Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 28
■■■■ { jeppar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Forsíðan Litladeild Ferðaklúbbsins 4x4 gegn- ir því hlutverki að fara með óbreytta og lítið breytta jeppa á fjöll að vetr- arlagi. Deildin stendur fyrir einni ferð í mánuði yfir vetrartímann og eru allir velkomnir með óháð dekkjastærð bíla. Deildin fer bæði í dagsferðir og helgarferðir þar sem gist er í fjallaskálum. Ekki þarf að vera skráður félagsmaður til að fara með í ferðir Litludeildar. Hægt er að fylgjast með ferðum Ferðaklúbbsins 4x4 á heimasíðunni www.f4x4.is. Fyrsta ferð haustsins var farin síðastliðna helgi en þá var haldið í Setrið sem er skáli Ferðaklúbbsins 4x4 og stendur við rætur Hofsjök- uls. Hópurinn safnaðist saman við Select á Vesturlandsvegi upp úr kl. 8 og voru saman komnir átta bílar á 31” til 38” dekkjum. Kl. 8.30 var lagt af stað og þjóðvegurinn ekinn að Geysi þar sem fyllt var á tanka og fengið sér kaffi. Eftir kaffipásu á Geysi var ekið áfram í átt að Kjal- vegi. Þegar malbikaðir vegir voru á enda stoppaði hópurinn til að minnka loftþrýstinginn í hjólbörð- unum sem gerir bílana mun mýkri í akstri á malarvegum og drifbetri. Nú var stefnan tekin á Kjalveg en fljótlega eftir að haldið var á stað aftur fréttist af hóp sem hafði farið úr bænum kvöldið áður og hafði ákveðið að slást í för með okkur. Næsta stopp hjá hópnum var við grjóthrúguna á Bláfellshálsi þar sem beðið var eftir fjölskyldu sem hafði skráð sig með hópnum og kom úr sumarbústað á Suðurlandi. Eftir kaffisopa og spjall var stefnan tekin norður Kjalveg og síðan beygt inn Kerlingarfjallaleið. Í Kerlingarfjöllum var tekinn hádeg- ismatur og svæðið skoðað. Frá Kerlingarfjöllum var ekið norður fyrir Loðmund og yfir Illa- hraun í Setur. Þegar þangað var komið hafði fjölgað í hópnum og voru bílarnir nú orðnir fjórtán og voru í hópnum bílar á dekkjastærð- um frá 31” og upp í 49”. EFtir að fólk hafði komið sér fyrir í skálanum var farinn bíltúr og helsta nágrenni við skálann kann- að. Veðrið var eins og best verður á kosið og útsýnið stórkostlegt til allra átta. Farinn var góður könn- unarleiðangur um svæðið og haldið aftur í Setrið þar sem kveikt var upp í grillinu. Eftir mjög góðan mat var haldin kvöldvaka að fjallamanna- sið. Gengið var frá skálanum á sunnudagsmorgni og haldið af stað suður Klakksleið. Hópurinn ákvað að fara og skoða Kisugljúfur en áin Kisa var auðveld yfirferðar og fær öllum bílum hópsins. Þegar haldið var áfram tóku við miserfiðar sand- brekkur þar sem reyndi á drifgetu bílanna og aksturshæfni ökumanna. Þaðan lá leiðin að Klakksskála sem stendur undir fjallinu Klakk sem leiðin dregur nafn sitt af. Þvínæst var haldið að Leppistunguskála og var tekið matarstopp þar sem ferða- langarnir voru orðnir svangir. Góður tími var tekinn í mat og spjall áður en haldið var að Svín- árnesskála og þaðan stefnan tekin suður að og niður Tungufellsdal. Stoppað var við bæinn Tungufell þar sem lofti var bætt í dekkin til að gera jeppana klára fyrir akstur á malbiki. Komið var í Reykjavík um kl. 8 á sunnudagskvöld og voru ferða- langarnir þreyttir en ánægðir eftir tvo góða daga á fjöllum í frábæru veðri. Útsýni til allra átta Hjónin Hrafnhildur G. Stefánsdóttir og Ólafur Gunnarsson eru meðal félagsmanna í Litludeild Ferðaklúbbsins 4x4. Deildin fór um síðustu helgi í skála félagsins undir Hofsjökli og þau hjónin skráðu ferðina í máli og myndum. Stoppað til að pumpa í dekkin og undirbúa jeppana undir akstur á malbiki. Um síðustu helgi fór Litladeild 4x4 að skála félagsins við Hofsjökul. Ferðin reyndist hin skemmtilegasta og var ekið um grýttan veg, svo jepparnir og ökumennirnir fengu aðeins að reyna á sig. Veðursæld var mikil í þessari tveggja daga ferð. ��� �� �� ��������� www.minnsirkus.is/sirkustv TOYOTA HILUX 1982 Forsíðuna prýðir Jón Ásgeir Þorláksson á Toyota hilox árgerð 1982 í fallegri náttúru Mývatnssveitar. Bíllinn er í eigu Þorláks Jónssonar föður hans. Forsíðumynd: Örlygur Hnefill

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.