Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 65

Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 65
MÁNUDAGUR 21. ágúst 2006 25 Ef indverskur maharaja spyrði hvort hægt væri að fá góða ind- verska máltíð í Reykjavík myndi ég ekki hika við að vísa honum á Aust- ur Indía fjelagið: Þar er indversk matargerðarlist í háum gæðaflokki − og meira að segja á skaplegu verði sem gæti komið sér vel fyrir mah- arajann því að flestar þeirra ætta sem eitt sinn réðu Indlandi mega muna fífil sinn fegri og draga fram lífið á því sem íslenskum banka- furstum þættu vera smánarlaun. Einföld indversk máltíð er gjarna þannig samsett að kolvetni fær maður úr brauði eða hrísgrjón- um, eggjahvítu úr kjöt- eða fiskrétti, þessu til stuðnings borðar maður einn eða tvo grænmetisrétti svo sem raitha (gúrka í jógúrt) og eða linsu- baunarétt. Hrísgrjón, brauð og raitha hreinsa bragðlaukana sem í sæluvímu gæla við ótal kryddteg- undir, sumar mildar, aðrar sterkar. Þeir sem halda að indverskt krydd svíði munn og meltingarfæri geta sagst vera búddatrúar en mat- argerð handa þeim söfnuði einkenn- ist af einstaklega mildilegri notkun kryddtegunda. Við borðuðum á vestræna vísu – ekki með guðsgöfflunum eins og kurteislegast hefði verið – og létum færa okkur sérstaka forétti áður en aðalmáltíðin hófst. Borðdaman drakk Tuborg (650 kr. flaskan) og ég drakk Chateau de Gvendo (0 kr.). Engir dúkar eru á borðum, og munn- þurrkur úr pappír − en þykkar vel. Forréttirnir voru malai tikka lax (1.395 kr.) og kjúklinga tikka salat (1.395 kr.). „Tikka“ er rauður blettur sem sumir Indverjar bera á enninu og í matargerð er orðið notað um rauðan kryddlög sem búinn er til úr jógúrt. Síðan komu aðalréttirnir moilee- risarækjur (2.995 kr.) og banarasi saag, grænmetisréttur í spín- atsósu (2.195 kr.), með þessu feng- um við naan-brauð steikt að hætti Kasmírbúa (sætt og fyllt með þurrk- uðum ávöxtum), mangómauk, raitha og soðin hrísgrjón. Það þyrfti skáld á borð við Tagore til að lýsa unaðssemdum þessara rétta. Hráefnið var gott, réttirnir mátulega eldaðir, og krydd- aðir af listrænu innsæi. Þegar maður fór að sjá fyrir endann á mál- tíðinni komu í hug hin frægu orð Íslendings á þorrablóti sem sagði: Það vildi ég að guð gæfi að ég væri kominn heim, háttaður, sofnaður, vaknaður aftur og byrjaður að eta! Austur Indía fjelagið er óform- legur staður, skemmtilega laus við að vera „yfirþyrmandi“ indverskur; myndin sem hangir á karlasalerninu er gott dæmi um hófsama snilld í innanhússkreytingum. Ekki orð um það meir. Sjón er sögu ríkari. Austur Indía fjelagið Hverfisgötu 56 Matur fyrir maharaja! Allt útlit er fyrir að deila Jennifer Lopez við fyrrverandi eiginmann sinn, Ojani Noa, fari ekki fyrir dóm- stóla, en Lopez er ósátt við að Noa hennar ætli að gefa út bók þar sem hann greinir frá innstu leyndarmál- um sambands þeirra. Í apríl tókst Lopez að fá tíma- bundið lögbann á bókina sem inni- heldur meðal annars viðkvæmar lýsingar á kynlífi hennar. Átti að hefja efnismeðferð málsins fyrir dómi á dögunum en þá komu lög- fræðingar þeirra sér saman um að æskilegra væri að semja um lyktir málsins, frekar en að fá úrskurð dómara. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slær í brýnu milli Lopez og Noa. Fyrir ári fékk Noa nokkra summu fyrir að hætta við málsókn á hendur Lopez, þar sem hann sakaði Lopez um að hafa átt hlut að máli þegar hann var rekinn úr starfi fram- kvæmdastjóra veitingastaðar í Los Angeles. Ef marka má bréf sem hann sendi listakonunni snemma á árinu má ætla að Noa sé enn á hött- unum eftir peningum hennar, því þar hótar hann að gefa út bókina ef Lopez greiðir honum ekki fimm milljónir bandaríkjadala. Kynlífslýsingarnar fara ekki fyrir dóm ÓTTAST ÚTGÁFU LEYNDARMÁLA SINNA Jennifer Lopez ætlar að sættast við fyrr- verandi eiginmann sinn en þau deila um útgáfu bókar hans sem greinir frá ýmsum leyndarmálum sambands þeirra. Heather Mills verslar til að gleyma sársaukanum sem fylgir skilnað- inum við Paul McCartney. Fyrir- sætan fyrrverandi er í Los Angel- es og eyddi fúlgum fjár í flottustu verslununum í Beverly Hills, svo sem Ralph Lauren og Giorgio Armani. Auk þess lét hún dekra við sig á snyrtistofum og á hár- greiðslustofu. Það virðist ekki hafa komið sér mjög illa fyrir Heather að McCartney lét loka sameiginlegum bankareikningi þeirra fyrir skemmstu. Sjálfur er McCartney í afslöppun í Banda- ríkjunum, en heldur sig á austur- ströndinni. Verslar til að gleyma HEATHER MILLS Er að skilja við Paul McCartney og tekst á við sársaukann með því að versla grimmt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Leikaraparið Jennifer Aniston og Vince Vaughn vísa öllum sögu- sögnum um að þau séu trúlofuð á bug. „Ég er ekki trúlofuð, ekki með neinn hring og enginn hefur beðið mín,“ segir Aniston og er ekki ánægð með umfjöllun slúður- blaðanna um samband hennar og Vaughn. Hún segir að fjölskyldan sé búin að fá nóg af þessu slúðri og að frænka hennar í Grikklandi hafi verið sökuð um lygar af einu blaðanna þegar hún neitaði að Aniston væri trúlofuð. Þetta fór fyrir brjóstið á fjölskyldu leikkon- unnar og því ákvað Aniston að kæfa þessar sögusagnir í eitt skipti fyrir öll. „Vioð Vince erum hamingjusöm núna en erum hvor- ugt í giftingarhugleiðingum.“ Ekki trúlofuð KÆRUSTUPAR Jennifer Aniston kveður niður allar sögusagnir um að hún og Vaughn séu trúlofuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Með hníf og gaffli > Þráinn Bertelsson Máltíð fyrir tvö kostaði 12.630 kr. Plúsarnir eru ekta indversk eldamennska í hæsta gæðaflokki fyrir skikkanlegt verð. Mínusarnir eru fremur óaðlaðandi hús- næði – sem þó hefur verið reynt að gera notalegt af smekkvísi og hugkvæmni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.