Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 4
4 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ 03.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,5721 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 69,18 69,52 130,70 131,34 88,11 88,61 11,815 11,885 10,544 10,606 9,542 9,508 0,5871 0,5905 102,41 103,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������� ����� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� STJÓRNMÁL Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmda- stjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. „Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til,“ segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. „Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarf- inu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmti- legt og gefandi.“ Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli,“ sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. „Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum.“ Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmanns- stofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meist- aranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. „Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni.“ magnush@frettabladid.is Kjartan Gunnarsson hætt- ur sem framkvæmdastjóri Andri Óttarsson tók í gær við af Kjartani Gunnarssyni sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Staða flokksins er virkilega sterk nú, segir Kjartan. Hlakka til að takast á við krefjandi verkefni, segir Andri. NÝIR TÍMAR Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson stilla sér upp inni í fundarherbergi í Valhöll eftir að hafa rætt saman á skrifstofu Kjartans. Í baksýn hanga myndir af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni flokksins, og Geir H. Haarde, núverandi formanni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki muna til þess að nokkur fram- kvæmdastjóri í íslenskum stjórn- málaflokki hafi haft jafn afgerandi völd og áhrif innan flokksins sem hann starfar fyrir og Kjartan. „Kjartan hefur verið öflugur framkvæmdastjóri og einn af valdamestu mönnum í Sjálfstæðis- flokknum um árabil. Hann var um langt skeið einn nánasti samstarfs- maður Davíðs Oddssonar og hefur haldið utan um mikilvægt starf innan flokksins. Ég man ekki til þess að nokkur framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks hafi verið eins valdamikill og Kjartan hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins um langt skeið,“ sagði Ólafur. Hann telur framkvæmdastjóra- skiptin gefa vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé hugsan- lega að taka breytingum. „Það er ljóst að þetta eru töluverðar breyt- ingar fyrir forystusveit flokksins. Andri kemur úr hinum svokallaða Deigluhóp sem til þessa hefur verið talinn standa nærri Geir H. Haarde meðan Kjartan var náinn samstarfsmaður Davíðs Oddsson- ar. Sumir hafa talið að undir for- ystu Geirs geti flokkurinn færst nær miðjunni, líkt og margir hægri flokkar í Evrópu hafa verið að gera upp á síðkastið.“ - mh Ólafur Þ. Harðarson segir Kjartan hafa verið valdamesta framkvæmdastjórann: Var ótvírætt í forystusveit flokksins ÓLAFUR Þ. HARÐARSON Segir skiptin gefa vísbendingar um breytt landslag innan flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist sjá mikið á eftir Kjartani. „Það er erfitt að hugsa sér flokksstarfið í Sjálfstæðis- flokknum án Kjartans í framkvæmda- stjórastólnum. Hann hefur um árabil verið mikilvægur hlekkur í flokksstarfinu. Það hefur verið gott að leita til Kjartans í gegnum tíðina enda einstaklega ljúfur og vinsamlegur maður,“ sagði Árni. „Það verða örugglega ekki miklar breytingar á flokknum og ég er viss um að Andri á eftir að standa sig vel í þessu starfi. Ég held að verk Kjartans hafi skapað góðan grundvöll til þess að efla flokkinn enn frekar.“ - mh Framkvæmdastjóraskipti: Verk Kjartans skapaði grunn ÁRNI MATHIESEN STJÓRNMÁL Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, segist ekki eiga von á breytingum á innra starfi flokksins. „Kjartan hafði íhugað það um nokkurt skeið að láta af embætti en það var auðvitað vilji allra að halda honum í starfi framkvæmda- stjóra eins lengi og hægt var. Kjartan hefur verið ómetanlegur og kraftmikill hluti af Sjálfstæðis- flokknum um langt skeið. Hans góðu verk styrkja flokkinn til framtíðar litið.“ - mh Framkvæmdastjóraskiptin: Aðdragandinn var nokkur ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.