Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 14
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ SJÓNARHÓLL SAMBAND FYRIRTÆKJA OG TÓNLISTARMANNA Landnámslýsingar mikilvægari „Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára eignarsögur.“ GUNNLAUGUR ÓLAFSSON TALS- MAÐUR EIGENDA JARÐARINNAR STAFAFELLS, EN HÆSTIRÉTTUR DÆMDI NÝLEGA HLUTA HENNAR ÞJÓÐLENDU. FRÉTTABLAÐIÐ 3. OKTÓBER. Brýnt að skapa ekki nýja gjá „Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför Varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá.“ HERRA ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, FORSETI ÍSLANDS, VIÐ SETNINGU ALÞINGIS. FRÉTTABLAÐ- IÐ 3. OKTÓBER. Stutt í skítinn „Það er flókið mál og margt sem spilar inn í,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, útgáfu- og kynn- ingarstjóri hjá 12 Tónum um hina eilífu spurningu um samband fyrirtækja og tónlistarmanna. „Það spilar inn í hvar menn eru staddir og hvert þeir vilja stefna. Þetta getur hentað vel þeim sem eru að ryðja sér til rúms og gott dæmi um það er t.d. hljómsveitin Jeff Who? sem allir þekkja núna eftir að lagið Barfly var notað í auglýs- ingaherferð Fréttablaðsins. Það er dýrmætt nýjum sveitum að heyrast á skjánum kvöld eftir kvöld og ekki spurning um peninga heldur kynn- ingu. Mér finnst það ekki koma niður á heilindum tónlistarmanna þótt þeir taki þátt í svona. Eins er það afar jákvætt þegar stórfyrirtæki styðja við bakið á tónlistarmönnum, t.d. með aðkomu að útrásarverkefnum.“ Í Blaðinu um helgina sagði KK að honum hefði oft verið boðið fúlgur fjár fyrir að leyfa notkun á tónlist sinni í auglýsingum, en hann hafi alltaf neitað, enda vildi hann ekki „leika sér í skítnum“. „Ég ber virðingu fyrir mönnum eins og KK sem taka afgerandi afstöðu. Það er meðalvegur í þessu og eflaust stutt í skítinn ef menn passa sig ekki. Það þarf að velja vel,“ segir Jóhann. JÓHANN ÁGÚST JÓHANNSSON „Það er helst að frétta að ég er á kafi ofan í skruddunum,“ segir Dagbjört Hákon- ardóttir sem er á þriðja ári í lagadeild Háskólans. „Námið er eiginlega bæði leiðinlegra og skemmtilegra en ég bjóst við. Í allt sumar var ég innilok- uð í KB-banka og vann mikið en uppskar kannski ekki alveg eins og ég sáði fjárhagslega.“ Dagbjört sér þó til sólar því framundan er ferðalag. „Ég fer til Bologne á Ítalíu í næstu viku og hlakka mikið til. Ég ætla að heimsækja kærast- ann sem er þar við ítölsku- og bókmenntanám. Svo er maður kominn á fullt í stúdentapólitíkinni með Röskvu. Við verðum með endurfundasamkomu gamalla Röskvuliða um næstu helgi og nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í það. Allir gamlir vinstrimenn eru velkomn- ir. Það verður dinner og skemmtiatriði. Við gefum ekkert upp með skemmti- atriðin en þau munu örugglega koma á óvart. Síðan ætla ég að hjálpa til í prófkjörsbaráttu Samfylk- ingarinnar og þá er ég helst að hugsa um að hjálpa Bryndísi Ísold Hlöðversdóttur og Ágústi Ólafi Ágústssyni.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DAGBJÖRT HÁKONARDÓTTIR LAGANEMI Til Ítalíu að hitta kærastann Það er allt að verða vit- laust í Noregi. Anne Lise Gjul, skólastjóri Dvergsnes grunnskólans í Kristjáns- sandi, gerði það að reglu í skólanum að strákar ættu að sitja þegar þeir pissuðu. Formaður Demókratana í Noregi, Vidar Kleppe, er æfur og segir: „Með þessu er verið að skipta sér af sköpunarverki Guðs, því strákar hafa pissað stand- andi frá örófi alda. Það eru mannréttindi að vera ekki neyddur til að pissa eins og stelpa!“ Skólastjórinn Anne vill lítið segja um orð Vidars, sem fer fyrir flokki sem er mótfallinn innflytjendum í Noregi og berst fyrir meiri kristni- fræðslu í skólum, og segir ákvörð- unina eingöngu hafa verið tekna út frá hreinlætissjónarmiðum af því að ungir strákar séu ekkert of góðir í að hitta ofan í klósettskálina. Málið er komið í nefnd. Þetta mál er angi af gömlu hita- máli á heimilum. Konur – og þá sér- staklega konur sem sjá um þrif á heimilum – vilja gjarnan að karl- arnir pissi sitjandi. Þær fá þó sjald- an vilja sínum framgengt því marg- ir karlmenn álíta það hluta af karlmennsku sinni að pissa stand- andi. Sígilt er atriði í kvikmyndinni About Schmidt, þegar Jack Nichol- son gerir uppreisn eftir lát eigin- konu sinnar og pissar standandi og út um allt. En þetta er að breytast. Meðvit- aðir karlmenn eru farnir að pissa sitjandi. „Ég þekki fleiri en einn karlmann sem hefur vanið sig af því að pissa standandi í snarhasti eftir að hann varð ábyrgur fyrir þrifum,“ skrifar Bjarni Rúnar Ein- arsson á heimasíðu sinni bre.klaki. net. „Ég tel sjálfan mig þar með – ég pissa yfirleitt sitjandi ef klósettið er ekki þeim mun subbulegra fyrir. Snyrtimennskan og þrifin eiga þar stóran þátt, en það skiptir mig einn- ig máli að það fer víst betur með þvag- og kynfærin að sitja. Maður nær betur að tæma allt dótið og það þykir víst hollt. Ég vil fara vel með græjurnar mínar.“ Guðjón Haraldsson, þvagfæra- skurðlæknir á Landspítalanum, segir að engar rannsóknir styðji það eða hafni að betra sé að pissa sitjandi. „Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það að blaðran tæm- ist betur þótt menn sitji,“ segir hann. „Þetta er mjög einstaklings- bundið, sumum karlmönnum finnst þeir tæma blöðruna betur sitjandi en öðrum ekki. Það er fyrst og fremst af tillitssemi við þann sem þrífur að karlmenn ættu að sitja.“ Nokkrar umræður spunnust af játningu Bjarna Rúnars á heima- síðu hans. Karlmenn af gamla skól- anum voru andsnúnir því að pissa sitjandi, en nokkrir tóku undir, þ.á m. Már Örlygsson: „Ég er sam- mála Bjarna. Það eina sem mér finnst vanta í röksemdafærsluna hjá honum er að það er líka auðveld- ara að pissa sitjandi þegar maður er með morgunstandarann.“ Í Bandaríkjunum eru starfrækt samtökin MAPSU, Mothers Against Peeing Standing Up. Samtökin framleiða boli með merki sínu og áminningarveggspjöld til að hengja upp í baðherbergjum. Þau stefna að breyttum klósettvenjum heims- byggðarinnar fyrir árið 2010. Sam- tökin ganga svo langt að segja að standandi þvaglát karlmanna sundri fjölskyldum. „Hver þrífur klósettið á þínu heimili?“ spyrja samtökin í stefnuskrá sinni, „Mamma þín? Konan þín? Þótt þú þrífir sjálfur, hvað gerist þegar þú ert gestur hjá vinum eða ættingjum eða þegar þú notar almenningssalerni? Af hverju ætti einhver að þjást vegna tregðu þinnar til að setjast niður?“ gunnarh@frettabladid.is Alvöru karlmenn pissa sitjandi SALERNI Á NÚLLINU Að sitja eða ekki sitja, þar er efinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Jú, þetta er búið að vera yfirvof- andi lengi, eða síðan það var skorið niður í fyrra,“ segir Haraldur Ringsted Steingrímsson, einn þeirra sem var nýlega sagt upp á ratsjár- stöðinni á Bolafjalli. „Þetta kom svo sem engum á óvart en maður vonaði að þetta yrði ekki alveg strax. Ég verð að vinna út maí og er ekkert búinn að ákveða hvað tekur við þá.“ Haraldur býr með eiginkonu sinni og þremur börnum í Bolungarvík. „Við erum nýbúin að kaupa hús og ætlum að vera hér áfram. Það er mjög fínt að vera á Bolungarvík.“ Haraldur hefur séð um fyrir- byggjandi viðhald á radar og búnaði stöðvarinnar en nú á að stjórna við- haldinu úr bænum og líklega senda viðgerðarteymi vestur einu sinni í mánuði. Bæjarráð Bolungarvíkur hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ratsjárstofnunar enda hverfa um 5 prósent útsvars- tekna Bolungarvíkurkaupstaðar með þessum uppsögnum. Haraldur er trommari og er nýbyrjaður í hljómsveit með bæjar- stjóranum Grími Atlasyni, Lýði Árnasyni lækni á Flateyri og Her- manni Ása. Bandið heitir Grjóthrun og hélt nýlega sína fyrstu tónleika í Einarshúsi. „Við spiluðum bara frumsamin rokklög og okkur var vel tekið. Nú er bara eins gott að Grjóthrun meiki´ða og verði næsta útflutningsvara Bolungarvíkur fyrst ratsjárstöðin er á förum,“ segir Haraldur, nokkuð brattur bara. - glh Haraldur Ringsted vonar að Grjóthrun meiki´ða: Var drekinn á Bolafjalli HARALDUR RINGSTED STEINGRÍMSSON Mjög fínt að vera á Bolungarvík. FRÉTTABLAÐIÐ/YLFA MIST Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Haldið verður prófkjör vegna vals á fram- boðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi við Alþingiskosningar vorið 2007. Prófkjörið fer fram laugardaginn 4. nóvember 2006. Rétt til framboðs í prófkjörinu eiga allir félagar í Samfylkingunni sem hafa kjörgengi við Alþingiskosningar 2007. Yfi rlýsingum um framboð ásamt meðmælum eigi færri en 10 og eigi fl eiri en 20 fullgildra félaga í Samfylkingunni skal skilað til formanns valnefndar, Halldór S. Magnússonar, Smárafl öt 30, 210 Garðabæ, eigi síðar en kl. 22:00 föstu- daginn 6. október 2006. Einnig mun valnefnd taka á móti framboðum á skrifstofu Samfylk- ingarinnar að Strandgötu 43 í Hafnarfi rði föstudaginn 6. október kl. 20:00 til 22:00. MERKI MÆÐRA GEGN STANDANDI ÞVAGLÁTI Vilja breyttar klósettvenjur fyrir árið 2010. BJARNI RÚNAR EINARSSON Vill fara vel með græjurnar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VIDAR KLEPPE FORMAÐUR DEMÓ- KRATANA Mannréttindi að fá að pissa standandi. ÞARFAÞING: GERVIKLÆR FYRIR GÆLUDÝR ■ Bandaríska fyrirtækið Soft Claws hefur framleitt gervi- klær fyrir gælu- dýr síðan 1990. Klærnar eru úr mjúku plastefni og eru límdar á klær bæði hunda og katta. Flest dýr sætta sig vel við gerviklærnar og eigendurnir eru himinlifandi því nú eru húsgögnin óklóruð og hægt er að þrífa dýrin án teljandi meiðsla. Klærnar koma í öllum regnbogans litum. Marg- ir eigendur velja liti eftir árstíðum og einnig er boðið upp á klær með jóla- og hrekkjavökuþema.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.