Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 62
26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR38
HRÓSIÐ …
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Kaupmannahöfn
2 Nirvana
3 Ian Woosnam
FRÉTTIR AF FÓLKI
LÁRÉTT:
2 andlegt áfall 6 málmur 8 kúgun 9
vell 11 öfug röð 12 hlé 14 hindrun 16
persónufornafn 17 loka 18 mál 20 í
röð 21 frumeind.
LÓÐRÉTT:
1 rótartauga 3 tveir eins 4 skotskífa 5
málmur 7 loftauga 10 rá 13 fiskur 15
stefna 16 borða 19 kusk.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 lost, 6 ál, 8 oki, 9 gos, 11
on, 12 aflát, 14 tálmi, 16 ég, 17 lás, 18
tal, 20 lm, 21 atóm.
LÓÐRÉTT: 1 tága, 3 oo, 4 skotmál, 5
tin, 7 loftgat, 10 slá, 13 áll, 15 ismi, 16
éta, 19 ló.
Mikil leynd hvílir yfir verkefni
þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og
Óskars Jónassonar sem gengur
undir vinnuheitinu Press en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
er um að ræða hálfgerðan E.R -
þátt á dagblaði með tilheyrandi
drama og spennu.
Félagarnir hafa fengið
handritastyrk frá
Kvikmyndasjóði
Íslands og eru Saga
Film og Stöð 2 gengin til liðs við
þá.
Sigurjón vildi lítið tjá sig um
málið þegar Fréttablaðið hafði
uppi á honum en sagði verkefnið
vera í góðum farvegi. „Þetta er á
handritastigi og það er verið að
leita eftir fjármagni en við stefn-
um á að fara í tökur um mitt næsta
ár,“ sagði Sigurjón en ekki hafa
verið ráðnir neinir leikarar né
leikstjóri.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa glæpasagnahöfund-
arnir Yrsa Sigurðardóttir og Árni
Þórarinsson verið fengin í hand-
ritateymið en þeir Sigurjón og
Óskar eru titlaðir „skaparar“ og
munu hafa yfirumsjón með gerð
handritsins þannig að ekki verði
neitt misræmi með persónur.
Samkvæmt Magnúsi Viðari Sig-
urðssyni hjá Saga Film
er verið að leita eftir
fjármagni frá Sví-
þjóð og Þýskalandi,
væntanlega með það fyrir augum
að selja þættina þangað en nor-
rænar glæpasögur hafa átt góðu
gengi að fagna í síðarnefnda land-
inu og því ljóst að þarna gæti verið
frjór jarðvegur fyrir þættina.
„Okkar draumur er að fjármagna
tólf þátta röð,“ sagði Magnús Viðar
en vildi ekki tjá sig um málið að
öðru leyti. - fgg
Stórskotalið í nýjum sjónvarpsþætti
YRSA SIGURÐARDÓTTIR Er af
hinni nýju kynslóð glæpa-
sagnahöfunda sem
notið hafa mikilla
vinsælda hér
heima og
erlendis.
ÁRNI ÞÓRARINSSON
Hefur verið ráðinn í
handritateymi
þáttanna en hann
er þekktur fyrir
sögur sínar um
Einar blaða-
mann.
ÓSKAR JÓNASSON Þætt-
irnir eru sagðir gerast
inni á fjölmiðli og er
þeim líkt við sjúkra-
húsþáttinn E.R.
SIGURJÓN KJART-
ANSSON Er titl-
aður sem annar
skapari þáttanna
Press sem núna
eru í fullum
undirbúningi.
... fær útvarpsmaðurinn Freyr
Eyjólfsson sem nýverið tók
bílpróf, 32 ára að aldri, og fer
aldrei yfir löglegan hámarks-
hraða né gleymir að gefa
stefnuljós.
Þáttur Hemma Gunn, Í sjöunda
himni, fer í loftið frá Nasa á
fimmtudaginn og eru miklar vonir
við hann bundnar. Fyrsti gestur
Hemma verður sjálf Dilana úr
sjónvarpsþáttunum Rock Star:
Supernova ásamt Magna Ásgeirs-
syni en þau ætla að halda tónleika
á Hótel Íslandi um
helgina ásamt Á móti
Sól. Að sögn komast
gestir í salnum ekki
inn án vegabréfs því
einn heppinn gestur
verður dreginn út
í beinni og keyrður
út á flugvöll á sömu
mínútunni.
Áheyrnarprufur fyrir þáttinn X-Fact-
or hefjast á þriðjudaginn í næstu
viku á Hótel KEA á Akureyri. Þegar
hafa um fimm hundruð manns
skráð sig og þrjátíu hópar auk þess
sem fullmannaður kór mun hafa
ákveðið að láta slag standa. Þau
Ellý úr Q4U og Páll Óskar skipa
dómnefndina auk Einars Bárðar-
sonar sem er kampakátur
með velgengni Nylon.
Umboðsmaðurinn hlýtur
því að vera spenntur
að sjá hvað birtist
fyrir sjónum hans í
X -Factor og hvort
arftakar stúlknasveit-
arinnar knáu kunni
að leynast þar.
Eyrún Magnúsdóttir
hefur tekið lífinu með
ró frá því að hún kvaddi Kastljós
og safnað kröftum fyrir komandi
verkefni. Hvaða verkefni það eru
hefur hún aftur á móti verið ófáan-
leg til að gefa upp. Þó er haft fyrir
satt að hún ætli að söðla algjörlega
um og gerast upplýsingafulltrúi
hjá ónefndu fjármálafyrirtæki,
sem þýðir að líklega er hún að
kveðja fjölmiðlabransann fyrir fullt
og allt. Eyrún er með B.A.-gráðu
í hagfræði, en hefur þó
eingöngu starfað á fjöl-
miðlum frá því að hún
lauk háskólanámi, og
er ekki ósennilegt að
hún vilji hasla sér
völl á sviði sem
stendur nær
hennar mennt-
un. - fgg/bs
Auðunn Blöndal, sem er þekktur
fyrir strákapör sín í þættinum
Strákunum, er að byrja með nýjan
þátt á sjónvarpsstöðinni Sirkus
undir nafninu Tekinn og verður
fyrsti þátturinn sýndur 9. október.
Þar hrekkir Auðunn fræga fólkið
með áður óþekktum hætti en
fyrirmyndin er sótt í þáttinn
Punk‘d á MTV sem gerði Ashton
Kutcher að stórstjörnu.
„Ég er búinn að skemmta mér
konunglega, hef verið að stjórna
leikurum og haft mikið gaman af,“
segir Auðunn og bætir því við að
svona þátt væri ekki hægt að gera
öðruvísi en með dyggri aðstoð
ættingja, vina og maka fórnar-
lambanna. „Tolli hjálpaði okkur til
dæmis að gera at í bróður sínum
Bubba Morthens,“ segir Auðunn
en þeir létu draga bíl kóngsins á
brott. „Bubbi varð náttúrlega
alveg brjálaður og hringdi á lögg-
una,“ útskýrir Auðunn og hlær. Þá
er Halla Vilhjálmsdóttir látin líta
út fyrir að vera búðarþjófur og
fékk kynnir X-Factor hálfgert
sjokk í kjölfarið en þar var ekki
látið við sitja heldur var Halla
síðan æst upp úr öllu valdi. Auð-
unn segir þó að flestir hafi tekið
gríninu með stóískri ró og hann
hafi ekki hlotið neinn líkamlegan
skaða af.
Skemmtilegast fannst Auðuni
þó að hrekkja Badda, söngvara
Jeff Who?, sem var sendur í
hálfasnalega myndatöku hjá ljós-
myndaranum Ara Magg. „Þáttur-
inn gengur enda ekki eingöngu út
á að hrekkja fólk heldur líka að
koma þeim í vandræðalega
aðstöðu.“ - fgg
Gerði Bubba brjálaðan
NÆSTA FÓRNARLAMB? Auðunn Blöndal hefur verið að hrekkja fræga fólkið og hver veit
nema Beyoncé verði næsta fórnarlamb.
„Ég ólst upp við glamur afa á
píanóið á Ísafirði og það er eigin-
lega honum að kenna að ég fór að
vinna í tónlist,“ segir Viðar Hákon
Gíslason, gítarleikari í hljómsveit-
inni Trabant, sem hefur nýlokið
upptökum að plötu ásamt afa
sínum, Vilberg Vilbergssyni. Plat-
an verður gefin út á næstunni á
vegum 12 Tóna en ekki er enn
komið nafn á verkið.
„Þetta er djassplata og saman-
safn af lögum eftir afa. Ég sá aðal-
lega um upptökurnar og að velja úr
efni,“ segir Viðar en upptökurnar
fóru fram í Félagsheimilinu í
Bolungarvík og í sundlaugarstúd-
íói Sigur Rósar í Mosfellsbæ. Viðar
fékk strákana í hljómsveitinni Flís
til að leggja þeim lið á plötunni.
Vilberg Vilbergsson er 76 ára
gamall og algjör snillingur á harm-
ónikku og saxófón og hefur smitað
nánustu fjölskyldumeðlimi af tón-
listarbakteríunni. Ásamt því að
vera tónlistarmaður var Vilberg
rakari á Ísafirði og segir Viðar afa
sinn vera hinn fyrsta Hairdoctor.
„Ástæðan fyrir því að ég ákvað
að fara með afa í stúdíó og gera
plötu var að mig langaði að gefa
honum eitthvað til baka. Hann
hefur haft áhrif á mína tónlistar-
gerð og nú þegar ég kann að taka
upp tónlist langaði mig að gera
eitthvað sniðugt með honum,“
segir Viðar. Hann bætir því við
að tónlist Vilbergs sé með ein-
hvern ákveðinn hljóm sem erfitt
sé að lýsa en að platan sé fyrsta
flokks blús- og djassplata.
alfrun@frettabladid.is
VIÐAR HÁKON GÍSLASON: UNDIRBÝR ÚTGÁFU Á NÝRRI PLÖTU
Gefur út djassplötu
með afa sínum
VIÐ UPPTÖKUR Viðar ásamt afa sínum Vilberg Vilbergssyni og strákunum úr hljómsveitinni Flís við upptökur á plötunni sem er að
sögn Viðars fyrsta flokks djass- og blúsplata. FRÉTTABLAÐIÐ/SARA VILBERGS
����
��������
���������
������
�������
�����������������
�������������
��������������
�������������
�����������������
������������������
���������������
�������������
��������������
���������������
���������������