Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 46
 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR22 Umræðan Forvarnardagurinn Fimmtudaginn 28. september verður í fyrsta sinn haldinn For- varnardagur í grunn- skólum landsins undir heitinu Taktu þátt! Varla fyrirfinnst sú fjölskylda í landinu sem ekki hefur fengið óbragð af því þegar fjöl- skyldumeðlimur leiðist út af beinu brautinni. Á degi hverjum heyrum við sláandi fréttir af ungmennum sem hafa orðið vímuefnavandanum að bráð. Og víst er að ellefu ára barn er ekki gómað af lög- reglu með fíkniefni nema þar standi að baki fullorðnir einstaklingar með skipulagða glæpa- starfsemi. Íslenska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af því að ráð- ist sé í gróðaskyni og með skipulögðum hætti inn í líf barna og ungl- inga og framtíð þeirra og aðstandenda lögð í rúst. Allt samfélagið ber ábyrgð á að koma í veg fyrir það. Lögbundið forvarnarstarf sveitarfélaga í landinu er sam- tvinnað öðrum viðfangsefnum þeirra og fer markvisst fram innan veggja skólans, í æskulýðs- starfi og með fjárframlögum sveitarfélaga til æskulýðs- og íþróttafélaga. Félagsmiðstöðvar eru víðast hvar reknar af sveitar- félögunum og þar er unnið mikil- vægt starf í samvinnu við ung- mennin enda sýna niðurstöður rannsókna að þeir sem stunda skipulagt æskulýðs- og tóm- stundastarf verða síður fíkniefn- um að bráð. Sveitarfélögin gegna því mikilvægu hlutverki sem einn hlekkur í forvarnarkeðj- unni. Allir sem koma að uppeldis- málum innan samfélagsins eru mikilvægir hlekkir í keðjunni og þurfa að starfa sem ein heild. Öfl- ugasta forvörnin hlýtur að vera uppbygging einstaklingsins. Nið- urstöður íslenskra fræðimanna segja að þau ungmenni sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum séu síður líkleg til að hefja neyslu fíkni- efna. Í hraða neyslusamfélagsins hljótum við foreldrar að geta staldrað við og hugleitt þetta alvarlega í stað þess að eiga á hættu að eyða ómældum tíma síðar í andvökur, gremju og sorg þegar barnið okkar er horfið á vit vímuefna. Fórnarlömb vímuefna tilheyra hvorki einni tiltekinni þjóðfélags- stétt, eða stöðu. Börn og ung- menni á Blönduósi eru í jafn mik- illi hættu á að lenda í öngstræti fíkniefna eins og ungmenni í Reykjavík eða á Kópaskeri. Því eru allir dagar ársins forvarnar- dagar. Þakka ber frumkvæði forseta Íslands og þeim sem að deginum standa fyrir að tileinka einn dag ársins forvörnum og vekja þannig enn frekar vitund og umræðu um þennan málaflokk. Forvarnar- dagurinn, 28. september, hefur nú þegar vakið undirritaða til vit- undar um mikilvægi þess að nú sé lag með að aðilar frá félags- miðstöð, heilsugæslu, félagsþjón- ustu, lögreglu, kirkjunni og grunnskólanum á Blönduósi komi saman og vinni að hnitmiðari for- varnaráætlun sveitarfélagsins. Höfundur er móðir og bæjar- stjóri Blönduósbæjar. Öflugasta vörnin er uppbygging einstaklingsins JÓNA FANNEY FRIÐRIKSDÓTTIR Umræðan Símenntun Í viku símenntunar er sér-staklega höfðað til fyrir- tækja að tileinka miðvikudeg- inum 27. september fræðslumálum starfsmanna á einn eða annan hátt. Fullorðinsfræðsludeild Verzlun- arskóla Íslands í samvinnu við VR vill koma til móts við fyrirtækin og bjóða öllu starfandi verslunarfólki að kynnast því hvað fer fram í tímum í verslunarfagnámi skólans þennan dag. Fræðslu- dagurinn er haldinn innan veggja skólans. Settar verða upp fjórar kennslustundir, 40 mínútur hver, þar sem fagkennarar fjalla um fjár- mál, vinnubrögð, sjálfsþekk- ingu og siðfræði, en öll þessi fög eru kennd í fagnáminu. Fyrsta kennslustund hefst kl. 8.55 og sú síðasta kl. 11.20 og er fólki frjálst að koma og fara að vild. Fræðslustundirnar verða því skemmtilegri sem þátttaka gesta er meiri en þó ber að geta þess að enginn er þvingaður til þátttöku. Fyrir hverja er verslunarfagn- ám? Verslunarfagnám er ætlað fólki á öllum aldri sem starfar í verslun og hefur unnið við þau störf í a.m.k. eitt ár. Námið tekur 1½ ár og hafa þrír hópar nú þegar verið teknir inn, þar af hefur einn hópur braut- skráðst sem verslunarfagmenn. Litið er á námið sem samstarfs- verkefni starfsmanns, vinnustaðar og skóla. Markmið námsins er að auka verslunarfærni starfsfólks, meðal annars þjónustuvitund, vöruþekk- ingu og verkkunnáttu. Að námi loknu hefur starfsfólkið faglegar forsendur til að taka að sér aukna ábyrgð og verkefnastjórnun á ýmsum sviðum verslunarinnar. Nokkrar staðreyndir um versl- unarfagnámið: • Aldursdreifing er á bilinu 19-54 ára. • Meðallengd starfsaldurs í verslun er 5-6 ár. • Ábyrgðarsvið starfsfólks er allt frá því að vera almennir sölu- menn yfir í stjórnendur. • 80% brautskráðra verslunarfag- manna hafa hlotið stöðuhækkun eða breytingu á starfi. • Námið gefur möguleika til frekari menntunar. Verslunarfólk er hvatt til að nota þetta tækifæri til að kynnast fagnámi í sinni grein og sækjast síðan eftir því hjá vinnuveitanda að komast í námið næsta haust þegar nýr umsækj- endahópur verður tekinn inn. Höfundur er verkefnastjóri fullorðinsfræðslu í Verzlunarskóla Íslands Tækifæri fyrir verslunarfólk HILDUR FRIÐ- RIKSDÓTTIR PALLBORÐSUMRÆÐUR Háskólabíó kl. 14.00–15.00 WHAT IS STRATEGY? Í nýjustu útgáfu European Foundation of Management Develop- ment (EFMD) er Dr. Michael Porter talinn vera fremstur vísinda- manna í heiminum á sviði stjórnunar og stefnumótunarfræða. Þessari skoðun deila flestir sem um þessi mál fjalla. Allt frá því bók hans „Competitive Strategy“ kom út árið 1980 hefur hann haft gríðarleg áhrif á stjórnun fyrirtækja og stofnana um allan heim og er enn leiðandi í allri umræðu um stefnumótun. Í þessum fyrirlestri fjallar hann um hvað stefnumótun er – og einnig hvað hún er ekki og rekur ýmsar ranghugmyndir manna um efnið. Þetta er fyrirlestur sem enginn áhugamaður um stefnumótun og stjórnun má láta fram hjá sér fara. Sigurjón Þ. Árnason Landsbankinn Þórdís Sigurðardóttir Dagsbrún Baldur Pétursson European Bank, London Dr. Gylfi Magnússon Háskóli Íslands Hannes Smárason FL Group Skráning er hafin á www.capacent.is Hótel Nordica kl. 7.30–11.00 THE COMPETITIVENESS OF ICELAND Michael Porter er forseti World Economic Forum sem gefur út virtustu skýrslu heims um samkeppnishæfni þjóða – „Global Competitiveness Report“. Dr. Porter hefur undanfarið unnið að skýrslu um samkeppnishæfni Íslands og gerir hann grein fyrir niðurstöðum sínum á ráðstefnunni. Þátttakendur fá skýrsluna í hendur og eftir fyrirlesturinn verða pallborðsumræður. Þessi rannsókn er hvalreki fyrir alla sem áhuga hafa á einhverju eldfimasta umræðuefni síðustu missera og ára á Íslandi og á eflaust eftir að vekja mikla athygli. Prófessor Michael E. Porter, sem talinn er fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, heldur tvo fyrirlestra á Íslandi þann 2. október næstkomandi. The Thinkers 50 er listi yfir fimmtíu helstu viðskipta- hugsuði heims og Michael Porter er þar í fyrsta sæti. 1. Michael PORTER 2. Bill GATES 3. CK PRAHALAD 4. Tom PETERS 5. Jack WELCH Meira á www.thinkers50.com Jón Sigurðsson Iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur ráðstefnuna Bjarni Snæbjörn Jónsson Framkvæmdastjóri Capacent í Danmörku Ráðstefnustjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.