Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 23. október 1977 í dag heimsækjum viö gamla en kunna kempu, harmtínikku- leikara, sem einnig er hótelhald- ari i Hverageröi, Eirik Bjarnason frá Bóli. En hann hefur um hálfr- ar aldar skeið verið viðriðinn svo kallaðan skemmtanaiðnað, fyrst sem harmtínikkuleikari en siðan hefur hann staðið fyrir ýmiss konar skemmtanahaldi. Við lát- um gamminn geisa og komum viða við, af nógu er að taka. Veiktist 12 ára af berkl- um. slæmt, en það vill enginn viðurkenna það,því það er peninga- þefur af stórum dansleikj um’ ’ — Var það svo upp úr þessum veikindum þinum, að þú fórst að spila á harmónikku? „bað má kannski segja þaö. Ég var i Reykjavikog gekk til læknis tvisvar á dag, þegar ég var ekki á spitölum. Þá gat ég farið að gera eitthvað,svoég fór i körfugerðina til Þorsteins Bjarnasonar og var þar i2 til 3 ár. Ég fann fljótlega að þetta var ekki starf við mitt hæfi. Hér myndi ég ekki una ævina út. Þá hugsaði ég meö mér að bezt væri að gera eitthvað i tima, þvi annars yrði kröfugerðin mitt hlutskipti i lifinu. Ég hætti siðan þarna i körfugerðinni og snéri mér algjörlega að músikinni. A meðan sjónin var i lagi, var .ég byrjaður að læra á orgel og pianó, og hafði fengið þar þó nokkra undirstöðu. Hins vegar sá égaðharmónikkan var liklegri til að veita mér lifibrauð og tók hana þvi dálitið alvarlega, og fór út i það að spila á dansleikjum. Það gerðir ég svo I yfir 25 ár.” — Þið spiluöuð mest saman, þú og Einar Sigvaldason? ,,Já, en Einar fór aftur á móti út og ætlaði að fullnema sig i músikinni, en striðið skall þá á og Einar lokaðist inni. Þá varð ég aftureinn,en fékk ýmsa með mér i músíkina þegar krafan varð sú, að það yrði leikið á fleiri hljóðfæri en harmónikkuna eina. En við Einar ferðuðumst viöa um landið og héldum hljóm leika. Það var nú fyrst og fremst vegna þess, að við tókum okkur til fyrirmyndar þessa erlendu gesti, sem hingað komu á árunum upp úr 1930. Ég man eftir þvi, að það voru bæði Gellin og Borgström, dönsku harmónikkuleikararnir, sem voru mjög vinsælir. Einnig koma Alex og Richard um þetta leyti. Ég var svo heppinn að augn læknirinn minn Kjartan Olafsson, ftír til Gellins og Borgströms, þar sem þeir dvöldust á Hótel ísland, og sagðist vera hér með ungan mann sem væri að missa sjónina, hvort þeir gætu nú ekki gert eitt- hvað fyrir hann. Þeir ttíku mér furöu vel, og ég fékk aö vera á æf- ingum hjá þeim, og fannst hafa mjög gott af á ýmsan hátt. Þegar þeir fóru keyptiég af þeim vara- harmónikkuna þeirra. Vegna þessara kynna minna af þeim Gellin og Borgström kynnist ég þvi, hvernig á að spila vinsæla músik, en það er néttúrulega oft bundiö við það að kunna að velja réttu lögin, lögin sem fólkið v.ill hlusta á,og leggja rækt við það að spila þau rétt.” Hótelrekstur i 30 ár. — Fórst þú svo beint úr har- mtínikkuleiknum yfir i hótel- reksturinn hér i Hveragerði, eða stundaðirðu þetta kannski jöfnum höndum? ,,Ég stundaði þetta jöfnum höndum framan af. En ég get sagt þéreitt, og hefsagt það áður, að ég £é alltaf eftir þvi að ég skyldi nokkurn tima fara út i þennan hótelrekstur. Ég hefði miklu heldur viljað vera alveg i músikinni, þegar aldurinn færist yfir. En þetta gat ekki farið saman til lengdar. Hótelið þarfnaðist allra minna krafta. Það var eng- inn leikur að byr ja og við hjónin urðum að vinna baki brotnu. Þa varð harmónikkuleikurinn aðeins hálft starf”. — Hvaða ár er það sem þú byrjaðir hótelrekstur hér i Hveragerði? „Það var árið 1947.” — Eitthvað sérstakt sem olli þvi öðru fremur, að þú fórst út i hótelrekstur? „Ja, það var svo sem engin sér- stök ástæða. Það var fyrst og fremst spurningin um það, að eignast einhvern samastað. En ég gat ekki liðsinnt eða hjálpað for- eldrum mínum neitt við búskap- inn, þannig að ég varð að velja mér einhverja aðra leið. Mér fannst eðlilegast að velja músik- ina til að skemmta fólkinu.” Ótækt að halda dansleik nema að hafa eitthvað fleira til skemmtunar. „En ég get sagt ykkur að hér i gamla daga þótt ótækt að halda samkomu eða dansleik án þess að bjóða upp á eitthvað fleira til skemmtunar, svo sem ræðuhöld, leikrit, söng, eða eitthvað þess háttar. Annaö þekktist ekki. Upp úr 1940 fór aö bera á þvi, að fólk vildi yfirgefa samkomusal- inn þegar ræðumaðurinn kom inn, nema eitthvað sérstakt kæmi til. Það var áhyggjuefni fólks sem að samkomuhaldi stóð, að leysá úr þessum vanda og hafa eitthvað annaö en dans til skemmtunar. Það þótti ótækt að láta fólkið dansa frá klukkan niu á kvöldin til klukkan þrjú, fimm eða sex á morgnana. Þetta var mikill höfuðverkur hjá mér um tima, en þá er það að bióhugmyndin fæðist. Og ég verð að segja það, að ef einhver hlutur hefur verið merkilegur hjá mér i þá daga, þá er það hugmyndin i sambandi við bitíið.” Nýja ferðabióið „Nýja ferðabióið tekur til starfa árið 1939, þ.e. nokkrum árum áður en ég hóf hótelrekstur hér i Hveragerði. Eins og ég sagði áðan, var ég alltaf að reyna að finna eitthvað sem ég gæti haft með mérásamkomur.en það var ekki auðfundið. Bjarni Jónsson, bióstjóri iNýja biói i Reykjavik, var náfrændi minn og i gegnum hann kynntist ég þessum kvikmyndasýningum, og hef kannski tekið bakteriuna. En ég fer að hugsa með mér, að ef bitísýningar eiga svona mikið erindi til fólksins í stærri bæjun- um, þá hlýtur þetta h'ka að eiga erindi til fólksins i dreifbýlinu. En þá kom upp nýtt vandamál. Það var aöeins hægt að sýna 16 mm filmur út i sveitunum vegna tak- markaös vélakosts. 16 mm filmur voru undantekningalaust fræðslumyndir, og það þótti ekki mikið sport i þvi. Slðan gerist það árið 1939, aö Bjarni Jtínsson hringir til min og segir, að nú geti hann útvegað mér vélar af réttri stærö. Það sé kominn maður frá Ameriku með kvikmyndasýningarvélar sem taki filmur sem eru 35 mm að stærð, og þaö sé auövelt að ferð- astmeð þær. Nú það verður úr að ég kaupi þessar vélar. Eru þær upphafið af Nýja ferðabióinu, sem enn þann dag i dag er til, þó það standi reyndar ekki undir nafninu sem sliku, en bitíiö hér i Hverageröi heitir raunverulega Nýja ferðabióiö, þvi ég hef aldrei endurskirt þaö.” „Setur það ekki allt i bál og brand?” Ég var einmitt að hugsa um það hérna áðan,að þegar Bjarni heit- inn var skólameistari á Laugar- vatni, átti ég tal við hann og spurði, hvort ég ættiekki að koma þangað upp eftir á skólatimabil- inu og sýna biómynd. Bjarni sagði strax „Þetta þarf ég að hugsa vel. Setur þaö ekki allt I bál og brand?” Ég segi honum að það séfjarri þvi. Ég skuli koma meö mynd sem bæta eigi hugann, ekki glæpamynd, en þá var auðvitað miklu minna um glæpamyndir en nú.heldur velja einhverja mynd á alheimsmælikvarða, listræna og hvað eina. Það varð úr að við Sigriöur kona min fórum upp eftir um vet- urinn og sýndum bió og ég spilaöi fyrir dansi á eftir,- Mæltist þetta mjög vel fyrir hjá fólkinu þar uppfrá. Ég man t.d. að Þráinn Valde- marsson var þá i héraðsskólanum á Laugarvatni og geröi hann mig næstum taugaveiklaðan með þvi að halda þessar óskaplegu lofræður um mig, aö böllunum loknum. En ég komst að þeirri niöurstöðu ekki þá, heldur miklu seinna,að lofræðurnar hefðu bara farið eftirþvl, hversu góða dömu hann hafði náð sér i, i þaö og þaö skiptið.” — viðtal við Eirík Bjarnason hótelhaldara og harmón ikkuleikara í Hveragerði Hef bara ekki lent i öðru eins. — Nú ferðaðist þú mikiö i tengslum við þessar bitísýningar þinar. Lentir þú aldrei i einum svaðilförum? „Maður man þetta nú ekki. En jú, einu sinni vorum viö Sigriður, kona min, að fara frá Laugar- vatni og höfðum fengið lánaðan sleða hjá Bjarna skólameistara, sem hesti var beittfyrir.Enáætl- unarbillinn kom ekki að Laugar- vatni nema annan hvern dag, og mátti ég ekki vera að þvi að biða hans. Ætlaði ég mér að komast niður að Sveinavatni i veg fyrir bilinn, en þetta er drjúgur spotti. Það var svona útsynnings garri ihonum og helvlti kalt. Maðurinn — Flestum er kunnugt um ætt þina oguppruna, en þú ert fæddur oguppalinn I Biskupstungum. En svo verður þú fyrir þvi óláni I æsku að missa sjónina? „Nei, það er ekki alls kostar rétt. Ég veiktist tólf ára af berkl- um, en það var ekkifyrren ég var kominn undirtvitugt að ég missti sjónina alveg. Ég var undir læknishendi á Vi'filsstöðum i tvö ár en dvaldi næstu tvö árin heima, og kenndi mér einskis meins. Þá kom upp mislingafar- aldur og ég var mjög veikur i 18 vikur. Það varö til þess að bakt- erian varð til i mér og bjó um sig i háræðum augans, með þeim af- leiðingum að ég missti sjónina.” — Hvað varstu gamall þegar þetta byrjaði? „Ég var á átjánda ári. Þetta hófst þannig, að ég var i heyskap úti á túni. Þegar mamma kom meö kaffið þangað, sagði ég við hana: Það er eins og það sé eitt- hvað upp I auganu á mér. Nú þetta versnaði, og þá um kvöldið fór ég til héraðslæknisins i Laug- arási. Hann sá strax hvað var á seyði og sagði, að ég yröi að fara suður eldsnemma i fyrramálið. Það gerði ég, og það kostaði aö ég varð útlagi af heimili minu 112 ár. Þetta tók langan tima. Fyrst fóru veikindin i annað augað en síðan i hitt, og alltaf var læknirinn að berjast viö þau”. Þá kom harmónikkan „Ég spila nú mest fyrir sjálfan mig núorðið” ,,Það vita allir að ástandið er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.