Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 17

Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 26. september 2006 17 Grímur Atlason var einn duglegasti tónleikahaldari landsins áður en hann gerðist skyndilega bæj- arstjóri Bolungarvíkur. Grímur er þó ekki alveg af baki dottinn og býður upp á skemmtikraftinn bandaríska Jonathan Richman þann 10. októb- er í Iðnó. „Jonathan elskar Ísland og vildi ólmur koma aftur,“ segir Grímur. Jonathan var hér síðast á ferðinni í fyrra og vakti mikla lukku fyrir glað- lega tónlist og líf- lega sviðsfram- komu. Eins og þá kemur Jonathan fram með trommaranum Tommy Larkins. „Listinn yfir það sem Jonathan biður um á tónleikun- um er stuttur og laggóður,“ segir bæjarstjórinn. „Hann fer fram á að það séu engin sjónvörp í gangi í húsinu og engar viftur eða kúlu- spil. Hann vill sem sé hafa gott hljóð í húsinu. Öfugt við marga sem biðja kannski um tuttugu kassa af bjór vill Jonathan alls enga drykki baksviðs.“ Grímur segir að staðið hafi til að Jonat- han spilaði í Bolungarvík en það hafi ekki gengið upp vegna anna söngvarans. „Margir af þeim sem ég hef flutt inn vilja koma aftur og ég stefni auðvitað á það að ein- hver þeirra spili í Bolungarvík.“ Bæjarstjórinn á Bolungarvík enn að flytja inn skemmtikrafta: Jonathan elskar Ísland JONATHAN RICHMAN Spilar í Iðnó 10. október næstkomandi. Tveir fálkar dvelja nú í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum eftir að hafa lent í hremmingum. Þetta eru kven- og karlfugl. Karlinn fannst í Húsafelli í byrjun mánað- arins. Hann var afar horaður við komu en talið er að hann sé blind- ur á öðru auga. Kvenfálkinn fannst í síðustu viku. Hann var mjög grútarblautur og gat ekki flogið af þeim sökum. Talið er að hann þurfi að jafna sig í töluverðan tíma áður en honum verður sleppt aftur í náttúruna. Dvöl þeirra í garðinum tengist verkefninu „Villt dýr í hremming- um“ sem miðar að því að koma villtum dýrum til heilsu og síðan til eðlilegra heimkynna. Fálkar hafa verið alfriðaðir á Íslandi frá 1940. Fálkastofninn á Íslandi telur um 250 til 350 pör. - kdk Fálkapar lenti í hremmingum FÁLKAR Úr kvikmyndinni Í ríki fálkans eftir Magnús Magnússon. GRÍMUR ATLASON Enn að flytja inn tónlistarmenn. www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Flott flæði… … fy ri r b æ ð i Vasa línan Fer vel í veski

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.