Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 8

Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 8
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR Við sérhæfum okkur í vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum fyrir öll skólastig. www.skola.is - vefverslun og skiptibókamarkaður Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur Sími 585 0500 Opið 9-18 virka daga ALLT Í SKÓLANN Á GÓÐU VERÐI O dd i h ön nu n_ V O B6 62 5 HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur gert athuga- semdir við setgáma, sem Impreg- ilo hefur notað til að taka við óvenjumiklu fráveituvatni frá aðgöngum fjögur á Kárahnjúkum. Verktakar á Kárahnjúkum nota yfirleitt settjarnir sem breytast í setþrær en Impregilo notar aðra tækni, setþró sem breytist í set- gáma. Gámarnir eru notaðir til að stöðva vatnsrennsli þannig að sandur og set falli til botns, olía fljóti upp og vatnið sé hreinsað. Helga Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að þegar vatns- streymið sé mikið hafi tækin ekki undan og því hafi verið gerðar athugasemdir. Sömuleiðis hafi verið gerðar athugasemdir við að gámarnir séu ekki tæmdir nægi- lega oft. Haraldur Alfreðsson, aðstoðar- staðarverkfræðingur Landsvirkj- unar, segir að vatnsmagnið í aðgöngum fjögur hafi verið óvenju- mikið undanfarna daga en unnið hafi verið að því að laga það síð- ustu nætur og það hafi tekist. - ghs Í GÖNGUM Á KÁRAHNJÚKUM Heilbrigðis- eftirlitið hefur gert athugasemdir við set- gáma í göngum sem eiga að taka við gegn- umstreymisvatni. Þegar gegnumstreymið er mikið hafa gámarnir ekki undan. Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerir athugasemdir við gáma Impregilo í göngum: Tækin hafa ekki haft undan SAMGÖNGUMÁL „Leið B hefur algjöra yfirburði samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar,“ segir Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti hreppsnefndar Reykhólahrepps. Hreppsnefndin sendi frá sér athugasemd á dögunum þar sem Skipulagsstofnun er sökuð um að taka meira tillit til skóglendis en manna. Skipulagsstofnun hefur hafnað öðrum áfanga svokallaðrar B- leiðar Vestfjarðavegar númer 60, á milli Bjarkarlundar og Eyrar í Reykhólahreppi. Annar áfangi leiðarinnar hefði legið um Hallsteinsnes, að hluta til í gegn- um Teigsskóg. Skipulagsstofnun vill vernda birkiskóg sem er á þessu svæði og hefur því lagt til að önnur leið verði valin, sem liggur hærra í landinu. Sú leið þykir ótæk meðal sveitarstjórnenda svæðisins af því að hún er lengri og hættu- legri. Úrskurður Skipulagsstofn- unar hefur verið kærður til umhverfisráðuneytisins af Vega- gerðinni og sveitarfélögunum á svæðinu. „Sveitarstjórnirnar á svæðinu eru sem einn maður í því að B- leiðin sé sú leið sem best er, enda hefur Vegagerðin gefið út að þetta sé vegtæknilega besta leið- in. Enda spyr maður sig, af hverju í ósköpunum á að vera að fara með vegi upp á hálsa í dag ef hægt er að komast hjá því? Þetta er ekki nútímaleg vegagerð,“ segir Gústaf Jökull. Rökstuðningur Skipulagsnefnd- ar byggir hvað mest á að birkið á Hallsteinsnesi, í Teigsskógi, beri að varðveita vegna þess hversu svæðið er ósnortið af mönnum og dýrum. Gústaf Jökull segir þetta vera rangt og finnst um leið alvar- legt að svo rangar upplýsingar hafi verið hafðar til hliðsjónar við úrskurð Skipulagsstofnunar. „Það eru til heimildir, eins og í árbók Barðstrendinga, um að bændur úr Breiðafirði hafi farið í skóginn til að ná sér í við til kyndingar. Svo var búið á bæ þarna stutt frá, ekki alls fyrir löngu, og gengu kindur þarna um og bitu.“ Kæra hreppsnefndarinnar er til meðferðar hjá umhverfisráðu- neytinu sem kveða mun upp úrskurð sinn á næstu vikum. Greinilegt er að um mikið hags- munamál er að ræða hjá íbúum svæðisins. „Þetta er mikið rétt- lætismál fyrir íbúana á svæðinu og svo eru þetta líka grundvallar- mannréttindi, að geta komist á milli staða með sem öruggustum hætti,“ segir Gústaf Jökull. aegir@frettabladid.is Metur birkiskóg meira en mannslíf Skipulagsstofnun hefur lagst gegn lagningu svokallaðrar B-leiðar í Reykhóla- hreppi vegna þess að hún liggur í gegnum birkiskóg. Hreppsnefnd Reykhóla- hrepps sakar Skipulagsstofnun um að meta birkihríslur meira en mannslíf. BIRKISKÓGUR VIÐ NORÐANVERÐAN ÞORSKAFJÖRÐ Hluti af leið B átti að liggja hér. FRÉTTABLAÐIÐ/VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.