Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 10

Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 10
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR Við sérhæfum okkur í vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum fyrir öll skólastig. www.skola.is - vefverslun og skiptibókamarkaður Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur Sími 585 0500 Opið 9-18 virka daga GOTT VERÐ Á ALLRI SKÓLAVÖRU O dd i h ön nu n_ V O B6 62 5 Dalvegi 4 • Kópavogur • Sími 564 5700 HEITIR POTTAR Ný sending komin! Vorum að fá nýja sendingu af frábærum pottum (skeljum). Tvær stærðir: 1,94 x 2,00 5 manna 2,26 x 2,26 6–7 manna VÍSINDI, AP Gufuhvolf jarðar yfir suðurheimskautinu mun verða allt að fimmtán árum lengur en áður var talið að jafna sig, að sögn vís- indamanna hjá veðurstofu Sam- einuðu þjóðanna. Göt í ósonlaginu eru til komin vegna mengunar frá ísskápum, loftræstikerfum og öðrum tækj- um. Þau valda því að hættulegir sólargeislar komast óhindraðir til jarðarinnar, en of mikið útfjólu- blátt sólarljós getur valdið húð- krabbameini og drepið örlitlar plöntur sem gegna mikilvægu hlutverki í upphafi fæðukeðjunn- ar. Áður höfðu vísindamenn talið að götin gætu verið horfin árið 2050, en nú trúir Geir Braaten, sérfræðingur á veðurstofu Sam- einuðu þjóðanna, að svo verði ekki fyrr en árið 2065. „Gatið í ósonlaginu yfir suður- heimskautinu hefur ekki stækkað síðan seint á tíunda áratugnum, en búast má við að stór ósonlagsgöt haldi áfram að myndast áratugum saman,“ sagði Braaten á föstudag. Gat hefur myndast í ósonlaginu yfir suðurheimskautinu í vetrar- lok í ágúst á hverju ári allt frá miðjum níunda áratugnum, og er það yfirleitt stærst seint í sept- ember. - smk Lengra þangað til gatið í ósonlaginu lokast: Tekur 15 ár til viðbótar GEIR O. BRAATEN Vísindamaður á veðurstofu Sameinuðu þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Actavis hefur ákveðið að byggja eða kaupa lyfjaverksmiðju til framleiðslu á krabbameinslyfj- um. Verður það gert til að bregðast við miklum fyrirsjáanlegum vexti hjá Sindan, sem Actavis keypti í vor, og almennt á sviði krabba- meinslyfja í heiminum. „Sindan hefur náð gríðarlega góðum árangri og vaxið um fjörutíu pró- sent á milli ára, sé miðað við fyrstu sex mánuði ársins í ár miðað við í fyrra,“ segir Halldór Kristmanns- son, yfirmaður almanna- og fjöl- miðlatengsla hjá Actavis. „Ekki er hægt að nýta aðrar verksmiðjur Actavis í framleiðslu á krabbameinslyfjum, þar sem slík starfsemi þarf að vera algerlega einangruð. Því höfum við ákveðið að fara út í þetta en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar verksmiðjan verður staðsett.“ Halldór segist ekki geta sagt til um hversu mikið það komi til með að kosta að byggja eða kaupa slíka verksmiðju. Tilkoma verksmiðj- unnar og kaup Actavis á Sindan nægi þó til að koma Actavis í hóp tveggja til þriggja öflugustu félaga á sviði þróunar og fram- leiðslu samheitakrabbameinslyfja heims. - hhs HALLDÓR KRISTMANNSSON Halldór er yfirmaður almanna- og fjölmiðlatengsla hjá Actavis. Framkvæmdir vegna vaxtar hjá Sindan, dótturfélagi Actavis í Rúmeníu: Kaupa eða reisa nýja verksmiðju

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.