Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 11
STJÓRNMÁL Ráðherrar ríkisstjórn- arinnar hafa samtals 85 milljónir króna til frjálsrar ráðstöfunar samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Það er sama fjárhæð og á árinu sem er að líða. Menntamálaráðherra fær mest, 18 milljónir króna, iðnaðar- og viðskiptaráðherra fær 11 milljónir og dómsmála- og heilbrigðisráðherra fá 8 milljónir hvor. Sjávarútvegsráðherra fær minnst, 3 milljónir en aðrir ráðherrar ýmist 5 eða 6 milljónir króna. - bþs Ráðstöfunarfé ráðherra: 85 milljónir til ráðstöfunar ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra hefur ráðherra mest í ráðstöfunarfé. KYNSJÚKDÓMAR Óheimilt er að selja klamidíupróf sem Lyf og heilsa hefur tekið í sölu. Landlæknisembættið vekur athygli á því að klamidía sé tilkynningaskyldur sjúkdómur sem fellur undir lög um sóttvarn- ir. Nándarrannsóknir til greining- ar á sjúkdómum sem sóttvarnar- lög taka til skulu gerðar undir eftirliti og á ábyrgð rannsóknar- stofu með starfsleyfi. Klamidíuprófið fellur undir slíka nándarrannsókn og telst sala á prófinu því óheimil. Lyfjastofnun hefur verið gert viðvart vegna málsins. - hs Heilbrigðismál: Sala klamidíu- prófa óheimil Stjórn og ráðgjafaráð SI efna til morgunfundar um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda á Hótel Nordica fimmtudaginn 5. október nk. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:00 og stendur til 10:00. Fundarstjóri: Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins iðnaðar- og viðskiptaráðherra rithöfundur hagfræðingur Jón Sigurðsson Andri Snær Magnason Illugi Gunnarsson Stjórnandi: Svanhildur Hólm Valsdóttir Pallborðsumræður ræðumanna Ræðumenn: Fundurinn er öllum opinn. Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að mæta. KYNFERÐISOFBELDI Lögreglan í Reykjavíkur hefur enn til rannsóknar meint kynferðisbrot gegn fleiri en einni stúlku. Rúmlega fimmtugum karlmanni hefur verið sleppt úr haldi en hann neitaði sök í málinu. Yfirheyrslum yfir stúlkunum, sem maðurinn er grunaður um að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi, er ekki lokið og sögn Bjarnþórs Aðalsteinssonar, hjá Lögreglunni í Reykjavík, liggur ekki fyrir hvenær rannsókninni lýkur. Málið kom fyrst inn á borð Barnaverndarnefndar Reykjavík- ur. Kæra var í framhaldinu lögð inn til lögreglu sem þá hóf rannsókn á málinu. - mh Kynferðisbrot til rannsóknar: Yfirheyrslum ekki lokið enn SVEITARSTJÓRNARMÁL Lagt var til að haldin yrði almenn kosning um breytingu á hundasamþykkt Reykjavíkurborgar á fundi borgar- stjórnar í gær. Það var Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem lagði það til og benti á að hundasamþykktin hefði verið samþykkt í kjölfar almennrar kosningar borgarbúa árið 1988. Gísli Marteinn Baldursson benti á að engar breytingar yrðu á högum fólks vegna samþykktar- innar og borginni bæri ekki skylda til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Var tillögu Árna Þórs vísað frá og breyting á hundasamþykkt samþykkt með átta atkvæðum gegn sjö. - ss Breyting á hundasamþykkt: Aflagt bann við hundaeign SVEITARSTJÓRNARMÁL Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Frjálslyndra, lagði það til á fundi borgarstjórnar í gær að þeim tilmælum yrði beint til stjórnar Lands- virkjunar að hámarkshæð vatnsborðs í Hálslóni yrði lækkuð um 20 metra. Með því yrði öryggi mannvirkja aukið, dregið yrði úr hættu á stíflurofi og umhverfis- áhrif Kárahnjúkavirkjunar minnkuð. Við það myndi flatarmál lónsins minnka um 20 ferkílómetra. Ásta Þorleifsdóttir, sem tók þátt í umræðunum fyrir hönd Frjálslyndra, en Ólafur vék af fundi, sagði að kostnaður vegna þessa yrði lítill sem enginn. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til að málinu yrði vísað til borgarráðs, þar sem borgarfulltrúar hefðu ekki þá þekkingu til að bera til að ákveða hver heppileg hæð Hálslóns yrði. Undir það tók Björn Ingi Hrafnsson, formaður borg- arráðs, en sagði málefni Kárahnjúka hafa verið afgreidd á sínum tíma og búið sé að taka lögformlega ákvörðun. Það yrði því hræsni af hans hálfu að vísa málinu til borgarráðs, þar sem ekki standi til að gera neitt í málinu. - ss Tillaga Frjálslyndra um lækkun Hálslóns tekin fyrir á borgarstjórnarfundi: Ekki frekar rætt af borginni DÓMSMÁL Aðalmeðferð hófst í gær í máli rúmlega sextugs manns sem er ákærður fyrir að hafa í febrúar síðastliðnum haldið konu á þrítugsaldri nauðugri í um hálftíma. Atburðurinn átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi. Ríkissaksóknari krefst refsingar yfir hinum ákærða vegna frelsissviptingarinnar auk þess sem konan fer fram á 100.000 króna miskabætur auk greiðslu lögfræðikostnaðar. - þsj Héraðsdómur Reykjaness: Ákærður fyrir frelsissviptingu STUNGIÐ SAMAN NEFJUM Á BORGARSTJÓRNARFUNDI Tillaga Frjálslyndra um að borgarstjórn beitti sér fyrir því að hámarkshæð Hálslóns yrði lækkað var felld á fundi borgarstjórnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.