Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 55
ÞRIÐJUDAGUR 26. september 2006 31 Ofurfóstran Jo Frost, sem hefur slegið í gegn í breska sjónvarps- þættinum Supernanny, er óviss um hvort hún muni nokkurn tímann eignast sitt eigið barn. Frost, sem er 36 ára, hefur hjálpað foreldrum að ráða við erfið börn í þættinum með góðum árangri en á sjálf ekki börn. „Í augnablik- inu þá heyri ég ekki lífs- klukkuna segja tikk, tikk, tikk. Ég er 36 ára og þegar ég mun hitta einhvern og við ákveð- um að eignast börn, þá verður kannski af því. En kannski eign- umst við engin börn. Ég hef ekki sömu löngun til þess og margar aðrar konur,“ segir hún. Frost starfaði sem barnfóstra í sautján ár áður en hún sló í gegn í sjónvarpi. Segir hún undarlegt hversu litla virðingu börn nú til dags beri fyrir foreldrum sínum. „Foreldrar þora varla að aga börnin sín. Þeir eru hræddir um að missa tengsl við þau er þau eldast. Orð á borð við „ég hata þig“ halda þeim í gíslingu því þau taka þeim svo persónulega.“ Barnlaus ofurfóstra OFURFÓSTRAN Jo Frost veit ekki hvort hún mun nokkurn tímann eignast barn. Breski leikarinn Jude Law er ákveðinn í því að gefa Hollywood upp á bátinn. Jude segist vera kominn með nóg af því að leika í kvikmyndum og vill snúa sér aftur að sviðsleik í London, þar sem hann hóf feril sinn. „Ég lít á sjálf- an mig sem sviðsleikara, en þar byrjaði ég. Ég er alltaf að svipast um eftir rétta leikritinu og vonast til að finna það innan tíðar,“ segir Jude. Leikarinn, sem er 33 ára, vill nú einbeita sér að sviðsleik en viðurkennir að hann muni ekki afsala sér auðævunum sem hann hefur aflað sér í borg englanna. Yfirgefur Hollywood JUDE LAW Ætlar að hvíla sig á kvik- myndaleik og snúa sér að sviðsleik í London. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Trommuleikarinn Zoro mun halda einleikstónleika í FÍH-salnum í Reykjavík í dag og í Brekkuskóla á Akureyri á fimmtudag. Zoro er meðal annars þekktur fyrir að hafa leikið með Lenny Kravitz, Bobby Brown, Sean Lennon og Lisu Marie Presley. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna og var meðal annars kosinn af tímaritinu Modern Drummer besti trommu- leikarinn og námskeiðshaldarinn í flokki R&B tónlistarmanna á síðasta ári. Zoro hefur gefið út kennsluefni í trommuleik sem er fáanlegt á DVD-mynddiskum og bókum. Það er Hljóðfærahús Reykjavíkur sem stendur fyrir komu Zoros til Íslands. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.00 báða dagana og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Zoro með tónleika ZORO Trommuleikarinn Zoro verður með einleikstónleika hér á landi í dag og á fimmtudag. Nýjustu vélarnar frá Hewlett- Packard búa yfir stillingu sem gerir notendum kleift að virðast grennri á myndum en þeir eru í raun. Samkvæmt heimasíðu Hew- lett-Packard eiga áhrif stillingar- innar þó ekki að vera meiri en svo að fólk sé auðþekkjanlegt á mynd- unum, en notendur hafa einhverja stjórn á því hversu mikið er tekið utan af þeim. Guðmundi Bender, vörustjóri Opinna kerfa, umboðs- og þjónustuaðila Hewlett-Packard á Íslandi, líst ágætlega á nýjung- ina. „Það hefur aldrei verið boðið upp á þetta áður og það er margt vitlausara en þetta, þó að það sé svolítið fyndið,“ segir hann. Guðmundur bendir á að eftir- vinnsla ljósmynda í dag sé mikil. „Hérna er í raun verið að færa myndvinnsluforrit inn í mynda- vélina sjálfa,“ útskýrir hann. „Sumu fólki er illa við að láta taka mynd af sér og þessi stilling róar það kannski aðeins. Þeir nota þetta sem vilja, aðrir ekki,“ segir Guð- mundur. Aðspurður hvort að búast megi við fleiri nýjungum á þessu sviði, svo sem stillingu til að hvítta tenn- ur, segist Guðmundur alveg eins búast við því. „Það er nú þegar komin stilling sem fjarlægir litinn úr augum, svo maður veit aldrei.“ Vélarnar eru komnar á lager hjá Opnum kerfum, og segir Bjarni Stefánsson hjá HP búðinni að þegar sé búið að leggja inn pöntun fyrir einni slíkri. - sun Nýjar grennandi myndavélar GRENNANDI MYNDAVÉL FRÁ HP Notendur vélanna geta skafið aukakílóin utan af myndefnum sínum. Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340 Aðga ngu r ókey pis! Með an húsr úm l eyfir . Trommuleikarinn Zoro Sólo tónleikar/námskeið. FÍH salnum Rauðagerði 27, Reykjavík 26. september kl. 20. Brekkuskóla Laugargötu , Akureyri 28. september kl 20. Af því tilefni verður sértilboð á öllum vörum frá Sabian, DW og Vic Firth dagana 25. - 30. september. Zoro hefur meðal annars spilað og tekið upp með Lenny Kravitz, Bobby Brown, Frankie Valli and the Four Seasons, The New Edition, Jody Watley, Sean Lennon, Philip Bailey of Earth Wind & Fire, Lisa Marie Presley, Vanessa Paradis og miklu fleirum! Hljóðfærahúsið kynnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.