Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 51
ÞRIÐJUDAGUR 26. september 2006 27 [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Puppy er fyrsta plata tónlistar- mannsins Togga. Hann er 27 ára gamall og er búinn að vera að vinna að plötunni síðan 2004. Lögin Turn Your Head Around og Heart in Line hafa þegar fengið tölu- verða spilun í útvarpi. Ekki veit ég frekari deili á Togga, en platan er unnin í nánu samstarfi við Bjarka sem tekur hana upp og spilar á ýmis hljóðfæri. Fjöldi annarra tónlistarmanna kemur við sögu, bæði hljóðfæraleikarar og bak- raddasöngvarar. Það er greinilegt að hér hefur verið vandað til verka. Hljómur- inn er óaðfinnanlegur, það hefur verið nostrað við útsetningarnar og öll vinna er til fyrirmyndar. Umslagið er til dæmis mjög flott. Tónlistin á Puppy er sambland af trúbadorapoppi og indie-tónlist. Það er greinilegt að Toggi er mjög efnilegur lagasmiður og söngvari því hér er fullt af flottum lögum. Það er ekki neitt vont lag á plöt- unni, en mín uppáhaldslög eru My Baby Picked Me Up, Turn Your Head Around, titillagið Puppy, Kill the King, lokalagið Insomnia og Sexy Beast sem merkilegt nokk skartar „la la la“ viðlagi. Kannski strákarnir í Jeff Who? séu búnir að koma af stað tískubylgju? Ég verð líka að hrósa Togga fyrir flottar útsetningar. Notkunin á bakröddum og strengjum er sér- staklega vel heppnuð. Það er ekki verið að ofgera hlutunum. Og skemmtileg smáatriði setja svip á sum lögin. Grúvið sem malar undir í viðlaginu í My Baby Pick- ed Me Up er t.d. ómótstæðilegt. Puppy er frumsmíð sem er langt yfir meðallagi. Það eina sem hægt er að setja út á hana er að tónlistin hljómar stundum aðeins of lík einhverju sem maður hefur heyrt áður. Toggi á enn eftir að skapa sér sérstöðu. Hann hefur hins vegar alla burði til þess að gera það. Hér er greinilega alvöru hæfileikamaður á ferð. Trausti Júlíusson Alvöru hæfileikar TOGGI PUPPY Niðurstaða: Puppy er óvenju vönduð og vel unnin frumsmíð. Toggi er greinilega mjög hæfileikaríkur tónlistarmaður þó að hann eigi enn eftir að skapa sér sérstöðu. Yfir hundrað aðdáendum rokksveitarinnar U2 gafst kostur á að hitta írsku goðin í tilefni af útgáfu ævisögu sveitarinnar, U2byU2. Hljómsveitin hefur verið starf- andi í hartnær þrjátíu ár og hefur gengið í gegnum ótrúlega hluti. Félagarnir hófu feril sinn sem bíl- skúrshljómsveit í Dublin sem sló svo í gegn á heimsvísu þegar Bono gerði allt brjálað á LiveAid tón- leikunum árið 1986. Síðan þá hefur frægðarsólin ekki sest og aðdá- endur sveitarinnar hafa beðið spenntir eftir að geta lesið um allt sem hefur gerst á bak við tjöldin. Bókin er 350 síður og hefur að geyma yfir 150 ljósmyndir, sumar sem hafa aldrei komið fyrir sjón- ir almennings og eru fengnar að láni úr einkasafni hljómsveitar- meðlimanna. Hljómsveitin stóð fyrir getraun á heimasíðu sinni þar sem 150 aðdáendum gafst kostur á að hitta hljómsveitar- meðlimina augliti til auglitis og fá árituð eintök af bókinni en auk þess biðu hundruð fyrir framan Waterstone-bókabúðina í þeirri von að fá miða á þennan stór- merka viðburð. Á blaðamannafundi sem hald- inn var á undan fundi hljómsveit- arinnar við aðdáendur sína var söngvarinn Bono spurður út í þá pólitísku baráttu sem hann hefur staðið í undanfarin ár og hvort hann ætlaði ekki að fara að hætta henni. „Ég myndi miklu frekar vilja vera með strákunum í æfingahúsnæði og spila tónlist,“ sagði Bono. „Hins vegar sinni ég þessari baráttu af því ég get það og á að gera það. Hvað ætti ég annars að gera við þessa fárán- legu frægð?“ bætti söngvarinn við. Hljómsveitin er hvergi af baki dottin þrátt fyrir að ævisagan sé komin út. Hún er nú stödd í upp- tökuveri ásamt Rick Rubin, sem meðal annars hefur starfað með Beastie Boys og Red Hot Chilli Peppers, og vinnur að sinni tólftu breiðskífu. Þá mun sveitin spila á góðgerðartónleikum í Lousiana Superdome þar sem safnað verður peningum fyrir þeim hljóðfærum sem glötuðust í fellibylnum Katr- ínu á síðasta ári en það er gítar- leikarinn The Edge sem hefur veg og vanda að þeim sjóði. - fgg Saga U2 eftir U2 DRENGIRNIR FRÁ DUBLIN Hafa verið að í þrjátíu ár og eru í óða önn að taka upp sína tólftu breiðskífu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.