Fréttablaðið - 05.05.2006, Page 69
FRÉTTIR AF FÓLKI
Nicole Richie, dóttir söngvarans og hjartaknúsarans Lionel
Richie, hefur viðurkennt að hún sé
meðvituð um grannvöxt sinn og
segist ekki vilja vera vond fyrir-
mynd ungra stelpna í dag. Richie
hefur verið daglegur gestur á síðum
slúðurblaðanna síðasta
árið vegna snögglegs
þyngdartaps. Stjarna
sjónvarpsþáttanna
Simple Life hefur leit-
að sér hjálpar hjá læknum
og næringarfræðingum
og er staðráðin í því að
bæta nokkrum kílóum
á sig.
Katie Holmes er í góðum málum eftir
undirskrift kaupmála
vegna brúðkaups síns
og stórstjörnunnar
Toms Cruise.
Kaup-
málinn
hljómar
upp á litla 300
milljarða íslenskra
króna. Mikið
fjölmiðlafár hefur
verið í kringum
samband þeirra
og fyrst um
sinn héldu
menn að um
auglýsinga-
brellu væri
að ræða en
síðan hefur
mikið vatn
runnið til
sjávar. Skötuhjúin eignuðust
dóttirina Suri og ganga í það
heilaga í sumar. Foreldrar
Holmes eru glaðir yfir þessum
fregnum og telja dóttur sína
og barnabarn fjárhagslega vel
settar ef í hart fer.
Bandaríska leikkonan og fegurðardísin Halle
Berry staðfesti það
í viðtali við blaðið
Extra að hún myndi
ættleiða ef hún
yrði ekki ólétt í
bráð. Berry, sem hefur gengið í
hjónaband tvisvar og skilið jafn
oft, er nú kennd við fyrirsætuna
Gabriel Aubry og voru þau bæði
á lista People-tímaritsins yfir
100 kynþokkafyllstu manneskjur
í heimi. Það yrði því ekki slæmt
ef þau tvö ákveða að fjölga
mannkyninu. Halle leikur
aðalhlutverkið í einni
af stórmyndum sum-
arsins, X-men - the
Last Stand, sem
frumsýnd verð-
ur í lok maí.