Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 20

Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 20
20 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Umræðan Sannleiksnefnd í leyniþjónustumálum Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfrétt- um um daginn að sett yrði á legg opinber „sannleiksnefnd“ sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún „væri hafin yfir alla tortryggni“. Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður aug- ljós snara sem stjórnarandstöðuþingmað- ur leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokk- unum. Fyrst myndi hann gagnrýna skip- unarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með til- heyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pól- itískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafn- vel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd. Höfundur er er lögfræðingur. Enn ein þrasnefndin SIGRÍÐUR ANDERSEN Sunnudagurinn 1. október rann upp hátignarbjartur og fagur og sólskinið flæddi um götur borgarinnar og torg og væntanlega landið allt. Það var ánægjulegt að veðurguðirnir skyldu leggjast á eitt með landsmönnum að gera eftirminnilegan þennan fyrsta dag í 66 ár, sem enginn erlendur hermaður er á íslenskri grund. Þjóðarhreyfingin efndi til hátíðar þennan dag í Sjálfstæðishúsinu gamla við Austurvöll (sem nú nefnist NASA). Dagskráratriði voru við það miðuð að þar gætu komið saman allir þeir þjóðhollir Íslendingar, sem allan hersetutímann hefur dreymt um að hægt yrði að uppfylla þá svardaga ráðamanna við gerð samningsins, að hér skyldi aldrei her á friðartím- um – þó svo að þeir hefðu á dögum kalda stríðsins sætt sig við veru amerísks hers í landinu sem illa nauðsyn. Þjóðarhreyfingin er fjárvana samtök, sem ekki hefur möguleika á að auglýsa grimmt í fjölmiðlum í harðri samkeppni um athygli almennings. Hreyfingin á því mikið undir því að fjölmiðlar skýri frá því sem hún hefur á prjónunum. Þjóðar- hreyfingin efndi því til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu, eins og oft áður þegar hún hefur látið til sín taka í málefnum dagsins. Nú brá svo við að einungis einn fjölmiðill, Morgunblaðið, sá sér fært að senda fréttamann á fundinn, og skýrði myndarlega frá hátíðinni í frétt daginn eftir. Aðrir fjölmiðlar tóku þó við sér og skýrðu stuttlega frá hátíðinni, svo og þeim tilmælum hreyfingarinn- ar til allra þjóðhollra Íslendinga að flagga þennan dag til að fagna þeim kaflaskiptum, sem nú hafa orðið í sögu þjóðarinnar. Með tveimur undantekn- ingum þó. Hvorki Fréttablaðið né sjónvarp allra landsmanna sáu ástæðu til að eyða svo miklu sem þumlungi dálkarúms eða sekúndubroti til að segja frá fyrirhugaðri hátíð fyrr en eftir á. Fyrir vikið fóru því margir á mis við skemmtilega og fróðlega stund, en þær ræður og ljóð sem þarna voru flutt má finna á heimasíðu Þjóðarhreyfingarinnar www. thjodarhreyfingin.is. Þarna mættust fortíð og framtíð með kveðanda Steindórs Andersen, ættjarðar- söngvum stúlknakórs Kársnes- skóla og beittu háði og glensi Bogomils Font og félaga. Pétur Gunnarsson rithöfundur flutti snarpa hugvekju og ræða Jóns Baldvins er eftirminnileg, ekki síst í ljósi þess að þar talaði fyrrum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Washington. Síðast en ekki síst vil ég geta frumflutnings á ljóði sem Matthías skáld Johannessen og fyrrum ritstjóri Morgun- blaðsins orti í tilefni dagsins og færði Þjóðarhreyf- ingunni. Matthías kallar ljóðið 1.okt., og vegna þess að hann sjálfur var erlendis þennan dag, las Katrín Fjeldsted læknir og varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins ljóðið á fundinum. Það fékk þvílíkar viðtökur hátíðargesta að Katrín var klöppuð upp og flutti ljóðið öðru sinni. Höfðu menn á orði að hér færi eitt fegursta ljóð sem Matthías hefur ort. Fer það hér á eftir: Kaflaskipti – 1. október Í DAG | Herlaust Ísland 1. okt. Allt brýst nú líkt og jörðin út úr eggi og allt svo bjart og hvítt á þeirri stund og það er eins og lífið allt það leggi sinn lófa á þann stutta endurfund er jarðarkringlan vaknar ein og ofar öllu því sem truflar þessa stund og gott er að lifa einnig ef guð lofar það andartak sem kviknar í það mund, en þó er eins og þagni allt og hiki á þessu augnabliki. ----- Sólin hefur sofið bak við ský, ég sé hún vaknar, ryður þeim úr vegi og það er bjart og jörðin ung og ný og yndisleg á þessum hvíta degi. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Á meðan formenn stjórnarandstöðunnar boða aukið sam- starf á Alþingi situr sveitarstjórnarfólk Vinstri hreyf- ingarinnar − græns framboðs undir harðri gagnrýni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgar- stjóri, sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í fyrradag að sveitar- stjórnarmenn Vinstri grænna hefðu komið í veg fyrir sögulega sam- stöðu á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í stað þess að styðja Smára Geirsson, bæjarfulltrúa vinstri manna í Fjarðabyggð, hefðu þeir tryggt kjör Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísa- firði, í formannsstól sambandsins á landsþingi fyrir síðustu helgi. Það kann að vera sjálfsagt innan Samfylkingarinnar að styðja við bakið á fólki sem vinnur gegn grundvallarstefnu flokksins. Hugsjónir samfylkingarfólks virðast í þessu samhengi lítils virði í skiptum fyrir völd og áhrif. En sem betur fer eru enn til íslenskir stjórnmálaflokkar sem láta sig hugsjónir einhverju varða. Smári Geirsson hefur verið ötull baráttumaður fyrir stóriðju- framkvæmdum í sínum landsfjórðungi og staðið sig vel sem slík- ur að margra mati. Hann hefur birst í fjölmiðlum sem talsmaður virkjunarsinna – holdgervingur þeirrar stefnu. Það væri í meira lagi undarlegt ef Vinstri grænir færu að styðja mann með slíkar skoðanir til áhrifa. Og hvað er fráleitt við það að Vinstri grænir styðji Halldór Hall- dórsson bæjarstjóra þrátt fyrir að hann sé í Sjálfstæðisflokknum? Í blaðaviðtali í janúar 2003 óskaði Halldór fyrst eftir samstarfi við náttúruverndarsinna um uppbyggingu á Vestfjörðum. Vestfirðing- ar hefðu ekki kallað eftir stóriðju. Ítrekaði hann þessa skoðun sína í aðsendri grein í apríl á þessu ári og sagði meðal annars: „Í framhaldi af þessum áherslum beitti ég mér fyrir tillöguflutningi á Fjórðungs- þingi Vestfirðinga haustið 2003 þar sem samþykkt var að undirbúa vinnu hjá vestfirskum sveitarfélögum við gerð svæðisskipulags þar sem náttúruverndarsjónarmið væru ráðandi.“ Tónar þetta ekki betur við stefnu VG en þula Smára Geirssonar undanfarin ár? Með því að styðja Halldór Halldórsson sýna sveitarstjórnarmenn Vinstri grænna í verki að þeir eru samkvæmir sjálfum sér þegar kemur að umhverfismálum. Kjósendur VG geta verið nokkuð örugg- ir með að kjörnir fulltrúar fylgi stefnu flokksins í veigamiklum atrið- um. Þetta mættu fulltrúar Samfylkingarinnar hafa í huga vilji þeir vera sannfærandi valkostur í næstu kosningum. Og ná betri árangri. Ekki þarf að horfa lengra aftur en til sveitarstjórnarkosninganna síðastliðið vor til að sýna fram á að VG nýtur aukins traust. Flokk- urinn jók talsvert við sig fylgi hringinn í kringum landið á meðan Samfylkingin hélt tæpast fyrri styrk. Í skoðanakönnunum Gallup í september mældist Samfylkingin með 27 prósenta fylgi aðspurðra. Vinstri grænir mældust með 20 prósenta fylgi. Í ágúst var þetta hlutfall 25 prósent, Samfylking, og 22 prósent, VG. Þetta er engin tilviljun. Fulltrúar og stuðningsmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs virka sannfærandi í opinberri umræðu. Með því að fylgja þeirri sannfæringu eftir í verki fá kjós- endur skýran valkost sem þeir geta treyst. Fljótlegasta leiðin til að klúðra sterkri pólitískri stöðu er að haga seglum eftir vindi. Sam- fylkingin ætti að vera búin að læra af þeirri reynslu. Fulltrúar Samfylkingar skammast út í Vinstri græna. Að stjórna í sátt við samviskuna BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ���������������������� ����������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� �������������������������������������������������� ���������������������������������������������� �������������������������� ���������������� �������������������� Pólitískt minni Langrækni er nú ekki talin til helstu kosta mannsins. Hún hafi yfir sér nei- kvæðan blæ sem óþarfi sé að rækta. Gott minni er þó gulls ígildi í pólitík enda nauðsynlegt að vita hver stend- ur gegn þér og hver með. Og þetta minni virðist nú koma sjálfstæðis- mönnum að gagni í kjölfar þess að Dögg Pálsdóttir tilkynnti um framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Rifja þeir upp sín á milli að hæstarétt- arlögmaðurinn vann álitsgerð fyrir stjórnar- andstöðuna um þjóð- aratkvæðagreiðslur. Var hún fengin til þess í kjölfarið á því að forsetinn neit- aði að skrifa undir fjölmiðlalögin umtöluðu. En eiga sjálfstæðismenn þá ekki bara að rækta með sér fyrirgefninguna í staðinn? Leita fanga Fólk virðist vera mjög upptekið af prófkjörum í Suðurkjördæmi. Enda er það stórt kjördæmi og margskipt; Suðurnesin eru nú í slagtogi við sveit- ir Suðurlands og svo eru Vestmanna- eyjar sér á parti. Það er erfitt að höfða til fjöldans og keppast frambjóðend- ur við að ná hylli almennings. Af því tilefni var þessi vísa send á ritstjórn Fréttablaðsins í gær: Í Suðurkjördæmi prófkjör er senn sjálfstæðismenn til þess ganga og það máttu vita um svo vel gefna menn að víða leita þeir fanga. Umhverfisvænar buxur Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, ítrekaði við alla borg- arfulltrúa á borgarstjórnarfundi í gær að bannað væri að hafa kveikt á far- símum. Gilda svipaðar reglur í borg- arstjórnarsalnum og á Alþingi. Þeir létu sér samt ekki segjast og svöruðu hvorki meira né minna en átta borg- arfulltrúar í símann sinn. Þar á meðal Dofri Hermannsson, Samfylkingu, sem hélt sína fyrstu ræðu í borgarstjórn. Tóku borg- arfulltrúar eftir að Dofri var í gallabuxum. Skrif- ast það sem byrjenda- mistök nema gallaefnið sé eitthvað umhverfis- vænna en bómull? bjorgvin@frettabladid.is ÓLAFUR HANNIBALSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.