Fréttablaðið - 21.08.2006, Síða 60

Fréttablaðið - 21.08.2006, Síða 60
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR40 Til hvers að vera í sumarfríi þegar það er miklu meira gaman í vinnunni… Zúúper mætir aftur mánudaginn 21. ágúst kl. 07.00. „Ég væri til í að eiga hús eins og systir mín á í Danmörku. Það er virkilegt draumahús,“ segir Hermann eða Hemmi Gunn eins og við þekkjum hann flest. „Húsið er í gróðursælu og notalegu einbýlishúsahverfi og er 220 fermetrar á tveimur hnæðum. Það finnst mér vera mátuleg stærð. Það er allur munaður í húsinu, svo sem gufubað, heitur pottur og svokallað „hobbyherbergi“. Það sem heillar mig þó mest við húsið er frumskógurinn inni í stofu. Það er sem sagt herbergi með glerveggjum sem er eiginlega inni í stofunni þar sem er þvílíkur frumskógargróður, páfagaukar og apar. Þannig að maður er kominn út í villta náttúru þegar maður situr í stofunni og horfir í gegnum glerið. Þetta hús nær því að sameina náttúrulegt eðli mitt við nautnasegginn í mér.“ Hemmi nýtur þess að hafa það gott í náttúrunni og ef hann ætti að flytja húsið til Íslands er hann ekki í nokkrum vafa hvar hann myndi staðsetja það. „Á fallegasta stað á Íslandi, Haukadal í Dýrafirði. Ef ég neyddist með það suður myndi ég koma því fyrir efst í Árbæjarhverfinu, þar sem ég bý núna, til þess að hafa Rauðavatn og Heiðmörk í næsta nágrenni. Ég bara verð að hafa náttúruna í kringum mig. Til dæmis þegar ég fer í sund þá fer ég helst í sundlaugina í Hveragerði því þar er maður staddur í náttúrunni, með tréin hangandi yfir sér og fjöllin í baksýn.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT HERMANN GUNNARSSON DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR Verð að vera í tengslum við náttúruna Hemmi Gunn segir hús systur sinnar vera draumahúsið sitt. SELDAR EIGNIR Á AKUREYRI* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 20 15 10 5 0 FJÖLDI 30/6- 6/7 15 7/7- 13/7 9 14/7- 20/7 6 21/7- 27/7 11 28/7- 3/8 10 4/8- 10/8 4 Sveitarfélagið Álftanes hefur ákveðið að standa fyrir arki- tektasamkeppni. Keppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um deili- skipulag fyrir blandaða íbúabyggð og verslunarhverfi. Á svæðinu er til dæmis áform- að að byggja allt að 40 þjónustu- íbúðir sem munu tengjast þjón- ustumiðstöðvum fyrir félags- og heimaþjónustu. Af því tilefni óskar atvinnu- málanefnd og stýrihópur um arki- tektasamkeppni eftir samstarfs- aðilum um uppbyggingu eða rekstur slíkra búsetuúrræða. Einnig auglýsir sveitafélagið eftir aðilum til verslunarreksturs, þjón- ustu- og skrifstofureksturs, svo fátt eitt sé nefnt. Áhugasömum er bent á að senda upplýsingar á skrifstofu Sveitarfélagsins Álfta- nes. Keppni um deiliskipulag Loftmynd af Álftanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Elsta hús og jafnframt aðalbygging Menntaskólans í Reykjavík var vígð árið 1846 og á því 160 ára afmæli á þessu ári en arkitektinn var danskur eins og reyndin var með flestallar byggingar á Íslandi á þessum tíma. Á þeim tíma var byggingin stærsta hús landsins en húsið er 1524 fermetrar. Ráðist var í byggingu hússins þegar ákveðið var að flytja Bessastaðaskóla til Reykjavíkur af því að húsnæðið þar hélt hvorki vatni né vindi. Fram til 1904 nefndist skólinn Reykjavíkur lærði skóli en var oftast nefndur Reykjavíkur- skóli, Lærði skólinn eða Latínuskólinn. Skólinn hefur heitið Menntaskólinn í Reykjavík frá árinu 1937 en þessi elsta bygging skólans er yfirleitt kölluð gamli skóli í daglegu tali nemenda. (Heimild: Wikipedia) Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.