Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 47
ÞRIÐJUDAGUR 26. september 2006 23 PALLBORÐSUMRÆÐUR Háskólabíó kl. 14.00–15.00 WHAT IS STRATEGY? Í nýjustu útgáfu European Foundation of Management Develop- ment (EFMD) er Dr. Michael Porter talinn vera fremstur vísinda- manna í heiminum á sviði stjórnunar og stefnumótunarfræða. Þessari skoðun deila flestir sem um þessi mál fjalla. Allt frá því bók hans „Competitive Strategy“ kom út árið 1980 hefur hann haft gríðarleg áhrif á stjórnun fyrirtækja og stofnana um allan heim og er enn leiðandi í allri umræðu um stefnumótun. Í þessum fyrirlestri fjallar hann um hvað stefnumótun er – og einnig hvað hún er ekki og rekur ýmsar ranghugmyndir manna um efnið. Þetta er fyrirlestur sem enginn áhugamaður um stefnumótun og stjórnun má láta fram hjá sér fara. Sigurjón Þ. Árnason Landsbankinn Þórdís Sigurðardóttir Dagsbrún Baldur Pétursson European Bank, London Dr. Gylfi Magnússon Háskóli Íslands Hannes Smárason FL Group Skráning er hafin á www.capacent.is Hótel Nordica kl. 7.30–11.00 THE COMPETITIVENESS OF ICELAND Michael Porter er forseti World Economic Forum sem gefur út virtustu skýrslu heims um samkeppnishæfni þjóða – „Global Competitiveness Report“. Dr. Porter hefur undanfarið unnið að skýrslu um samkeppnishæfni Íslands og gerir hann grein fyrir niðurstöðum sínum á ráðstefnunni. Þátttakendur fá skýrsluna í hendur og eftir fyrirlesturinn verða pallborðsumræður. Þessi rannsókn er hvalreki fyrir alla sem áhuga hafa á einhverju eldfimasta umræðuefni síðustu missera og ára á Íslandi og á eflaust eftir að vekja mikla athygli. Prófessor Michael E. Porter, sem talinn er fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, heldur tvo fyrirlestra á Íslandi þann 2. október næstkomandi. The Thinkers 50 er listi yfir fimmtíu helstu viðskipta- hugsuði heims og Michael Porter er þar í fyrsta sæti. 1. Michael PORTER 2. Bill GATES 3. CK PRAHALAD 4. Tom PETERS 5. Jack WELCH Meira á www.thinkers50.com Jón Sigurðsson Iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur ráðstefnuna Bjarni Snæbjörn Jónsson Framkvæmdastjóri Capacent í Danmörku Ráðstefnustjóri Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.238 -0,23% Fjöldi viðskipta: 366 Velta:3.212 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 67,20 -0,15% ... Alfesca 5,05 +0,40% ... Atlantic Petroleum 576,00 +1,05% ... Atorka 6,35 +0,00% ... Avion 29,10 -9,91% ... Bakkavör 58,40 +0,00% ... Dagsbrún 4,46 +3,48% ... FL Group 22,70 +0,00% ... Glitnir 20,10 -0,50% ... KB banki 849,00 +0,00% ... Landsbankinn 26,00 +0,00% ... Marel 78,50 -0,63% ... Mosaic Fashions 17,70 +0,57% ... Straumur-Burðarás 17,20 +0,00% ... Össur 125,00 -1,19% MESTA HÆKKUN Dagsbrún +3,48% Atlantic Petroleum +1,05% Mosaic +0,57% MESTA LÆKKUN Avion -9,91% Össur -1,19% Flaga -0,79% Stjórnendur sænska lággjalda- flugfélagsins FlyMe ætla sér ekki að kaupa 51 prósent hluta- fjár í Astraeus, bresku leiguflug- félagi. FlyMe ætlaði að greiða um 770 milljónir króna fyrir hlutinn. Í staðinn hefur flug- félagið samið um þurrleigu á tveimur Boeing 737-700 frá Astraeus. FlyMe ætlar heldur ekki að yfirtaka Lithuanian Airlines eftir að niðurstöður áreiðanleikakönn- unar, sem hefur staðið yfir frá því snemma á þessu ári, lágu ljós- ar fyrir. Fons, stærsti hluthafinn í FlyMe, eignaðist þriðjungshlut í Lithuanian Airlines og var ætlun- in að FlyMe tæki yfir félagið að lokum. Hins vegar verður sam- starf með félögunum tveimur sem felst meðal annars í því að Lithuanian leigir tvær Boeing 737-500 til FlyMe. Fons, félag Pálma Haraldsson- ar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti hluthafinn í FlyMe með yfir fimmtungshlut. - eþa FlyMe hættir við kaup Avion skilaði um tvö hundruð milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en alls nam tap félagsins yfir 4,8 milljörð- um króna á fyrstu níu mánuðum reikn- ingsársins. Afkoman er undir spám greiningaraðila, sem höfðu spáð yfir fimm milljarða hagnaði á fjórðungnum, en hafa ber í huga að áform um sölu á stórum eignarhlut í Avion Aircraft Trad- ing gengu ekki eftir. Heildartekjur í níu mánaða uppgjöri námu um 97 milljörðum króna en heild- argjöld um eitt hundruð milljörðum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var yfir 2,4 milljarðar króna. Rekstur tveggja af þremur afkomu- einingum félagsins, annars vegar Eim- skips og hins vegar flugþjónustusviðs, var í samræmi við áætlanir frá því í upphafi árs. Hins vegar var ferðaþjón- ustusviðið undir áætlunum og er ljóst að svo mun einnig verða á fjórða ársfjórð- ungi vegna erfiðra markaðsaðstæðna í Bretlandi. Hætta á hryðjuverkum, HM í fótbolta og hlýtt veðurfar hafa dregið úr ferðalögum og leitt til lækkunar meðal- verðs á hvern flugmiða. Kemur þetta þungt við félagið, enda skapast stærstur hluti hagnaðar á þessu tímabili. Í upphafi árs var stefnt að því að EBITDA ársins yrði um 165 milljónir bandaríkjadala en endurskoðaðar áætl- anir félagsins gera ráð fyrir að hún verði um 120-125 milljónir dala fyrir árið. Hlutabréf í Avion féllu um tæp tíu prósent í Kauphöllinni í gær og lækkaði markaðsvirði félagsins um 5,7 milljarða króna. - eþa Avion Group undir áætlunum Útlit fyrir að fjórði ársfjórðungur verði erfiður. Hlutabréf Avion féllu um tíu prósent í gær. MAGNÚS ÞORSTEINSSON Avion Group skilaði um 200 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Matsfyrirtækið Fitch Ratings segir bankakerfið hér hafa tekið róttækum breytingum undan- farin ár og að bankarnir séu nú minna háðir innlendu efnahags- umhverfi en áður. Í skýrslu sem kom út í gær segja Alexandre Birry og Olivia Perney Guillot, sérfræðingar Fitch, þróunina jákvæða þótt alþjóðavæðing bankanna hafi einnig haft í för með sér ný verkefni, sér í lagi hvað varði áhættustjórnun og samþættingu kaupa bankanna í útlöndum. Bent er á að síðustu þrjú ár hafi eignir bankanna ríflega fimm- faldast og að þeir séu nú veru- lega háðir fjármögnun á erlend- um mörkuðum. Bönkunum er engu að síður hrósað fyrir áhættustýringu og hvernig þeir hafi dreift eignum sínum síð- ustu ár. Um leið er bent á mikla hlutafjáreign bankanna og hún sögð meiri en almennt gerist hjá erlendum bönkum. Fitch segir hluta af skráðri eign bankanna þó tengda fram- virkum samningum og þeir beri því ekki nema takmarkaða áhættu af þeim hluta. Fitch fjallar um þróun efna- hagsmála hér og telur ójafnvægi í hagkerfinu svo mikið nú að hættan á „harðri lendingu“ með minni kaupmætti og lækkandi atvinnustigi hafi enn aukist frá því í síðustu skýrslu. Slíkt hefði ófyrirséðar afleiðingar fyrir skuldsettustu hluta hagkerfis- ins, heimili og fyrirtæki. - óká Fitch telur þróun banka jákvæða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.