Fréttablaðið - 21.08.2006, Side 42

Fréttablaðið - 21.08.2006, Side 42
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR22 Hér er um að ræða einstakt hús í hjarta Inn-bæjarins á gatnamótum tveggja elstugatna bæjarins Hafnarstrætis og Aðal- strætis. Húsið er reisulegt timburhús byggt árið 1900 af Sigtryggi Jónssyni. Húsið skiptist í dag í tvær íbúðir, annars vegar efri hæð og ris, og hins vegar neðri hæð og kjallara. Báðar íbúðirnar eru mjög rúmgóðar og bjartar, með mikilli lofthæð og mörgum gluggum. Heildarstærð eignarinnar er 364,5 fm sem skiptist í 185,6 fm efri íbúð og 178,9 fm neðri íbúð. Efri íbúð: Gengið er inn í íbúðina af verönd á norð- austur horni hússins. Þar er komið inn á flísalagða forstofu. Fallegur stigi og stigauppganga er upp á hæðina. Lítið þvottahús er á stigapalli á hæðinni. Aðalhæð íbúðarinnar skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, sjónvarpstofu og eldhús, borðstofu og hol í einu opnu rými. Upprunalegar gólffjalir eru á hæð- inni að mestu og hafa þær verið pússaðar upp. Upprunalegar loftfjalir eru í loftum og á veggjum eru brjóstlistar og veggfóður á hluta. Á eldhúsi eru nýrri gólffjalir og baðherbergi er dúkur. Á baðher- bergi er baðkar og eru öll tæki á baði í „gömlum stíl“. Í eldhúsi er ný innrétting og úr borðstofu er farið út á svalir til suð-vesturs. Úr holi er stigi upp í ris. Risið er að mestu eitt stórt opið rými en þar er þó stúkað af eitt svefnherbergi og lítið salerni. Þar væri hægt að fjölga herbergjum væri vilji til þess. Gólffjalir eru þar á gólfum og bitarnir í loftinu sjást sem setur skemmtilegan svip á risið. Vandað hef- ur verið til frágangs allrar lýsingar en góð halogen lýsing er í risinu. Risið skiptist annars í eitt svefn- herbergi, salerni, dagstofu, lesstofu og skrifstofu- og gestarými/svefnpláss. Neðri íbúð: Gengið er inn í íbúðina á suð-vestur horni hússins en einnig er inngangur af verönd á austurhlið. Forstofan er rúmgóð og úr henni er einnig farið niður í kjallara. Hæðin skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, hol, stofu eldhús og borðstofu. Upprunalegar gólffjalir eru á íbúðinni að mestu, brjóstlistar á veggjum og veggfóður að hluta. Úr stofu/borðstofu er farið út á stóra verönd til austurs. Í eldhúsi er nýleg innrétting. Úr forstofu er farið niður í kjallara. Í kjallara er þvottahús, eitt svefnherbergi og stórt opið rými sem gæti verið notast sem stofa. Nýlegar flísar eru á kjallaranum og fallegir pússaðir trébitar setja fallegan svip á rýmið. Í kjallara væri hægt að fjölga svefnherbergj- um eða jafnvel gera auka-íbúð. Austast í kjallara er sameiginlegt rými sem báðar íbúðir hafa aðgang að. Líkt og efri íbúðin þá er hátt til lofts og vítt til veggja, og íbúðin er björt þar sem gluggar eru bæði stórir og margir. Lóðin: Lóðin er stór, skráð 2.217,0fm og er eign- arlóð og auk þess að vera flötin í kringum húsið nær hún töluvert upp í brekkuna. Þessi eign var endurnýjuð frá grunni fyrir um áratug síðan og var mjög hagalega að allri vinnu staðið til að viðhalda upprunalegu útliti hússins. Skoðið myndirnar á www.kaupa.is Hvammur - Amarohúsinu Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri - Sími 466 1600 Opið virka daga 9-17 Sigurður Sveinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali Einstakt hús í hjarta Akureyrar Fr um – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.