Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 8
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR Við sérhæfum okkur í vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum fyrir öll skólastig. www.skola.is - vefverslun og skiptibókamarkaður Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur Sími 585 0500 Opið 9-18 virka daga ALLT Í SKÓLANN Á GÓÐU VERÐI O dd i h ön nu n_ V O B6 62 5 HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur gert athuga- semdir við setgáma, sem Impreg- ilo hefur notað til að taka við óvenjumiklu fráveituvatni frá aðgöngum fjögur á Kárahnjúkum. Verktakar á Kárahnjúkum nota yfirleitt settjarnir sem breytast í setþrær en Impregilo notar aðra tækni, setþró sem breytist í set- gáma. Gámarnir eru notaðir til að stöðva vatnsrennsli þannig að sandur og set falli til botns, olía fljóti upp og vatnið sé hreinsað. Helga Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að þegar vatns- streymið sé mikið hafi tækin ekki undan og því hafi verið gerðar athugasemdir. Sömuleiðis hafi verið gerðar athugasemdir við að gámarnir séu ekki tæmdir nægi- lega oft. Haraldur Alfreðsson, aðstoðar- staðarverkfræðingur Landsvirkj- unar, segir að vatnsmagnið í aðgöngum fjögur hafi verið óvenju- mikið undanfarna daga en unnið hafi verið að því að laga það síð- ustu nætur og það hafi tekist. - ghs Í GÖNGUM Á KÁRAHNJÚKUM Heilbrigðis- eftirlitið hefur gert athugasemdir við set- gáma í göngum sem eiga að taka við gegn- umstreymisvatni. Þegar gegnumstreymið er mikið hafa gámarnir ekki undan. Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerir athugasemdir við gáma Impregilo í göngum: Tækin hafa ekki haft undan SAMGÖNGUMÁL „Leið B hefur algjöra yfirburði samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar,“ segir Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti hreppsnefndar Reykhólahrepps. Hreppsnefndin sendi frá sér athugasemd á dögunum þar sem Skipulagsstofnun er sökuð um að taka meira tillit til skóglendis en manna. Skipulagsstofnun hefur hafnað öðrum áfanga svokallaðrar B- leiðar Vestfjarðavegar númer 60, á milli Bjarkarlundar og Eyrar í Reykhólahreppi. Annar áfangi leiðarinnar hefði legið um Hallsteinsnes, að hluta til í gegn- um Teigsskóg. Skipulagsstofnun vill vernda birkiskóg sem er á þessu svæði og hefur því lagt til að önnur leið verði valin, sem liggur hærra í landinu. Sú leið þykir ótæk meðal sveitarstjórnenda svæðisins af því að hún er lengri og hættu- legri. Úrskurður Skipulagsstofn- unar hefur verið kærður til umhverfisráðuneytisins af Vega- gerðinni og sveitarfélögunum á svæðinu. „Sveitarstjórnirnar á svæðinu eru sem einn maður í því að B- leiðin sé sú leið sem best er, enda hefur Vegagerðin gefið út að þetta sé vegtæknilega besta leið- in. Enda spyr maður sig, af hverju í ósköpunum á að vera að fara með vegi upp á hálsa í dag ef hægt er að komast hjá því? Þetta er ekki nútímaleg vegagerð,“ segir Gústaf Jökull. Rökstuðningur Skipulagsnefnd- ar byggir hvað mest á að birkið á Hallsteinsnesi, í Teigsskógi, beri að varðveita vegna þess hversu svæðið er ósnortið af mönnum og dýrum. Gústaf Jökull segir þetta vera rangt og finnst um leið alvar- legt að svo rangar upplýsingar hafi verið hafðar til hliðsjónar við úrskurð Skipulagsstofnunar. „Það eru til heimildir, eins og í árbók Barðstrendinga, um að bændur úr Breiðafirði hafi farið í skóginn til að ná sér í við til kyndingar. Svo var búið á bæ þarna stutt frá, ekki alls fyrir löngu, og gengu kindur þarna um og bitu.“ Kæra hreppsnefndarinnar er til meðferðar hjá umhverfisráðu- neytinu sem kveða mun upp úrskurð sinn á næstu vikum. Greinilegt er að um mikið hags- munamál er að ræða hjá íbúum svæðisins. „Þetta er mikið rétt- lætismál fyrir íbúana á svæðinu og svo eru þetta líka grundvallar- mannréttindi, að geta komist á milli staða með sem öruggustum hætti,“ segir Gústaf Jökull. aegir@frettabladid.is Metur birkiskóg meira en mannslíf Skipulagsstofnun hefur lagst gegn lagningu svokallaðrar B-leiðar í Reykhóla- hreppi vegna þess að hún liggur í gegnum birkiskóg. Hreppsnefnd Reykhóla- hrepps sakar Skipulagsstofnun um að meta birkihríslur meira en mannslíf. BIRKISKÓGUR VIÐ NORÐANVERÐAN ÞORSKAFJÖRÐ Hluti af leið B átti að liggja hér. FRÉTTABLAÐIÐ/VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.