Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 64

Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 64
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR KEMUR ÚT ALLA FIMMTUDAGA GLÆSILEGRA TÍMARIT MEÐ SPENNANDI VIÐTÖL OG FRÉTTIR AF FÓLKI SEM ÞÚ MÁTT ALLS EKKI MISSA AF! NÚ ER KOMIÐ NÝTT OG STÆRRA HÉR & NÚ Eyrún Huld Haraldsdóttir Segir frá heimsókninni til Magna síns í LA ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ■ Pondus Eftir Frode Øverli Kýr meiddist á hrygg nú rétt fyrir hádegi þegar hún datt af húsþaki fyrir norðan... Hmmm... Dular- fullt! Ég hélt að kýrnar lentu alltaf á löppunum! Nei, nei, nei! Það gera svínin! Ah! Þú verður að vera með landafræðina á hreinu, Ívar minn! Þetta eru skjaldbökurnar mínar. Vá! Þær eru risa- stórar! Já, ég er búin að eiga þær í eitt ár. Þær heita Dúlla og Morðóð. Þær eru jafngamlar, en ég keypti þær á sitthvorum tíma mánaðarins. Auðvitað. Þetta er frægðar- stund Guðbergs Friðrikssonar... ...vinsamlega horfðu á þessa myndasögu í 15 mínútur... Ég held ég þurfi að gefa kettinum. Ég óska að ég fái hest! Ég líka! Þú getur ekki óskað eftir hest, það er mín ósk! Get það víst! Nei! Nei! Nei! Jú! Jú! Jú! Pabbi! Viljiði giska á óskina mína? Á Íslandi er það við- tekin venja að allir mæti of seint á allt. Það virðist vera þegjandi samkomu- lag um að þannig eigi það að vera. Fólki er meira að segja ráðlagt að aug- lýsa að skemmtanir byrji klukkan átta þótt þær byrji í raun ekki fyrr en klukkan níu. „Bara svo það mæti einhver á réttum tíma,“ segja menn eins og það sé sjálf- sagðasti hlutur í heiminum að allir mæti alltaf of seint. Kannski er þetta svona alls staðar í heiminum en ég læt þetta samt fara í taugarnar á mér. Ein- hverra hluta vegna hef ég nefni- lega vanið mig á einhverja bévít- ans stundvísi og frá því ég man eftir mér hefur mér leiðst að bíða eftir fólki sem mætir of seint. Ég hef beðið eftir fólki á veit- ingastað og verið farin að narta í munnþurrkuna meðan þjónninn lítur mig hornauga og telur mig einmana sál sem enginn vill fara út að borða með. Ég hef líka hlaup- ið í stresskasti á viðburði – hrædd um að missa af fjörinu – og lent svo í því að bíða eftir öllum hinum í klukkutíma af því þeir ákváðu allir að vera ekkert að stressa sig. Það er líka þannig að það er alltaf sama fólkið sem er of seint og þar af leiðandi líka sama fólkið sem þarf að bíða. Stundum er mér nákvæmlega sama um óstundvísi annarra. Til dæmis er mér alveg sama þótt samstarfsfélagarnir mæti of seint í vinnuna eða strætó komi tveimur mínútum of seint. Mér finnst hins vegar leiðinlegt þegar einhverjir laumast inn í leikhússalinn þegar sýningin er byrjuð eða þegar tann- læknatímanum mínum seinkar um hálftíma vegna þess að sá sem átti tímann á undan mér gleymdi sér í búðinni. Það bregst heldur ekki að þegar seina fólkið mætir er það glórulaust um að beðið hafi verið eftir því. Mér hefur til dæmis verið bent á að fyrst þetta fari í taugarn- ar á mér eigi ég bara að hætta að vera svona stundvís. Líklega er það hið eina rétta – ef allir eru jafn óstundvísir kvartar enginn. STUÐ MILLI STRÍÐA Hið akademíska korter, eða hálftími, eða klukkustund ÞÓRGUNNUR ODDSDÓTTIR LÆTUR ÓSTUNDVÍSI FARA Í TAUGARNAR Á SÉR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.