Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 44
 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR12 Lundinn svífur léttur um loftið í leit að æti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÓNARHORN „Mínir dagar eru þannig að það eru aldrei tveir eins,“ segir Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari þegar hún er spurð hvernig hvunn- dagurinn hennar sé. „Það er auðvit- að byrjað á því að vakna. Ég hef klukkuna stillta á 7.10 og dorma svo í tíu mín- útur. Þá vek ég unglinginn, fæ ég mér djús og síðan er keyrt af stað, fyrst með hann í skólann og svo fer ég í líkamsrækt sem ég stunda hér í minni heimabyggð, Mosfells- bæ. Eftir það er mikil tilhlökkun að komast heim og fá sér kaffi. Þar sem ég er fastráðin hjá sinfóníunni fer ég á æfingar þar á morgnana, þá er æft fyrir tónleikana sem jafnan eru á fimmtudags- kvöldum. Eftir hádegið taka við aðrar æfingar, ýmist hér heima eða annars staðar því yfirleitt er ég með mörg verk- efni framundan sem ég þarf að undirbúa vel,“ segir Anna Guðný sem meðal annars er fastur undirleikari hjá stórsöngkonunni Diddú. Meðfram spilamennsk- unni sinnir Anna Guðný svo heimili og fjölskyldu en kveðst þó sleppa við eldamennsku. „Ég er svo heppin að vera gift góðum kokki sem sér um mat- seldina og yfirleitt matarinnkaupin líka,“ segir hún glaðlega. HVUNNDAGURINN Hlakkar til að komast í kaffið ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, PÍANÓLEIKARI Golden Gate-brúin var vígð í lok maí árið 1937. Á þeim tíma var hún lengsta brú heims en í dag er það Akashi-Kaikyo brúin í Japan. Hún leysti af hólmi ferju sem flutti bíla og farþega yfir munna San Francisco-flóa og var mikil samgöngubót. Brúin þykir ein sú falleg- asta í heiminum og er hún löngu orðin að tákni San Francisco-borgar. Fáir vita að hún á sér systurbrú í Portúgal, en sú brú er minni og þykir ekki jafn falleg. Golden Gate-brúin á sér dökka hlið. Frá vígslu bryggjunnar hafa um 1.300 manns stokkið fram af brúnni og framið sjálfsvíg. Einhverjar sögur eru af fólki sem stokkið hefur og lifað, einn meira að segja synti sjálfur í land, en dæmi eru um að fólk sem lifað hefur af fallið endurtaki stökkið. Golden Gate-brúin Outlet Mörkinni 1 neðri hæð • Mörkinni 1• ALLT á 500 kr. fram á laugardag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.