Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 4
4 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Ragnheiður Elín er stjórn- málafræðingur og hefur gráðu í alþjóðastjórn- málum frá háskólanum í Georget- own. - bþs GENGIÐ 25.9.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 123,1544 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 69,94 70,28 133,03 133,67 89,24 89,74 11,96 12,03 10,63 10,692 9,594 9,65 0,5989 0,6025 103,78 104,4 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í grein um Hermann Gunnarsson á laug- ardag birtist röng mynd. Rætt var við Berg Guðnason lögmann en fyrir handvömm birtist mynd af öðrum manni. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTTING Ragnheiður Elín Árnadóttir: Í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR – ERU BETRI EN AÐRAR!www.kreditkort.is Mundu eftir MasterCard ferðaávísuninni www.sumarferdir.is Sími 575 1515 m.v. 2 saman í svítu. Innifalið í verði: Flug, skattar, gisting með morgunverði, námskeið og námskeiðsgögn. 17.–24. október 2006 Verð: 77.500,- Afslappandi og uppbyggjandi vikudvöl fyrir konur á lúxushótelinu Princesa Yaiza. Nýr og betri lífsstíll, þar sem reyndir leiðbeinendur halda frábær námskeið. Heil vika af leikfimi, yoga, slökun, fyrirlestrum, thai-nuddi, dansleikfimi og fleiru. Segðu streitunni stríð á hendur og endurskapaðu eigin persónu í haustævintýri á Lanzarote. Byggðu upp líkama og sál 17.–24. október Nýr og betri Lífsstíll SAMGÖNGUR Búið er að rífa brúna yfir Jöklu sem stendur fyrir neðan Kárahnjúkavirkjun í fyrirhuguðu lónsstæði Hálslóns. Byrjað verður að fylla lónið á næstu dögum. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar á Kárahnjúkum, segir burðarvirki brúarinnar hafa verið látið standa en aðrir hlutar hennar rifnir. „Það sem stendur áfram eru stálbitarnir og steyptu undirstöðurnar. Þetta verður langt fyrir neðan lægsta vatns- borð og mun því að öllum líkindum ekki sjást meir.“ Hann segir að opnað verði fyrir umferð yfir stífluna sjálfa næsta vor. - sþs Fylling Hálslóns undirbúin: Brúin yfir Jöklu rifin og fer á kaf BRÚIN YFIR JÖKLU Talsmaður Landsvirkj- unar á Kárahnjúkum segir stálbita og undirstöðu brúarinnar munu fara á kaf þegar Hálslón verði fyllt. MÓTMÆLI Lítill hópur fólks kom sér fyrir í anddyri höfuðstöðva Landsvirkjunar í gær til að mót- mæla fyllingu Hálslóns. Tals- maður hópsins segir að með mót- mælunum sé verið að svara kalli Ómars Ragnarssonar frétta- manns til þjóðarinnar. „Við áttum mjög góðan fund með stjórnarformanni Lands- virkjunar og fleirum. Við fengum kaffi og smákökur, þetta var bara huggulegt spjall,“ segir Ingvar Þórisson, talsmaður hópsins. „Ég held að þetta séu ein friðsömustu mótmæli sem farið hafa fram í sambandi við virkjunina.“ Mótmælendurnir áformuðu að sitja í anddyrinu fram að Jökulsárgöngunni sem farin verður klukkan átta í kvöld. Gengið verður frá Hlemmi að Austurvelli til að vekja athygli á hugmyndum Ómars um að Háls- lón verði ekki fyllt og Kára- hnjúkavirkjun geymd ógangsett sem minnismerki. Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við Ómar í gær hafði hann ekki heyrt af mótmælunum en útilokaði ekki að líta við. „Annars er ég önnum kafinn við að undir- búa gönguna. Við ætlum að mynda á úr dropum og sandkornum og ganga þannig niður Laugaveginn að Austurvelli.“ - sþs Friðsamleg mótmæli fóru fram í anddyri höfuðstöðva Landsvirkjunar í gær: Huggulegt spjall um Hálslón NOKKRIR MÓTMÆLENDANNA Talsmaður hópsins segir mótmælin ein þau allra friðsamlegustu sem farið hafi fram. Boðið var upp á kaffi og smákökur og spjallað um Kárahnjúkavirkjun. DANMÖRK Tveir Danir og þrír útlendingar, Þjóðverji, Svíi og Íri, voru í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn í gær, ásakaðir um ofbeldisverk gegn laganna vörðum. Útlendingarnir eru á aldrinum 18 til 22 ára. Um fimm- tíu manns til viðbótar voru einn- ig ákærðir fyrir skemmdarverk og óhlýðni við lögreglu. Alls voru 268 manns handteknir í óeirðum við Norðurbrú (Nørrebro) á sunnudagskvöld. Ungmennin höfðu verið að mótmæla lokun félagsmiðstöðv- ar fyrir unglinga, Ungdoms- huset, sem hústökufólk hafði nýtt síðan það fékk til þess leyfi frá borgaryfirvöldum árið 1982. Húsið var selt kristilegum sam- tökum fyrir fimm árum síðan. Eftir kaupin hafa samtökin reynt að fá hústökufólkið borið út úr húsinu, en með litlum árangri. Í lok ágústmánaðar úrskurðaði dómstóll að hústökufólkið væri í órétti og fyrirskipaði því að rýma húsið. Mótmælin á sunnudaginn hóf- ust friðsamlega, en eftir að mót- mælendur lokuðu umferð yfir Dronning Louises Bro, skarst lög- reglan í leikinn og reyndi að leysa mótmælin upp. Átök brutust út og lauk þeim með fjöldahandtök- unni. Þórarinn Leifsson myndlistar- maður býr á Norðurbrú og var úti í göngutúr með konu sinni, þegar upp úr sauð. Hann lýsir ástandinu svo á bloggsíðu sinni: „Folkets Park og svæðið í kring logaði í óeirðum, fólk var að flýja þaðan. Við ákváðum því að snúa við og reyna að finna öruggari leið heim í kotið. Þegar við komum að horn- inu á Krossgötu og Steingötu sáum við að allt var að verða vitlaust. Hettuklæddir menn voru að rífa upp kantsteina og safna í hrúgur á meðan vegfarendur fylgdust með og mæður kölluðu út um glugga á börn sín að drífa sig inn. Úti á næsta horni var óeirðalögreglan mætt á stórum kassabílum og með allar græjur. Við hlustuðum á sír- enurnar, skrensið í bílunum og heróp óeirðarseggja í nokkrar mínútur áður en við ákváðum að draga okkur í hlé.“ Þórarinn sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti furðu- legt hversu fljótt þetta hefði geng- ið yfir. Strax daginn eftir hefði allt verið komið í dúnalogn og búið að hreinsa göturnar. Mótmælendur á bak og burt. Eins og ekkert hefði gerst á Norðurbrú. klemens@frettabladid.is Óeirðir á Norðurbrú Mótmæli allt að eitt þúsund ungmenna leystust upp í óeirðir á sunnudagskvöld, eftir að lögreglan skarst í leikinn. Þetta voru ein mestu mótmæli í borginni í áratugi og að sögn lögreglu og voru 268 handteknir. Ungmennin vildu mótmæla því að hústökufólk væri rekið úr húsi sem það hefur haft afnot af í rúm 20 ár. ÁTAKASVÆÐIÐ Á NORÐURBRÚ Kantsteinar á víðavangi og brennandi rusl blasti við vegfarendum á Norðurbrú í gær. 268 voru handteknir eftir að flöskum, steinum og eggjum var kastað að lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hettuklæddir menn voru að rífa upp kant- steina og safna í hrúgur. ÞÓRARINN LEIFSSON MYNDLISTARMAÐUR VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur gengið frá kaupum á Cheshire Guernsey Ltd. á eynni Guernsey í Ermarsundi eftir að eftirlitsaðilar á Íslandi og á Guernsey blessuðu viðskiptin. Nafni breska bankans verður breytt í Landsbanki Guernsey Ltd. og verður hann hluti af Landsbankasamstæðunni. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé Landsbankans og eru í samræmi við stefnu bankanna að eflast á markaði fyrir alþjóðleg innlán. - eþa Landsbanki Íslands: Lýkur við kaup á Cheshire STJÓRNMÁL Benedikt Sigurðarson, kennari við Háskólann á Akur- eyri, sækist eftir að leiða lista Samfylkingar- innar í Norðaust- urkjördæmi í þingkosningun- um í vor. Benedikt, sem er kennari og uppeldisfræðing- ur að mennt, var skólastjóri Barnaskóla Akureyrar í tólf ár en hefur unnið við Háskólann á Akureyri undanfarin níu ár. Benedikt var formaður stjórnar KEA. - bþs Benedikt Sigurðarson: Sækist eftir fyrsta sætinu BENEDIKT SIGURÐARSON PAKISTAN, AP Pervez Musharraf, forseti Pakistans, segist í nýútkominni minningabók ekki hafa átt neitt val um annað en að styðja hernað Bandaríkjanna gegn talíbönum í Afganistan. Musharraf skýrði frá því í síðustu viku að Richard Armitage, þáverandi aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefði hótað því að Banda- ríkjamenn myndu „sprengja Pakistan aftur á steinöld“. Í bók sinni sem heitir „Í eldlínunni“ lýsir Musharraf samskiptum sínum við Banda- ríkjamenn mun nánar. - gb Forseti Pakistans: Lýsir hótunum Bandaríkjanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.