heimili sínu, Birkihlíð 42, mánudaginn 1. maí. Lilja Guðmundsdóttir, Birkilundi 18, Akureyri, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri mánudag- inn 1. maí. Margrét Vallý Jóhannsdóttir, Bragagötu 36, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 1. maí. Sigurður Gíslason, Faxabraut 13, Keflavík, lést á heimili sínu mánu- daginn 1. maí. Þuríður Hólmfríður Sigurjóns- dóttir, síðast til heimilis á dvalar- heimilinu Hvammi, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 1. maí. Guðjón Sigurbjörnsson, Arn- arhrauni 16, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. maí. Kristín Pálsdóttir, Ægisíðu 44, Reykjavík, andaðist á Landspítal- anum þriðjudaginn 2. maí. AFMÆLI Rebekka Rán Samper mynd- listarkona er 39 ára. Pétur Þorsteins- son prestur Óháða safnaðar- ins er 51 árs. Sonja Werner Guðmundsdótt- ir, Fossheiði 62, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 2. maí. Eiríkur Hreinn Finnbogason, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést mið- vikudaginn 3. maí. Stefán Karlsson handritafræðing- ur er látinn. Ástkær dóttir, fósturdóttir, systir, mágkona og elskuleg frænka, Lilja Guðmundsdóttir Birkilundi 18, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni mánudagsins 1. maí. Útförin fer fram mánudaginn 8. maí kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Kristjana Kristjánsdóttir Birgir Laxdal Guðmundur Örn Njálsson Guðrún Birna Jóhannsdóttir Sjöfn Guðmundsdóttir Sigurður Áki Eðvaldsson Anný Rós Guðmundsdóttir Birkir Freyr Stefánsson Katrín Lind Guðmundsdóttir Jóhann Eyþórsson Dagný Guðmundsdóttir og litlu frænd- og fóstursystkin. Okkar ástkæra Hrefna Magnúsdóttir Fannborg 8, áður Melgerði 16, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. maí klukkan 13.00. Rögnvaldur Ólafsson Sigríður Júlíusdóttir Lára Ingibjörg Ólafsdóttir Fríður Ólafsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Halldór Jónsson Sigríður Ólafsdóttir Þórður Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Dagur Hannesson járnsmiður, lést sunnudaginn 30. apríl. Sigurður Dagsson Ragnheiður Lárusdóttir Bjarki Sigurðsson Dagur Sigurðsson Ingibjörg Pálmadóttir Lárus Sigurðsson Heba Brandsdóttir og barnabörn. 70 ára er í dag, 5. maí, Siglfirðingurinn Erla Óskarsdóttir hjúkrunarkona, Hlégerði 31, Kópavogi. Af því tilefni dvelur hún og eiginmaður hennar á suðrænum slóðum. 70 ára afmæli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.