Tíminn - 23.10.1977, Síða 20

Tíminn - 23.10.1977, Síða 20
20 Sunnudagur 23. október 1977 Sunnudagur 23. október 1977 21 Margir Islendingar kannast viö Svein Gunnlaugsson, fyrrv. kenn- ara og skólastjóra í Flatey á Breiöafiröi og Flateyri viö önundarfjörö. Hann á aö baki langa og starfsama ævi, er kom- inn hátt á níræöis aldur, en ber aldurinn svo vel, aö ef menn vissu ekki betur, myndu fáir trúa þvi, aö hann væri búinn aö lifa svo langan dag. Búsæld til lands og sjávar Sveinn er glaöur maöur og góö- ur heim aö sækja, hann tók for- vitnum blaöamanni eins og göml- um vini, og viö byrjuöum á þvl aö tala um æskustöövar hans I Flat- ey. — Þd ert fæddur og alinn upp I Flatey, Sveinn? — Já, ég fæddist þar 17. mai láriö 1889, svo þú sérð, aö þaö fer bráöum ekki aö verða svo mjög langt i níræöisafmælið mitt. — Þaö væri gaman, ef þú vildir segja lesendum okkar eitthvaö um Brciöafjaröareyjar, þvi aö ekki eru allir kunnugir þar, þótt mikiö orö hafi fariö af þeim. — Hreppurinn heitir Flateyjar- hreppur, — og er eintómar ey jar. Þær, sem byggðar voru eru Flat- ey, Svefneyjar, Hvallátur, Skál- eyjar, Sviönur og Bjarneyjar. Svefneyjar og Skáleyjar eru ekki nema ein eyja, þótt þessi fleir- tölumynd sé alltaf notuö. Fjöl- mennast var I Flatey. Samkvæmt manntalinu 1703 voru ibúar þar hundraö og nitján, en áriö 1910 áttu þar heima 223 menn, og þá held ég að fjölmennast hafi veriö i Flatey. Ég er alveg viss um, — hvað sem aðrir segja um það — að aldrei fyrr né siðar hafi verið fjölmennara i Flatey. — Var ekki sjórinn aöal-bjarg- ræöisvegurinn? — Jú, en annars er sjálf eyjan ákaflega gott land. Henni var skipt I fjóra tiu hundraöa hluti. Allar þessar eyjar voru taldar fjörutiu hundruö, nema Sviðnur, sem voru ekki jafnmetnar, og Bjarneyjar, en þær voru byggöar hálfar á landi og hálfar á sjó, og er mér ekki kunnugt um aö svo hafi veriö ástatt um neina aöra jörö á Islandi. Þannig stóö á þvi, aðeyjarnar eru litlaraö landgæö- um. enuDDsáturer þar mjög mik- ið og veiðistöð ágæt, og svo hefur það sjálfsagt veriö frá landnáms- tiö. Bjarneyjar eru tvær, og heitir önnur Heimaey, en hin Búöey. Þannig eru hinar byggöu eyjar, sem ég taldi upp áöan, sjö, þótt þær beri aöeins sex nöfn I daglegu tali. Aöeins Bjarneyjar eru ,,i tvennu lagi,” hin fleirtölunöfnin eiga aöeins viö eina eyju.Það var búiö i Bjarneyjum allt til 1946, þá fór seinasti ábúandinn þaöan. Býlin á Heimaey hétu Rófa eöa Rófubúö, Bærinn, — sem liklega hefur veriö upphaflegi bærinn á eyjunni þá, Láfabúö og loks Gerö- ar. En á Búöey voru Innstabúö, Magnúsarbúö, Miöbúö og Yzta- búö. „Og þá hygg ég að smátt hafi verið skor- ið...” í Flatey voru alltaf fleiri en einn bóndi. Þeir voru vist aldrei færri enf jórir, en ég sé i manntal- inu frá 1703, aö þá hefur eyjunni verið skipt I nit ján smábýli. Og þá hygg ég aö smátthafi veriö skoriö hjá einhverjum. En Iminu minni voru þar f jögur tiu hundraöa býli, og sumum þeirra skipt I tvennt, þannig aö menn bjuggu „á fimm hundruðum”. Um aldamótin 1900 voru i' Flatey 160 manns, og þá voru þar fjórir bændur, og sá fimmtisem bjóá fimm hundraöa dýrleika. Ef viö litum á, hvaö þetta þýddi' ibústærö, þá áttu aö fylgja hverj- um ti'u hundruöum i jörö, fjórar mylkar kýr og i minnsta lagi fimmtlu til sextiu fjár, en var oft meira. Hlunnindi 1 Flatey voru dúntekja, selveiöi og fuglatekja, og hiö sama er aö segja um hinar eyjamar. En þaö voru bændurnir einir, sem nutu hlunnindanna en ekki lausamennimir, sem alltaf voru margir i Flatey. Þeir áttu hvorki aðgang aö jörö né hlunn- indum, og þeir urðu meira aö segja aöfáleyfi hjá bændunum til þess aö leggja hrognkelsanet. — Á hverju Uföu þá lausamenn- irnir? vel aö meta vestfirzkuna ykkar, sem voruö meö hana I talfærun- um? — Jú, og hann mælti eindregið með henni. Hann haföi verið i skólastjóri á tsafirði, viö barna-* skólann þar, og sagðist hafa heyrt á Vestfjöröum mörg orö, sem hann heföi fyrst kynnzt þar, og hann taldi að væru réttari þar en annars staöar á landinu. Ég minnist eins orös, sem honum þótti ákaflega fallegt. Það var hagfæringur, — en eins og kunn- ugt er, þá eru lömb, sem svo er ástatt um, kölluð ýmsum nöfnum annars staðar á landinu. Siík var stærð séra Magnúsar Helgasonar Já, þaö voru dýrlegir dagar, námsti'mi minn I Kennaraskólan- um, og hæst bar þar skólastjór- ann sjálfan, séra Magnús Helga- son. Mér þykir eiga vel viö hann setning sem sagt er aö Asgeir heitinn Ásgeirsson, fyrrv. forseti hafi sagt um sr. Magnús Helga- son. Hún er svona: „Þegar Magnús Helgason kemur inn um dyr, finnast mér allar dyr of litl- ar.” Hvort sem þessi orö eru ná- kvæmlega rétt höfö eftir hinum látna forseta okkar eöa ekki, þá eru þau afburða snjöll og hitta ná- kvæmlega i mark. Slik var stærö séra Magnúsar Helgasonar, — og á ég þá að sjálfsögðu ekki við lik- amlegan vöxt hans, þótt vissu- lega væri hann vel á sig kominn, einnig i þeim skilningi. Kennslan i skólanum var góð, og sóknin var hörö, þvi aö þar kunnur undir skáldnafninu Öm Arnarson. Hann orti nú grin- kvæði, sem nefndist Kálfsfótar- bragur, og var birt I skólablaöi okkar, Örvar-Oddi. Kvæðið var fyndiö og neyöarlegt, og um þaö uröu nokkrar þrætur. Sumir vildu láta taka þetta út úr blaðinu aft- ur, af þvi aö þaö væri skömm aö þvi þar, en aörir vildu lofa þvi aö vera kyrru. Um þetta var þrætt á kvöldfundi, ég man að dr. Björn var heldur á móti þvi að láta kvæðiö standa óhreyft. Loks kom okkur saman um að láta séra Magnús Helgason skera úr mál- inu og kveða upp dóm um þaö, hvort kvæöiö yröi látiö standa i blaðinu eöa ekki. Svo var það eitt kvöldiö, að séra Magnús var beðinn að koma á fund. Ég man alltaf, þegar hann gekk að boröinu, tók til máls og byrjaði á þvi aö minnast á þetta kvæði, hvort þaö ætti að standa þarna eöa ekki, en spuröi siðan: Sveinn Gunnlaugsson. — Timamynd: Róbert Margs er að minnast — Rætt við Svein Gunnlaugsson, fyrrverandi skólastjóra Fiatey á Breiöafirði *iglgggj Bjarnareyjar á Breiðafirði Hvallátur á Breiðafirði. — Þeirvoruflestirá skútum, og margir þeirra voru ágætir sjó- menn. ,,Hann hefði átt að verða prófessor....” — Nú er Flatey þekkt fyrir fleira en búskap og sjósókn, þótt hvort tveggja stæði þar iengi með blóma. — Já, rétt er þaö, þar hafa margir merkismenn átt heima. En lengi vel var þaö þó svo, að ekki var nema einn embættis- maöur I Flatey, presturinn. Sá þeirra, sem ég þekkti fyrst og bezt, var séra Siguröur Jensson, en faðir hans var Jens rektor Sigurösson, — bróöursonur Jóns forseta. Hann vigöist til Flateyjar árið 1881 og var þar prestur til dauðadags. Hann skirði mig, fermdi mig og kenndi mér, og ég kynntist honum mikið. Séra Sigurður var mikill heiöursmað- ur. — Séra Magnús Helgason, skólastjóri kennaraskólans, sagði einu sinni viö mig: Hann Sigurður Jensson heföi ekki átt aö vera út- kjálkaprestur á Islandi. Hann hefði átt aö vera prófessor i stæröfræöi viö einhvem af há- skólum álfunnar. — Þaö mun og rétt vera, aö séra Siguröur hafi veriö stæröfræöingur f fremstu röð, og þá gáfu mun hann hafa fengið frá afa sinum, Bimi Gunn- laugssyni. Séra Sigurður var prúömenni mikið og ljúfmenni og ákaflega áhugasamur um, aö allir læröu eitthvað nytsamlegt. Hann 6á allt- af um, aö barnaskóli væri til staö- ar, og fylgdist sjálfur með þvf að kennslan kæmi börnunum aö gagni. Og eftir að viö vorum farin að nálgast fermingaraldurinn, kenndi hann okkur margt sjálfur. — Séra Sigurður var jafnan al- þingismaöur kjördæmis sins, þangaö til hann hætti af sjálfs- dáöum, en annars var hann alltaf endurkjörinn. — Og fleiri góða embættismenn áttuð þið en þennan merkis- mann? — Já. Næstur á eftir séra Sigurði kom til okkar séra Hall- dór Kolbeins, snilldar maöur á allan hátt.og ákaflega vel látinn. Hann var aö sönnu skamman tima i Flatey, en hann kvæntist þar dóttur Ólafs bónda i Hval- látrum. — Séra Halldór Kolbeins er einn bezti og sérkenniiegasti maður, sem ég hef kynnzt á lifs- leiöinni. Mér þótti vænna um hann en flesta eöa alla aöra menn mér vandalausa. Þegar séra Halldór Kolbeins fór, vigðist til okkar snillingurinn séra Siguröur Einarsson skáld. Hann var f eikilega skemmtilegur maöur, og snjallasti ræöumaöur i predikunarstóli, sem ég hef heyrt. Siguröur Einarsson var skamma hriö hjá okkur, og næst- ur á eftirhonum kom séra Sigurö- ur Haukdal. Hann var prestur i Flatey til 1945. Sigvaldi Kaldalóns var læknir i Flatey — Var ekki iika jafnan læknir i Flatey? — Fyrsti læknirinn i Flatey var Oddur Jónsson. Hann var settur þangaö. Siöar var hann settur læknir i' Reykhólahéraöi. Næst minnistég Magnúsar Sæ- björnssonar, og einnig Katrinar Thoroddsen. Katrin var fram úr skarandidugleg og vinsæl, en hún fór frá okkur eftir skamma þjón- ustu. Eftir að ég fór frá Flatey, voru þar settir læknar,oftast skamman tima i einu hver maöur, en nú hef- ur hvorki veriö prestur né læknir I Flatey um langt árabil. — Var ekki Sigvaldi Kaldalóns læknir hjá ykkur um skeið? — Jú, það er alveg rétt. Kalda- lóns var skipaöur læknir i Flatey og var þar i' nokkur ár. Þaö var dýrlegur timi, þegar Sigvaldi Kaldalóns var hjá okkur, þvl aö hann geröi meira en aö bæta hin likamlega mein manna andlega heilsubótin sem frá honum staf- aði var ekki minna viröi. Hann hélt uppi söngkennslu, stofnaöi bæði karlakór og blandaöan kór, —og einmitt i Flatey samdi hann sum frægustu lög sin. Þar nægir að nefna lagiö Islandögrum skor- ið, en þaö var fyrst flutt á sam- söng i' Flatey á Breiöafirði árið 1927. — Ég man, aö nokkru seinna birtist á prenti dómur um þetta lag, þar sem þess er getiö, aö komin séu út tvö lög eftir Sig- valda Kaldalóns, Island ögrum skorið og annaö til, og siöan segir, aö þessi lög hvorki minnki Sig- valda né stækki hann sem tón- skáld. Þegar Sigvaldi Kaldalóns hafði lesiö þennan dóm sagöi hann: Þaö má þessi maður vita, þótt hann sé sjálfur tónskáld gott, að lagið mitt, Island ögrum skor- iö, lifir eins lengi og hans lög, ef nokkur þjóöleg tilfinning er til I íslendingum. Tildrög þess, aö Sigvaldi Kaldalóns samdi þetta lag, voru þau, aö viö, ungir Flateyingar, stofnuðum félag og héldum jafn- an upp á fæöingardag Eggerts Ölafssonar, en hann var fæddur i Svefneyjum 1. desember, og nú héldum við sem sagt upp á þenn- an dag um nokkurra ára skeiö. Svo var þaö einhverju sinni, aö Sigvaldi Kaldalóns kom til min skömmu fyrir fyrsta desember, og sagöi: Nú vil ég fá eitthvert ljóð eftir Eggert Ólafsson, til þess aö semja lag viö þaö. Viö fórum svo aö glugga I ljóö Eggerts, og þá varö þetta kvæöi fyrir valinu. „Það mátt þú ekki gera....” — Næst langar mig að vikja að sjálfum þér og störfum þinum. Þú áttir heima og starfaðir i Flatey langt fram eftir árum? — Já, og byrjaði snemma aö vinna^Ég, eins og aörir drengir þarna I eyjunum, byrjaöi strax aö fara á sjó, þegar ég gat valdiö ár- inni. Égreriá haustin, og ásumr- in var ég á skútu hjá fööur min- um, strax um fermingaraldur. Mig langaði til þess aö læra, ég hafði lært undirstööuatriöi i ýms- um greinum hjá séra Siguröi , Jenssyni, og auk þess var annar ágætur maður þar i Eyjunum, það var Kristján Skagfjörö stór- kaupmaöur. Hann haföi numið ensku ég held hjá sr. Þorvaldi Jakobssyni i Sauölauksdal, og af honum (Kristjáni Skagfjörö), læröum viö, ég og fleiri ungling- ar, eitthvaö I ensku. En þetta var ekki nóg, mig langaði aö komast i einhvern reglulegan skóla, en þeir voru ekki á hverju strái á þeim árum. Þá var nýstofnaöur Verzlunar- skólinn I Reykjavik, og skóla- stjóri hans var Flateyingur, ólaf- ur Eyjólfsson. Ég þekkti Ólaf, og sótti þvi um inngöngu i Verzlun- arskólann, þegar ég var nitján ára, og tók að búa mig undir það nám eftir föngum. Veturna áöur haföi ég dálitið fengizt við heima- kennslu hingað og þangað og þangað. .. ___ Sumariöáöurenégskyldifara i Verzlunarskólann var ég einu sinni sem oftar að koma úr sjó- ferö. Þá kom séra Siguröur Jens- son til mi'n og sagöi: ,,Ég heyri sagt, að þú sért aö hugsa um að fara i verzlunar- skóla.” ,,Já, ég hef hug á þvi,” svaraði ég. ,,Þaö mátt þú ekkigera,” sagöi hann þá. ,,Þú ert búinn aö sýna þaö, aö þú átt ekkert aö vera ann- aö en kennari, og nú hefur lika tekizt, f eitt skipti, aö fá réttan mann á réttan staö. bar sem er sr. Magnús Helgason skólastjóri Kennarskólans.” Þetta var sumarið 1908, þaö höföu veriö samin ný fræöslulög sumariö áö- ur, en vantaöi kennara til þess aö framfylgja þeim, og nú var Kennaraskólinn nýstofnaöur, tók til starfa haustiö 1908. Þetta fyrsta starfsár skólans veturinn 1908-’09, voru teknir I þriðja bekk þeir sem höföu lokiö gagnfræöa- prófi eöa áttu að baki einhverja hliðstæða almenna menntun, til dæmis frá bændaskóla. Nú sagöi séra Sigurður Jensson viö mig og félaga minn i' Flatey, að við værum orðnir svo vel undir búnir, aö okkur væri alveg óhætt að sækja um þriöja bekkinn I Kennaraskólanum. Viö tókum þessari eggjun og sóttum um inn- göngu i þriöja bekk, þótt viö hefö- um ekki tekiö neitt próf, er veitti okkur rétt til setu þar. Kennari i sextiu ár Viö fórum svo til Reykjavikur meö meömæli upp á vasann frá séra Siguröi Jenssyni til Jóns Þórarinssonar fræðslumála- stjóra. En fræöslumálastjóri sagöi: Hvað haldiö þiö aö þiö haf- ið aö gera i bekk meö mönnum, sem hafa lokið prófi i gagnfræöa- skóla eöa bændaskóla? En svo bætti hann viö: Þaö er svo sem sjálfsagt aö lofa ykkur aö reyna þetta, þvi aö hann Sigurður Jens- son gefur ykkur meðmæli, og hann hefur aldrei fariö aö skrökva. En hvaö um þaö, inn i bekkinn komumst við, — og nú hófst dýr- legur timi. Um vorið tókum viö próf, þrjáti'u og tvö skólasystkin. Af þeim eru nú aöeins þrjú á lifi, svo mér sé kunnugt: Jörundur Brynjólfsson, Svava Þórhalls- dóttir og ég. Og þegar skólinn átti fimmtugsafmæli, var ég sá eini okkar, sem enn var starfandi kennari. — Þú hefur svosnúiöþér alfariö aö kennslunni, strax og þú haföir lokiö námi? — Þaö var byggöurbamaskóli i Flatey áriö 1909, en ég byrjaöi þó ekki aö kenna þar, heldur sótti ég um kennarastöðu á Patreksfiröi haustiö 1910 og var kennari þar i fjögur ár. Þegar heimsstyrjöldin fyrri stóð, féll kennsla niöur, meðal annars vegna eldiviöar- skorts,ogþá fór ég heim I Flatey, og var farkennari i Breiöa- fjaröareyjum. Það var ákaflega sérstæð reynsla. Einkum er mér minnisstæöur veturinn 1917-’18, þegar ég labbaöi meö bókapoka minn á milli allra Breiðafjaröar- eyja á Isi, en svo var Breiöaf jörö- ur þá lagður, aö heita mátti, aö menn gætu fariö á Isum hvár sem þeir vildu um fjöröinn, jafnvel með hestakerrur, hvaö þá laus- gangandi menn. — Hvaö var þetta svo lengi, sem þú varst kennari og skóla- stjóri i Flatey á Breiöafiröi? — Ég gegndi þar þessum störf- um, kennslu og skólastjórn til haustsins 1930. Þá fór ég til Flat- eyrar og var þar skólastjóri til 1959, eða i tuttugu og niu ár, og siöan stundakennari þar þangað til ég var áttræöur, en þá sló ég botninn i baslið. ,,Hann þarf ekki að Iesa þetta svona neyðarlega” — Hvaöa greinar þótti þér skemmtiiegast aö kenna? — Islenzku, — og ég reyndi aö kenna hana eins vel og geta min leyfði. I Kennaraskólanum kenndi mér islenzku einhver bezti og hæfasti maður til þeirra hluta, sem hægt var að hugsa sér. Það var dr. Björn Bjarnason frá Við- firöi. Björn geröi kennslu sina lif- andi m.a. meö þvi aö safna, og láta okkur safna i skólanum þeim oröum, sem ekki þóttu góö Is- lenzka, og siðan var þétta lesiö upp á laugardagsfundum i skólanum. Stærðfræðikennari i skólanum var Ólafur Danielsson. Hann var ágætur kennari i sinni grein, en honum hætíi talsvert til þess aö sletta útlendum oröum. Ólafi þótti þvi oft nokkuö langur listinn, sem lesinn var yfirhonum á þessum kvöldfundum, og hann sagöi stundum, — þvi aö sjálfur var hann mjög gamansamur maöur: —- Látum nú vera, þótt hann Björn lesi þetta upp, en hann þarf ekki að gera þaö svona fjandi neyöarlega! — Kunni Björn frá Viöfiröi ekki Björnsagði enn fremur, aö ein- ungis á einum staö á landinu væri „kóngurinn” á reykjapipunni kallaöur réttu nafni. Hann héti ekki „kóngur”, heldur ,jcungur”, enþaö er saman dregiö úr ,,kúg” og „ungur”, þaö er aö segja sá sem kúgar: að kúga reykinn úr pipunni, sjúga hann tilsin. Þetta er alveg sama og aö tala um sein- asta kúginn i flöskunni: aö sjúga seinasta deiga dropann úr Ilátinu. Dr. Björn Bjarnason var ákaf- lega nákvæmur kennari og veitti öllu athygli, sem snerti islenzka tungu. Og hann var opinn og for- dómalaus gagnvart öllu nýstár- legu og jafnvelkynlegu. Einhvern tima vorum viö staddir út viö glugga, en hriöarbylur var úti. Þá varð mér aö oröi: „Þetta er varla haugfært veöur.” „Hvaö segir þú nú?” spuröi Björn. „Ég sagöi, aö þetta héti nú varla haugfært veð- ur,” svaraöi ég, „en þaö þýöir, aö varla sé f ært út á hauginn til þess aö henda þangað sorpi.” „Þetta er snjallt,” svaraöi Björn, ,,og auövitaö ágæt islenzka, — vest- firzka!” Og hann var hinn glaö- asti yfir þessu nýlæröa oröatil- tæki. lögöu ágætir menn hönd aö verki, en ógleymanlegastar endurminn- ingar á ég um kvöldvökurnar. Séra Magnús spuröi okkur strax um haustiö, hvort viö vildum nú ekki koma eitthvert rökkriö i vik- unni og hann segði okkur sögu, eins og siður hefði veriö heima hjá okkur. Þetta var að sjálfsögöu þegið meö þökkum, og ég gleymi aldrei frásögninni, — fyrstu sög- unni sem hann sagöi okkur. Þaö var Signýjarhárið. Ég man eftir einum Salómons- dómi.sem séra Magnús Helgason kvaö upp, þegar ég var i Kennara skólanum. Svo var mál meö vexti, aö það varglimt i skólanum, og þar voru margir góöir glimumenn. Einu sinni sem oftar glimdu tveir menn, sem báöir voru sterkir og stiröir, og annar þeirra bilaöist eitthvaö I ökkla i glimunni. En i skólanum var lika skáld, Magnús Stefánsson, sem siöar varö þjóð- „Hvernig er þaö annars: Kann nokkur þetta kvæöi? ” Þá kvaö viö úr hverju horni: „Já, ég kann þab,” ...,,og ég kann þaö lfka...” „Jæja,” sagöi séra Magnús, ,,þá sé ég ekki neina ástæöu til annars en aö það sé þarna óhreyft, fyrst allir kunna þaö.” Og þar með var málið útrætt. Unglingastarf og fyrirlestrahald, — einnig af prédikunarstóli — En svo viö vikjum aö þinu eigin skólastarfi: Geröir þú ekki sitthvaö fleira en aö kenna börn- um og unglingum námsgreinar, eftir aö þú varst sjálfur oröinn kennari og skólastjóri? — Jú, þaö var unglingaskóli bæöi i Flatey og á Flateyri. Viö gerðum þetta eftir venjulegan kennslutima, og það var talsverö- ur styrkur fyrir unglingana, þvi að á þeim tima átti ungt fólk ekki um svo ýkjamargt aö velja. Það var snemma stofnúö stúka I Flat- ey, — mig minnir þaö vera 1904 eða 1905 — og hún starfaði lengi þar. Bindindisfélag haföi veriö þar áður, og bamastúku veitti ég forstööu á meöan ég var I Flatey, og eins á Flateyri. Mér er óhætt að fullyrða að langflest af þeim ungmennum, sem voru i þessum stúkum, urðu reglufólk siöar á ævinni. Það eimir lengi eftir af slikum uppeldisáhrifum. I Flatey var lika mikið starfað aö söng- málum, og þar haföi Kaldalóns vitaskuld forystuna, á meðan hans naut viö, og einnig vann fyrri kona min mikið aö þeim málum, þvi að hún var mjög söngelsk, stjórnaði kórum og lék á kirkjuorgelib. Hún hét Sigrlður Benediktsdóttir og var ættuð frá Reykjahlið viö Mývatn, Bene- diktsdóttir, Sigfússonar Jónsson- ar I Reykjahlið. I Flatey var leikstarfsemi mik- iö um hönd höfö. Ég þýddi ein- hvern f jölda af leikritum, og svo var æft og leikið af krafti. við höföum stórt pakkhús fyrir leikhús,og þarvar leikiðog sung- iö. Ég lagði lika talsveröa stund á aö flytja erindi um ýmis efni og á ýmsum stöðum. Ég ferðaðist ekki einungis um Barðastrandasýslu, heldur einnig i aðrar sýslur, eftir beiöni manna, og talaði, bæöi á vegum ungmennafélaga og ann- arra aöila. — Var þetta ekki gaman? — Jú, það þótti mér. Ég held að ' ég hafi haft sæmilegt tungutak, og ég varð þess var, aö fólki þótti gott aö fá mig til þess aö flytja er- indi á mannfundum, þótt slikt sé nú ekki lengur i tízku. — Einhvern tima heyrði ég þaö sagt, aö þú hefðir meira aö segja stigiö i stóiinn hjá prestum og prédikað i kirkjunum. — Já, þaö er alveg satt, þeir fengu mig til þessa, fyrst og fremst vinur minn, séra Halldór Kolbeins. Fyrsta áriö sem hann var prestur i Flatey kallaði hann . mig jafnan til sin, þegar hann var búinn að semja stólræður sinar, las þær fyrir mig og baö mig að segja sér, hvernig mér fyndust þær, og svo ræddum við um þetta fram og aftur. Og þar kom, aö hann fór aö láta mig stiga I stólinn eöa flytja ræður i kirkjunni, þeg- ar hann var ekki viö sjálfur. Siðan færöist þetta i aukana, og ég sté i stólinn fyrir ýmsa aöra presta fyrir vestan. — Fannst þér ekki erfitt aö vera allt I einu kominn upp pré- dikunarstól I kirkju til þess aö fiytja ræöu? — Þaö var alveg sama, hvort ég stóö i ræöustóli eöa niöri á kirkju- gólfi og flutti ræðu mina árþar, — en það geröi ég oft lika — alltaf greip mig sama tilfinningin og þegar ég stig inn fyrir þröskuld kirkju, hvarsem var: Mér fannst alltaf einhver helgi gripa huga minn. Þannig hefur þetta alltaf veriö, þegar ég hef gengiö inn i kirkju, hvort heldur sem kirkju- gestur eða til þess aö flytja þar erindi, og þannig er þetla enn þann dag i dag. Oft sátu börnin í kringum Halldór Laxness. — Það var skemmtilegur gestur — Fyrst viö höfum vikið talinu aö trúarlegum efnum: Varst þú ekki kunnugur hinu fræga, ka- _ þólska skáldi, Stefáni frá Hvita- dai? — Jú, ég þekkti hann vel, og við vorum góöir kunningjar. Stefán var lika mikill kunningi séra Halldórs Kolbeins, enda safnaöi séra Halldór að sér merkismönn- um, sem sumir hverjir voru þá enn ungir og ekki mikiö áberandi i þjóöfélaginu. í þvi sambandi langar mig aö nefna einn mann sérstaklega. Þegar Halldór Kol- beins haföi veriö kosinn prestur i Flatey, sendi hann á undan sér ungan vin sinn, er skyldi dveljast i húsakynnum prestsins i Flatey, þangað til kerkur kæmi aö vitja Drauös sins. Þessi ungi maöur, sem nýi presturifin sendi á undan sér, var Halldór Guöjónsson frá Laxnesi i Mosfellssveit. Þar kom Framhald á bls. 25.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.